Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 12
allur tíðasöngur yfirleitt. Kirkjusöngsstíll 19. aldar liefur lilotið liarða dóma síðari tíma manna. Enginn vafi leikur á því, að liann hefur þá orðið til fyrir söfnuðinn. I söngbókinni Darmstadter Grosses Cantional, sem gefin var út árið 1687 af Wolfgang Karl Briegel, var jafnvel þegar 'búið að jafna út taktinn í kirkjuvúsunum, og var hann síðan upptekinn í staðinn fyrir hinn eldri, fjölbreytilegri takt. Sálma- Iögin skyldu sungin hægt og greinilega, svo að söfnuðurinn ætti betra með að læra þau. Þessi söngháttur verður síðan einkennandi fyrir „Kirchenstil“, og verður þess fljótlega valdandi, að kirkju- tónlist er álitin sérstök tegund tónlistar. Þegar Haeffner lagði grund- viillinn að 19. aldar messutónlist í Svíþjóð, var þessi stíll sjálfsagður, en það er einnig mjög skiljanlegt, að með tímanum var ekki lengur unnt að sjá neinn tilgang í því að mæla fram texta og hænir í slíku eöngformi. Handbókin frá 1893 segir svo fyrir um, að texta og bænir skuli lesa. Vanmat á viSleilni til endurnýjunar helgisiSum. Haeffner hefur verið ákaflega hart dæmdur fyrir það form, sem iiann gaf bæði sálmasöng og messutónlist. Strangasti dómarinn er Gustaf Aulén (Högmássans förnyelse, liturgiskt ocli kyrkmuskaliskt 1961), sem talar um „fullkomna eyðileggingu“ og fleira í þeim <lúr. Þvílíkar umsagnir eru í sjálfu sér óréttlátar, ef maður hefur í huga tilganginn, sem að baki þessari viðleitni bjó. Folke Bohlin ■hefur fjallað um Haeffner í einni ritgerða sinna, sem hann lagði fram við doktorsvörn í maí 1970, og bendir þar á, að Haeffner hafi í rauninni viljað endurvekja 'hina upprunalegu lúthersku guösþjón- ustutónlist; hann vann að ætlunarverki sínu svo vel sem hann kunni og gekk eins langt og hann þorði við ríkjandi aðstæður. Við verð- mn því að líta á hann sem brautryðjanda í því endursköpunarstarfi, sem síðan hefur verið unnið að á sviði kirkjutónlistar allt fram á okkar daga. Sannleikurinn var sá, að samtíðarmenn Haeffners höfðu ekki sama áhiuga og hann á sögulegu helgisiðaformi. Ujiplýsingartímabilið hef- ur stundum verið talið andsnúið helgisiðum, en þetta á einungis við um afstöðu þess til eldri belgisiðahefða. Nú vildu menn fá nýja helgisiði. G. Fr. Seiler lét í Ijós þær vonir sínar um 1800, að hin umfangsmi'klu helgisiðarit 'hans yrðu til þess að innleiða „eine litur- gische Bewegung“; þetta var í fyrsta sinn, sem orðið „helgisiða- 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.