Organistablaðið - 01.07.1971, Page 18

Organistablaðið - 01.07.1971, Page 18
Dr. theol. Helge Fœhn, tlocent: Noregur. GUÐSÞJÓNUSTAN i nútíð og framtíð. (Vihhorj í helgisiSatónlist og tnáli). I. I viðfangsefni mínu felst raunverulega efni í að minnsta 'kosti þrjú erindi. Mig langar til þess að leggja megináherzluna á fyrsta atriði, í samræmi við forsendur mínar. Guðsþjónusta nútímans verður aðeins skilin með hliðtsjón af guðs- þjónustu gærdagsins; og guðsþjónusta morgundagsins aðeins með hliðsjón af aðstöðunni nú. Hvernig er ástall ná? Að því er guðfræðina varðar einkennist það m. a. af svonefnda eksistialismanum, j). e. a. s., að það er aðstaða mín og vor, sem raunverulegu máli skiptir, en ekki aðstaða gærdagsins, ])ví hann cr liðinn, og ekki aðstaða morgundagsins, því hann er ókominn. Að því er messusöng (liturgi) varðar, er megineinkennið „liturgiskur sam- markaður" með óvenju lifandi og tíðum tengslum milli landa og kir'kna. Þetta á í meginatriðum við iill Norðurlöndin, enda þótt 'bylgj- urnar berist venjulega svolítið hægar til Noregs og Islands en hinna Norðurlandanna. Að því er varðar frumsöguleg og þjóðfélagsleg atriði stöndum við gagnvart þjóðfélagi, sem er á sífelldri hreyfingu, heimslundað, fjöljrætt iðnaðar- og eyðsluþjóðfélag. Maðurinn er orð- inn „homo consumens“ (eyðslumennið) með sjónarmið, sem er af- stætt, án sögu, skammvinnt og staðbundið sjónarmið. Og j>rátt fvrir siaukna skólagöngu, verðum vér þess varir, að meðal þjóðar vorrar minnkar kristindómsjrekking hægt. Umskipli. Vér getum á mjög mörgum sviðum lýst samtíð vorri með einu orði: „umskipti", með breytingu frá því gamla til þess nýja og frá nýju til j>ess nýjasta. Flestar kirkjudeildir hafa |)ó enn á þessum umskiptatímum guðsþjónustu og guðsjrjónustulíf, sem í megindrátt- um liefur orðið til við aðstæður i kirkju og þjóðfélagi, sem að miklu 18 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.