Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 8
3) að tímavíddin í ihinum sögulegu textaíormum samsvarar ekki styttri guðsþjónustum, eins og þær eru nú á dögum. Kirkjan er ekki lengur leiðandi afl, hvorki á sviði málsins né hljómlistarinnar, þrátt fyrir það að 'hún, einnig eftir siðbótina, hef- ur stjórnað öllu kennslufyrirkomulagi, 'þá hefur henni ekki tekizt að halda á þessu valdi, eða aðeins sambandi við þessa aðila, því að skólarnir hafa nú næstum algerlega sagt skilið við kirkjuna. Undir þessum kringumstæðum getur það ekki verið fullnægjandi að við- halda því ástandi sem nú er. Hvort heldur kirkjan verður áfram ríkisstofnun eða sjálfstæð, er áríðandi að gera eitthvað til þess að ef'la guðsþjónustuna og safnaðarlífið. Skyldi það geta stuðlað að slíkri eflingu, að á tíma síðustu kyn- slóðar hefur gætt sparnaðar í líkingu við það sem á sér stað í íbúðar- húsabyggingium, með því að byggja litlar kirkjur? IHvað snertir íbúða- byggingarnar hefur gætt tilhneigingar í þá átt, að stækka gólfflöt- inn, (þótt enn sé lágt undir loft), og íbúðirnar fyllast nú með eftir- líkingum af hinum mikla hljóm'burði með auknum fjölda stereotækja. Að mínu áliti er aðeins unnt að viðurkenna byggingu litilla kirkna með því skilyrði, að einnig verði komið fyrir ákveðnum fjölda stórra og hljómburðargóðra herbergja til notkunar fyrir aukna hljómlist meðan á guðáþjónustu stendur. Á þennan hátt væri hægt að auka hljómlistartilbreytnina í hljómlistinni í guðsþjónustunni, frá íburð- armiklum flutningi til látlausara og nálægara forms, svipað og á samkomum. Augljóst er, að endurbætur á kirkjuhljómlistinni hafa nokkurn kostnað í för með sér. Séu atvinnuhljómlistarmenn hafðir til aðstoð- ar -— því án öflugs stuðnings frá fagmönnum mun kirkjuhljómlistin ekki geta staðizt samkeppni við almenna hljómlist — verður að út- vega talsvert fjármagn. Þá verður einnig að gæta 'Jress, að hve miklu leyti aukning kirkjuhljómlistar getur sameinast almennri hljómlist og bjálpargögnum, sem stöðugt eru að verða fuilkomnari. Jafnvel i venjulegri kirkjuhljómlist, sem ekki er hægt að vera án, er mögulegt að koma við hjálpartækjum, liliðstæðum }>eim sem tíðkast í verald- legri hljómlist. Að endingu er rétt að setja fram tvær ákveðnar tillögur: 1) Getum við í sameiningu unnið að því, að í hverjum bæ í landi voru verði byggð a. m. k. ein hljómburðarbæf músíkkirkja, er samtímis gegni hlutverki sóknarkirkju í hefðbundnum skilningp 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.