Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 13
Jireyfing" ■var notað,' svo vitað sé. Menn vildu endurnýja guðsþjón- ustuform í jákvæðum tilgangi, vegna jiess að hið gamla reyndist í mörgum tilvikum útþvælt og ónothæft. Söngbóka- og messugerðar- málið þarfnaðist endurnýjunar, og á iþví sviði voru þá að minnsta kosti unnin Iþrekvirki á upj)lýsingartímanum. Það, að leita þess messuforms, sem henti tímum þeim, er lifað er á, er alls ekki fyrirlitlegt helgisiðastarf. Það er nákvæmlega hið sama og við erum að reyna nú. Þrátt fyrir góðan ásetning, leiddi viðleitni upplýsingartímabilsins til endurnýjunar helgisiðum ekki til árangurs, sem metinn yrði að verðleikum af síðari tima mönnum. Almennt er þetta tímabil talið lmignunartímabil. Þeim gömlu forin- um lmignaði, sem menn álitu úr sér gengin. Fólk skildi ekki belgi- siðina, áberandi margir gengu úr kirkju eftir ])redikun. Helgisiða- fræðingar kröfðust þess, að guðsþjónustan yrði byggð upp eftir heilsteyptri meginreglu, yrði ein samræmd lieild. Þeir höfðu rétt fyrir sér í því að hin hefðbundna messa uppfyllir ekki þessar kröfur. Hun hefur aldrei verið byggð upp eftir fyrirfram ákveðnum reglum, heldur vaxið í gegnum aldirnar. A'ýja bókmenntastefnan og endurreisn messunnar. Ahnginn á gömlu helgisiðunum hélzt þó enn lifandi, og varð til þess að veita hugmyndum upplýsingartímans nokkurt viðnám. Sem dæmi um þennan áhuga getum við nefnt Haeffner í Svíþjóð, eins og Við höfum þegar heyrt. Þegar skriður komst á sögulegar helgisiða- rannsóknir um miðja 19. öld, sköpuðust forsendur fyrir endurnýjun helgisiða, eins og það er kallað. Fræðiheitið er naumast nákvæmt, vcgna þess að raunverulega var ekki verið að leita að einhverju nýju, heldur verið að leitast við að koma á aftur liinu gamla og hefðbundna. ^að helgisiðastarf, sem unnið hefur verið síðustu liundrað árin eða svo, liefur ekki verið nýsköpunarstarf, lieldur endurreisnarstarf. Að dómi okkar hefur hin hefðbundna messa verið dýrmæt og mikilvægt var að breyta benni til nánari samræmis við það, sem álitið er vera llpprunalegt form hennar. Lútherska kirkjan hefur i þessu augnamiði Ivitað aftur fyrir siðaskipti og reynt að yfirstíga þær hindranir, sem a þeim tímum leiddu til óvægilegra lýsinga t. d. á altarisgöngusið- unum. Helgisiöahreyfingin er samkristið fyrirbæri. Þetta hefur í för með ser samvinnu yfir landamæri trúarjátninga, sem rýfur einangrun ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.