Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 11
Svíþjóð var liin svo kallaða hámessa, án altarisgöngu, viðurkennd opinberlega 1811, í Finnlandi ekki fyrr en 1886; í reynd hafði 'liún þó viðgengizt lengi. Tíðasöngur gcrður fábrotnari fyrir söfnuSinn. Hinar lúthersku endurbætur fela það í sér, að söfnuðurinn skuli vera þungamiðja guðsþjónustunnar. Söfnuðurinn lieldur guðsþjónust- una; prestur, organleikari og kór starfa fyrir söfnuðinn. Þess vegna verður að leitast við að færa messuna í það horf, að söfnuðinum veitist tækifæri til að taka virkan þátt í helgisiðunum. Því er nauðsyn á að gera þá fábrotnari. Fandt liefur sagt, að Lúther hafi verið guðsþjón- ustusiðabótarmaður í helgisiðasögu skilningi, næstum því á sama 'hátt og Gregoríus mikli. Báð’ir vildu þeir stytta helgisiðina og einfalda, og ibáðir voru þeir sannfærðir um, að það leiddi til þess, að menn nálguðust guðsþjónustu frumkristninnar. Einföldun var að beggja áliti talsverð stytting og niðurfelling belgisiða. Lútherska messan fékk ó sig samþjappað form, sem kom hinu auðskilda inntaki hennar til góða. Þrátt fyrir róttækar tilraunir bæði Lúthers og Olaus Petri gengur samt fjarska seint að gera messurnar styttri. Og vandinn verður enn ineiri, jiegar að messusöngnum kemur. Það er einmitt hann, sem helzt gæti gefið söfnuðinum tækifæri til að taka þátt í helgisiðunum. [ þei-m heimildum, sem varðveitzt hafa um helgisiði og |)á ekki livað sízt í óteljandi handritum, má þó sjá, að menn voru fúsir til að gefa (upp á bátinn hina erfiðu gregoríönsku sönghefð. Hið uýmótaða söngform, kirkjuvísan, var tekin upp í staðinn og notað ásamt gregoríönskum „proprie“-söng á latinu, en hið fyrr nefnda söngform varð fljótlega keppinautur, sérstaklega þegar loks tókst, seint og um síðir, að kcnna söfnuðinum að syngja sálma. [ Danmörku og Noregi fór sálmasöngsmessan með fullan sigur af hólmi, og í Svíþjóð og Finnlandi minnkaði í rauninni svo mikið notkun á hin- um hefðibundnu „ordinarieseríum“, að eftir varð aðeins ein, ólváð kirkjuárstíðum, eða þá að presturinn las einungis kaflahrot eins og Kyrie, Gloria og Sanctus. Tón prestsins við guðsþónustuna hefði ekki jnirft að styttast i j)águ safnaðarins. I langan aldur hafði liann tónað texta og bænir og Iiélt ']>ví áfram svo lengi, sem fólk kunni að meta það. Sú staðreynd, að nítjándu aldar fólk sá ekki framar neinn tilgang í tónsöng prestsins stafar sennilega af því, að tónið hefur 'breytzt að formi til eins og ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.