Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 27

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 27
samfara atliöfnum: Upphafsskrúðganga, útdeifing kvöldmáltíðai- sakramentis o. s. frv., en hún er einnig oft kórsöngur. Þar við bætist þriðji hópurinn, sem er annað livort söngbamir eða víxllestur prests (aðstoðarmanns) og safnaðar. I hinni norsku reysnlu-skipan er reynt að tengja saman hefðhunda tónlist við norska Iþjóðlega tónlist. Það hefur sýnt sig, að gregorianskur söngur getur átt samleið með afrískri tónlist („missa Lúba“). Vér þörfnumst líka fræðslu í undirstöðuatriðum tónlistarinnar, um eðli og hlutverk kirkjutónlistarinnar. Hjá oss er þetta atriði ofarlega á baugi vegna úrskurðar reynsluihámessunnar um, að söfnuðurinn yfirgefi kirkjuna yfirleitt, þegar eftirspil er leikið. Er þetta rétt eða rangt, og hver eru rökin? MálfariS. Um þetta atriði skal ég vera stuttorður. Orðhlær er oft annar í nýjum sálmum og guðsþjónustum um ákveðin efni en i hinum hefð- hundnu guðsþjónustum. Hinn kirkjulegi svipur er horfinn, alveg eða að einhverju leyti, ávarpsorðum er fækkað til muna eða þau gerð einfaldari, einnig 'liinn trúfræðilegi predikunartónn. Þá eru og orðnar einfaldari hinar löngu, skrautlegu og 'flóknu selningar úr latínu, úr þýzkum kansellí-stiil og barrokkstíl. Mergurinn málsins í þessum þætti guðsþjónustunnar er þessi: Hvernig getur málið í guðsþjónust- unni sameinað og brætt saman leyndardóm guðsþjónustunnar, þ. e. heilaga návi-st hins eilífa Guðs og hversdagsaðstæður vor einstakling- anna? Hvernig mega sönn og full tengsli nást? Það er engin tilviljun, að ótalmargar nýjar þýðingar á Biblíunni hafa komið út á árunum eftir síðari iheimsstyrjöldina, bæði á vegum opinberra aðila og einstaklinga. En ef til vill er enn erfiðara að fjalla um hið kirkjulega tungutak, því að þar er um að ræða tengsl, samskipti, í tvær áttir, bvernig vér fáum kornið með allt, sent vort er, 'fram fyrir Guð á sannan, ósvikinn og eðlilegan hátt, sem svarar bæði til þess, sem vér ætlum að koma með fram fyrir Cuð, og er í samræmi við aðstæðurnar, þ. e. í samræmi við hann, sem vér komum með þetta til. Það er eitt lielzta verkefni vort í þessum málurn að skapa nútíma- legt kirkjumál, í beztu merkingu þess orðs, reist á bezta hversdags- málinu: Viðkvæmt, einfalt og sannleikanum samkvæmt. Margt er laust í reipunum í kirkjum vorum og í löndum vorum, að því er varðar helgisiði, tónlist og málfar. Helgisiðanefndin hefur ORGANISTABI.AÐIÐ 27

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.