Organistablaðið - 01.07.1971, Side 44

Organistablaðið - 01.07.1971, Side 44
kantötu og viS texta Steingríms svo hljóðandi: , Jesús er mín æðsta gleði, æðsta hnoss á lífsins braut. Jesús trúarljós inér léði, líknar, sefar hverja þraut. Án hans væri enginn styrkur. Án hans gerði heljarmyrkur. Ó, hve sál mín þarfnast þfn. Þú ert æðsta gleði mín. Seinni tónleikarnir voru á Þrettándan- um, 6. janúar. Þar kom einnig fram stúlknakór, sem flutti jólalög og söng einnig með samkórnum. Tónleikarnir hófust með orgelleik, var flutt eitt af æskuverkum Bachs, Fanta- sia og fúga í a-moll. Vakti það lirifn- ingu meðal yngri sem eldri. Þar flutti og sr. Þorleifur Kristmundsson þrett- ándadagsguðspjallið og þakkarorð fyr- ir tónleikana. Að lokum lék einn nem- andinn úr tónlistarskólanum, Oddný Þorsteinsd., 12 ára, stutt kóralforspil yfir Ileims um ból eftir Steingrím Sig- fússon og tóku síðan allir viðstaddir undir með söng. Þess skal getið að faðir Oddnýjar, Þorsteinn Sigurðsson aðstoðaði með undirleik ó báðum tón- leikunum, en hann hefur oft verið organisti í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Ilelgitónleikar — Musica sacra — voru haldnir hér í kirkjunni í annað sinn í vetur, þann 21. febr. eða 1. sunnudag í föstu. Þar léku 6 nem. úr tónlistarskólanum á kirkjuorgelið verk eftir Pachelbel, Frescobaldi, Bach o.fl. Einnig frumfluttu tvær stúlkur þarna kóralforspil um sálminn „Slá þú hjart- ans hörpustrengi" eftir Steingrlm Sig- fússon með fjórum höndum og einum fæti Þá sungu tveir kórar, ungir og gamlir, saman og sinn í hvoru lagi. Kirkjan var troðfull af áheyrendum. í ráði er að þriðju helgitónleikarnir af þessu tagi verði um páskana og verður þá frumflutt Lítil messa eftir Steingrím af nemendum í tónlistarskólanum og Samkór Fáskrúðsfjarðar og einnig mun þá höfundurinn leika á orgel verk sitt Fantasia Fugato et I'inale. Kirkjuvika í Lágajellskirkju. Dagana 7.—10. marz 1971 var haldin kirkjuvika í Lágafellskirkju. Sóknar- presturinn, séra Bjarni Sigurðsson og organleikari kirkjunnar, Hjalti Þórðar- son, önnuðust meginþættina. En tón- listarflutningur var sem hér segir: Skólalúðrasveit Mosfellssveitar lék undir stjórn Birgis D. Sveinssonar. Telpnakór Varmárskóla söng undir stjórn Gunnars Reynis Sveinssonar. Pétur Þorvaldsson og Árni Arin- bjarnarson léku saman á selló og orgel, verk eftir Vivaldi, Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinson. Kirkjukór Lágafellssóknar söng lög eftir Zelter og Schulz, einnig þýzkt lag og ísl. sálmalag í raddseningu Róberts A. Ottóssonar. Inga Maria Eyjólfsdóttir söng lög eftir Pál ísólfsson, Sigurð Þórðarson og Handel við undirleik Árna Arin- bjarnarsonar. Kristján Þ. Stephensen og Árni 44 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.