Organistablaðið - 01.07.1971, Qupperneq 26

Organistablaðið - 01.07.1971, Qupperneq 26
á að notfæra sér. í vorum löndum mun orð'ið „kirkjutónlist“ enn leiða liugann aftur lil ákveðins tímabils, hins svokallaða „klassiska kirkjustíls“. Þannig hyggja menn með notkun orðsins að einhverju hefðbundnu, einhverju, sem er orðið fast í formum og skal ekki breytt. „Tónlistin i kirkjunni“ er ekki eins Iþröngt hugtak, heldur er ]>að sveigjanlegt og táknar það, sem notað er í kirkjunni. Veigamest varðandi lónlistina í kirlcjunni er ekki stíll og gerð, heldur gæði af bverri gerð og stíl og fyrst ■og fremst, að hún sé í samræmi við ætlunarverk sitt, nfl. 'hæf til að túlka iboðskap Biblíunnar og lofsöng safnaðarins. Og öll gæða- tónlist, sem fullnægir þessum kröfum, er fólgin í hugtakinu „tónlist kirkjunnar". Hins vegar er það enginn nothæfur imadikvarði, þótt hún sé „verðug kirkjunni“. Það viðhorf er frá upplýsingatímanum og 19. öldinni, sem mat mikils hið verðuga og hátíðlega. En hátíð og hátíðleiki er alls ekki eitt og hið sama. Nú er smám saman verið að rjúfa einveldi orgelsins í guðsþjónust- unni og guðsþjónustulífinu, og er það í góðu samræmi við góða og garnla lútherska hefð. í raunréttri ætti að vera unnt að nota hvaða hljóðfæri, sem er, í guðsþjónustunni, þ. e. ef það er í samræmi við ætlunarverk sitt. Menn ættu að ihalda áfrain að gera tilraunir varðandi tónlist kirkj- unnar. Athugandi er, hvort vér ættum ekki að nota fleiri „útgáfur“ tón- listarinnar, þ. e. margbreytilegri svipmót, eins og l. d. í hinni band- arísku Service Book and Hymnal, en iþar eru tveir kostir. Vera má, að í guðsþjónustu framtíðarinnar ættu að vera þrjár slíkar útgáfur: Klassisk, alþýðuleg, róttæk. Tcxli og tónar. í endurskoðun messusöngsins verður athugun á texta og tónum að haldast í hendur. Að ölln jöfnu ber að endurskoða hvort tveggja samtímis og taka tillit til livors tveggja. Má ekki fara þannig að, að fyrst sé gengið að fullu frá textanum, en síðan hafizt handa við tónlístina. Þannig unnu inenn einatt áður fyrr, en það tímabil ætti að vera liðið. Eðli og hlutverk einstakra þátta kalla á mismunandi tónlist, og ]ieir geta að nokkru haft mjög mismunandi svi]imót, án þe.ss að heild- arsvijiur guðsþjónustunnar raskist. Má þar nefna hina dæmigerðu safnaðarþætti eins og sálmana og fasta liði; því næst tónlist, sem er 26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.