Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 3
sem samsvarar því, sem Svíþjóð fékk þegar 'á árinu 1950. Við óskum iiinum dönsku og norsku félögum okkar til hamingju með þessi þýðingarmiklu málalok. Þróunin hin eíðustu ár í Svíþjóð liefur því miður ekki verið eins gæfusöm. Þær umræður um samband kirkju og ríkis hafa orðið að þola langa bið af hálfu hins opin'bera, í sam'bandi við þá þróun, sem nú á sér stað, í iþví að veikja aðstöðu kantóra gagnvart kirkjutónlistinni í Jiinum minni söfnuðum og úti á landsbyggðinni. Mjög mikil ihætta er á, að sænsk kirkjutónlist koðni niður, ef ekki verður gripið til skjótra og róttækra aðgerða. Sæneka þingið ákvað í maí á þessu ári að fresta aðgerðum í þessu máli. Enn sem 'komið er heldur sænsk kirkjutónlist velli, en hve lengi? Þessi pólitík er sérlega óábyrg, því að 'ljóst er, að kirkju- tónlistin er óaðskiljanlegur þáttur í tónlistarlífi þjóðar, einmitt vegna sékenna sinna, binni miklu breidd í flutningi og bve hún nær til mikils fjölda fólks. Ég er á þeirri skoðun, að mjög mikilsvert sé, að hinir norrænu nágrannar okkar fylgist með þessari sænsku þróun, 'liún kann að endurtaka sig í fleirri löndum og þá er um að gera að vera við öllu búin. Við getum þess vegna í mörgu tilliti lært mikið liver af öðrum. ekki sízt, þegar um er að ræða endurnýjun í binni liturgisku tónlist. Svo til flest norræn lönd bafa opinberar starfandi nefndir í þessum efnum. Það er þýðingarmeira en nokkru sinni fyrr í sögu hinnar norrænu samvinnu kirkjutónlistarinnar að skiptst sé á reynslu. í þessu tilliti geta bin norrænu kirkjutónlistarmót baft mjög mikla þýðingu og vissulega verða þau þýðingarmeiri, iþegar tengslin styrkjast milli landa og víðsýni okkar eykst. Allt önnur aðstaða var árið 1933, þegar fyrsta norræna tónlistarmótið var baldið. Á þeim tímum var þetta talið mjög merkilegt og framsýnt frumkvæði. Frá því að norrænt kirkjutónlistarmót var haldið seinast árið 1965, befur David Ahl en andast, en bann átti frumkvæðið að þessum mótum. Ábrif David Áhlen eru allt of þekkt, til að ástæða sé, að ræða þau nánar hér. Það sem gerði hann að einstökum manni var að liann var bvort- tveggja ;í senn framúrskarandi listamaður og mjög ötull skipuleggjari i félagsmálum. Hann var í fararbroddi sænsku 'kirkjutónlistarinnar á binni listrænu þróunaribraut hennar á þýðingarmiklu tímabili og það var ekki minnst honum að j>akka að Svíþjóð eignaðist árið ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.