Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 34

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 34
í U.S.A. út sálmabækur, er ihöfðu að geyma The Common Service í kafla um tíðagerð. Skandinavar prentuðu auk þess þýðningar á helgisiðum ])jóða sinna. The Common Service var þannig valkostur nær allra 1 útherskra söfnuða í U.S.A. og Kanada. Hér fylgir nú yfirlit yfir mikilvægustu sálmasöngsbækur (með sálmum og tiðasöng), útgefnar milli 1910 og 1930. Evangelical Lutberan Hymnal 1912 (Missouri - synodan). The Lutheran Hymnary 1913 (Norsk • amerikanar). The Common Service Book 1917. The Hymnal 1925 (Sænsk - amerikanar). Hymnal for Curoh and Homes 1927 (Dansk - amerikanar). American Lutheran Hymnal 1930 I Þýzk • amerikanar). Utgefendur Common Service Book (1917) og American Lutheran Hymnal (1930) vonuðu, að allir lútherskir menn í Ameríku myndu nota þessar bækur. Það varð ekki. Árið 1941 gaf Missouri- synódan, er nær til þfj ilútherskra manna i Ameríku, út endurskoðaða Evangelican Lutheran llymnal frá 1912. Þessi útgáfa kalaðist The Lullieran llymnal og hefur að geyma fleiri sálmasöngslög af þýzkum uppruna en nokkur önnur amerísk sálmasöngsbók. Árið 1944 háru útgefendur Common Service Boolc, The Lutheran Church oj America -fram tillögu um að endurskoða CBS. Við samninga- viðræðurnar var samþykkt að bjóða öðrum lútherskum kirkjum lil viðræðna um að gefa út sameiginlega sálmabók lyrir alla lútherska menn 'í U. S. A. Allir tóku iþessu tilboði nema MissourUsynódan, en ihún hafði einmitt gefið sjálf út sálmabók fyrir fáum árum. Þetta var í fyrsta skipti að fulltrúar 2/3 allra lútherskra manna unnu saman við að gera sameiginlega sálmabók með tilheyrandi tíðagerð. Árangur þessa verks var Service Book and Hymnal, gefin út 1958. Hún hefur að geyrna 602 sálma ásamt tíðagerðarkafla með endur- skoðaðri og aukinni útgáfu af The Common Service. Hámessutíða- gerð kemur í þremur tilbrigðum og hafa tvær þeirra að geyma tón- 'list af anglikönskum og sænskum uppruna. Þessi sálmabók er nú í notkun ásamt The Lutheran Hymnal (1941). Skömmu eftir að SBH kom út, tóku menn að gera drög að næstu sálmabók, er skyldi vera sameiginleg öllum lú'jherskum mönnum, þar eð smátt og smátt varð ljóst, að skilnaðurinn milli Missouri- 34 ORGANISTAIU.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.