SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 27
1. nóvember 2009 27 V iðbrögð hafa almennt verið góð við nýjum Sunnudagsmogga, sem kemur út í breyttri mynd. Enda er byggt á sama grunni og áður, lagt mikið upp úr frétta- skýringum og viðtölum, Lesbókin er á sínum stað og barnaefnið. En við það bætist fjölbreyttara efnisval sem tengist helstu áhugasviðum þjóðarinnar. Kannski barst mesta hrósið frá Herra Hundfúlum, á vefmiðlinum Feykir.is, sem sagðist „bara hinn ánægðasti enda nýbúinn að eignast góðan vin. Nefnilega nýjan og skemmtilegan Sunnudagsmogga, sem stakk sér í gegnum dyralúguna í kompaníi við laugardagsblað Mogg- ans … Fyrsti Sunnudags-Mogginn var stútfullur af fínu og fjölbreyttu efni og það er sann- arlega fátt sem slær við hressilegri, fróðlegri og jákvæðri heimsókn í morgunsárið“. Einhverra hluta vegna er hrós kærkomið frá herra sem kallar sig Hundfúlan. Og Ragnari Torfa Geirssyni fannst sniðugt að hafa Sunnudagsmoggann svona tímaritslegan. „Þetta er ekta blað til að setjast með í hægindastólinn á sunnudegi og lesa í áföngum.“ Hildigunnur Sverrisdóttir skrifaði að þetta væri „góð blanda skota og sjónarhóla, menningarlegt en þó ekki tilgerðarlegt, létt og sannfærandi hönnun …“ Og Bernharður Guðmundsson, varaformaður Öldrunarráðs Íslands, sendi langt bréf, þar sem hann skrifaði: „Sunnudagsmoggi hafði hinsvegar skínandi viðtal við áttræðan Flosa og annað við Tomma gráskeggjaðan og afbragðs pistil eftir Styrmi og fyrir það ber að þakka. Það er mikill auður fólginn í eldri kynslóð, ekki síst núna í kreppunni, við höfum jú lifað þær nokkrar og ættum að segja rækilega frá því svo að yngra fólkið sjái lífið í réttu samhengi. Og við ólumst upp í sagnahefðinni, kunnum að segja frá.“ Eiður Guðnason var eins og fleiri ánægður með viðtalið við Flosa Ólafsson, sem féll frá sömu helgi og Sunnudagsmogginn kom út – með hnyttiyrði á vörum eins og tíðkaðist í Sturlungu, eftirlætisbók hans. Eiður bætti við: „Ég heyri enn dillandi hláturinn í honum þegar hann var að klippa áramótaskaupin í eldgamla daga og svo heyrði maður allt í einu: Þetta er alveg mígandi fyndið. Týpískur Flosi!“ Pistill Styrmis Gunnarssonar um að tími ókeypis fréttamiðlunar væri liðinn vakti athygli: „Nú eru jafnvel orðnir til netmiðlar, sem byggja á því að safna saman fréttum úr öðrum net- miðlum. Hér á Íslandi á það við um eyjuna.is, pressuna.is og að einhverju leyti amx.is. Þessir netmiðlar byggja að verulegu leyti á fréttum, sem birtar eru í heild af mbl.is, vísi.is og dv.is. Útgefendur þessara þriggja síðastnefndu netmiðla standa undir verulegum kostnaði við þau fréttaskrif. Það er óeðlilegt að aðrir miðlar geti einfaldlega tengt sig við þær fréttir án þess að nokkuð komi í staðinn. Þeir eiga auðvitað að greiða fyrir þessa þjónustu. Það er komið að þáttaskilum í rekstri fjölmiðlafyrirtækja á Íslandi. Tími ókeypis frétta- miðlunar er ekki kominn. Hann er liðinn.“ Egill Helgason lýsti efasemdum á ókeypis fréttamiðlinum Eyjunni: „Ungt fólk venst á að nota netið, það er helsti miðill þess. Unnvörpum segir það skilið við dagblöð sem skreppa saman eða hverfa, áhorf á hefðbundnar sjónvarpsfréttir minnkar. Það er ekkert mál fyrir fólk sem notar netið að missa af fréttatímum. Það er búið að fá flestar fréttirnar sem birtast í blöðum áður en þau koma út.