Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 4
1950 nútiíma skipulag í kirkjutónlistarmálum. Framlag lians til þessara mála 'hefur örugglega náð út fyrir landamæri Svíþjóðar. Einmitt á þessari stundu hugsum við til hans sem upphafemanns Qiinnar alþjóðlegu kirkjutónlistarsamvinnu, sem nú er staðfest í tíunda skij>tið i norrænu kirkjutónlistarmóti. Ég legg til að við heiðrum iþakklát minningu hans með stuttri þögn. Einnig aðrir hlutir hafa gerzt síðan seinasta mótið var haldið í Osló 1965. Grundvöllur hinnar norrænu samvinnu kirkjutónlistar er orðinn styrkari vegna þess að frá og með árinu 1966 bera ekki norrænu organistafélögin ein ábyrgðina, heldur öll stærri félögin í kirkjutónlistarmálum á Norðurlöndum. Mín skoðun er sú að þetta sé rétt og eðlileg þróun þó að skij)ulags- grundvöllurinn sé ekki a'llls staðar kominn í endanlegt horf i öllum löndunum. En á hinn bóginn gelur 'þetta orðið byrjun á annari samvinnu milli hinna ýmsu landa. Þannig verður þessi styrkta sam- vinna innan Norðurlandanna meira áríðandi í sambandi við þau mál, sem við nú fjöllum um, þ. e. a. s. starfið að auka samvinnuna í kirkjutónlistarmálunum fyrir Norðurlöndin. Hingað hafa komið gestir langa leið að frá Þýzkalandi, Hollandi og Bandaríkjunum, og ég býð iþá sérstaklega velkomna hingað. Aðalástæðan fyrir nærveru þeirra er sú, að á þessu kirkjutónlistar- móti verður stofnað alþjóðlegt kirkjutónlistarfélag undir nafninu lEcclesia Cantans, þar sem þátttakendur koma fyrst og fremst frá Mið-Evrój)u, U.S.A. og Norðurlöndunum. Þetta verður með öðrum orðum merkilegur áfangi sem næst í 'hinni al])jóðlegu samvinnu á sviði kirkjutónlistarmála hér í Reykjavík á þessu kirkjutónlistarmóti. Einnig verður þetta kirkjutónlistarmót frábrugðið öðrum mótum 'hvað dagskrána snertir. Hér þarf að skij)ta tímanum jafnt milli þriggja þátta þ. e. a. s. hljómleika, guðsþjónusta og fyrirlestra með umræðum. Aðaltema mótsins er „Guðþjónustan í dag og á morgun“. Við viljum með þessu leggja áherzlu á þátt kirkjutónlistarinnar í guðþjónustunni, en þar er hennar aðalverksvið. Við ætlum þess vegna að vekja mikla athygli á stöðu guðþjónust- unnar ií dag og framtíðar þróun hennar til þess að geta þannig á sem beztan hátt undirbúið hlutverk kirkjutónlistarinnar. Ætlunin er sú að þessi norrænu kirkjutónlistarmót verði ráðgefandi 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.