Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 20
Hámessan verður auðvitað einnig i framtíðinni að vera meginatriðið. Þannig verður því að vera farið bæði frá sögulegu sjónarmiði og með tilliti til alkirkjustefnunnar. Og samt umfram allt beinlínis af mál- efnalegum rökum, því að í hámessunni sameinast allt það, sem mest er um vert, bæði samkvæmt vitnisburði Biblíunnar og með tilliti til lífs og vaxtar safnaðarins í trúnni. Það er í gangi messunnar, að boð- skapur allrar Biblíunnar birtist á kirkjuárinu og í lestri Ritningar- innar. Og í gangi messunnar er söfnuðurinn einmitt gerður virkur ekki sízt með 'föstu messuliðunum. I nngangurinn. Þegar um er að ræða hámessuna í 'kirkju framtíðarinnar vildi ég fyrir mitt leyti vinna að því að gera hana einfaldari, og þá meðal annars í inngangsþættinum fram að Ritningarlestrinum. Guðsþjón- ustan hófst með þeim á fyrstu öldunum, en seinna bættist hver lið- urinn af öðrum fyrir framan. Eigum vér t. d. að hafa bæði orgel- forspil og inngangssálm, bæði syndajátningu og aflausnarorðin, bæði Kyrie og Gloria og loks kollcktuna svonefndu, en hlutverk hennar er allt annað en auðsætt. Vér sjáum, að í þýzku messu Lút'hers eru eftirtaldir liðir í þessum þætti messunnar: Inngangssálmur eða 34. sálmur Davíðs, Kyrie eleison og kollektubænin: alls þrír þættir. Og í nýja 'Sameiginlega hámessuformi lúthersku kirkjunnar í Banda- ríkjunum frá síðastliðnu ári er eftirfarandi: Stutt kveðja, bæn og lofsöngur: Annað hvort Gloría eða Laudamus eða „Verðugt er Iambið“ — lofsöngur úr Opinberunarbók Jóhannesar. Eða: Væri hugsanlegt að setja í stað þessa alls þakkarbæn fyrir gjiif skírnar- innar, sem gerir oss kleift að koma saman til guðsþjónustu sem kristinn söfnuður? Þátlur orSsins. Þegar um „þátt orðsins" er að ræða, er fyrirkomulagið dálítið mismunandi í kirkjum Norðurlanda, en eitt atriði er að minnsta kosti sameiginlegt: Gamla testamentið er tiltölulega lítið notað. Hja oss í Noregi höfum vér í hverri hámessu einn pistil og tvö guðspjöll. Hér þyrfti meiri tilbreytni við, helzt þannig, að lesið væri úr Gamla testamentinu, því næst pistill eða lexía og loks guðspjallið. Þetta fyrirkomulag um lestur var almennt í fornkirkjunni, og eftir heims- styrjöldina Síðari ihefur það verið tekið upp að nýju i ýmsum kirkjum 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.