“ Netið er smátt og smátt að taka við sem stærsti miðillinn fyrir auglýsingar. Þeirri þróun verður ekki snúið við. Það er nóg framboð af ókeypis fréttum á netinu og það nægir flestum eins og Jónas Kristjánsson ritstjóri segir í nýrri starfsævisögu sinni sem nefnist Frjáls og óháður. Tilraunir til að selja inn á fréttavefsíður hafa gengið mjög illa. Maður sér ekki hvern- ig sú leið er fær, nema þar sem verið er að miðla sérstakri tegund af fréttum til afmarkaðra hópa – eins og hugsanlega viðskiptafréttum. Hvað sem líður þróun fjölmiðla er ljóst að áhrif dagblaða eru mikil á ókeypis fréttamiðl- ana, sem enduróma fréttirnar sem þar birtast. Og pistlahöfundar Sunnudagsmoggans eru lesnir á Eyjunni. Viðbrögð lesenda „Þrátt fyrir að Gylfi sé aðeins búinn að sitja í stól forseta ASÍ í eitt ár er hann væntanlega þegar orðinn óvinsælasti forseti sem setið hefur á þeim stalli, í sögu Alþýðusambands Íslands, sem er afrek út af fyrir sig.“ Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, í pistli á vef félagsins um Gylfa Arnbjörnsson. „Ég hreifst svo á tón- leikunum að ég var gjörsamlega orðlaus yfir því að Ísland ætti svona skáld.“ Tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson um tónlist Jóns Leifs. „Það hefur verið að stríða okkur að at- vinnuleysisbætur eru svo háar í samanburði við launin og margir vilja frekar vera á bót- um en stunda vinnu. Og svo þarf atvinnulífið að borga hærri skatta til þess að hægt sé að greiða fólki at- vinnu- leysisbætur. Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa.“ Ásbjörn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fiskkaups. „Annars er ég bara latur og nenni ekki að raka mig. Allir eru að segja mér að raka skeggið af en ég er svo þrjóskur.“ Sparkundrið David Beck- ham sem skartar alskeggi um þessar mundir. „Mér finnst rétt að svona mál séu kláruð á Íslandi og þing- menn komi sameinaðir fram í alþjóðlegu samstarfi.“ Illugi Gunnarsson eftir kjör Helga Hjörv- ars til forseta Norðurlandaráðs. Ummæli vikunnar um einkavæðingu bankakerfisins. Skrifaðar hafa verið ýtarlegar skýrslur um einstaka þætti henn- ar og Ríkisendurskoðun hefur gert á henni yf- irgripsmikla úttekt. Ferlið var gagnsætt, það var opið, og færustu erlendu ráðgjafarstofnanir fengnar til verks á öllum stigum. Allir sem vildu gátu boðið í bankana. Eftirspurnin var mun minni en vonast var til og varð því að gera all- margar atrennur. Allt liggur þetta fyrir. Æskilegt er samt sem áður, þótt ekki væri nema vegna umræðunnar, að sett væri á laggirnar enn ein rannsókn á þessu ferli og helst fengnir til hennar erlendir sérfræðingar og fagaðilar, sem eingöngu nýttu hérlenda til aðstoðar og stuðnings. Kostn- aður yrði auðvitað meiri en ella, en þýðingar- mikið er að setja það ekki fyrir sig. Hitt þarf ekki að fá neina aðila til að segja okkur, að einkavæð- ingarferlið á sínum tíma var fyrir opnum tjöldum gert, en nú eru einhverjir að eignast tvo af þrem- ur íslensku bönkunum án þess að nokkur viti hverjir þeir eru. Enginn veit hvaða kosti ríkið átti í stöðunni. Almenningur fær engan möguleika til að hafa áhrif á þróun málsins. Enginn veit af hverju í ósköpunum ekki var farin hefðbundin uppgjörsleið í skiptum við þessa kröfuhafa. Aug- ljóst er þó að þeir eru að fá meira í sinn hlut en hefðbundin aðferð hefði gefið. Enginn veit hvað gerist ef það eru í raun vogunarsjóðir, sem eru að eignast bankana. Eru þeir verri en aðrir kann að vera spurt. Þeir eru þó örugglega kvikustu fjár- festar sem hægt er að fá. Þeir svífast einskis til að hámarka stundargróða. Mesta skammaryrði út- lendinga um gömlu íslensku bankana á gullald- arárum þeirra var að þeir væru fremur vogunar- sjóðir en bankar. Því miður var meira til í þeim skætingi en móðgaðir landar héldu. En ekki líta allir á orðið vogunarsjóð sem niðrandi. Því vitað er um að minnsta kosti einn þjóðhöfðingja sem stoltur lýsti sjálfum sér sem stjórnanda í stórum vogunarsjóði, þegar útrás var enn allra meina bót. Handagangur í öskjunni á kröfuhafafundi. Morgunblaðið/Kristinn Óskar Magnússon Stofnað 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Útgefandi: Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.