Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 33

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 33
Fyrir 200 árnm gerði Henry Melchior Muhlenberg sér iþegar vonir um, að eilt sinn yrði i Ameríiku ein lútliersk kirkja og ein sameiginleg t'íðagerð — „onc church, one book.“ Slíkt ihefur enn ekki orðið, en sá tími nálgast stöðugt að það muni gerast. Við skulum nú líta á þróun í helgisiðum og sálmasöng í Ameríku. Árið 1748 gaí Muh'lenberg út kirkjusiðabók á þýzku handa The Pennsylvania, Ministerium, grundvallaða á þýzkum helgisiðum um 1500. Helgisiðareglur á ensku komu ekki fram fyrr en hundrað árum siðar. Þær endurspegluðu bæði kirkjusiðabók Muhlenbergs sem og viðleitni til endurnýjunar í tíðagerð. Þær voru teknar upp í Thc Church Book, 'hina fyrstu ensku oálmabók fró 1868. Ennfremur varð þessi skipan grundvöllur að vlíðtækari tíðagerðaendurnýjun, sem kom fram í The Conimon Service frá 1888. Þessi endurnýjun, sem grund- vallaðist á „hinum ihreinu lúthersku tíðagerðum frá 16. öld“, varð mikilvægt skref til samræmdra helgisiða. Síðar rann Common Service, nieð ]>ro])rium*) fyrir allt kirkjuárið, saman við The Common Servicc Book (1917), sálmnbók, er tengdi hinar gömlu lút'hersku kirkjur i austurríkjunum. Sameining hinna lútJhersku kirkna í austurríkjunum ásamthinni íslenzku kallaðist The United Luthcran Church in America (ULCA). Samfara þessari þróun í austurrí'kjunum varð mikill innflutningur fólks frá 'Skandinavíu og Þýzkalandi. Þessir innflytjendur stofnuðu sina eigin söfnuði, héldu guðsþjónustu á móðurmóli sínu og notuðu sálma'bækur þjóða sinna ásamt helgisiðum. En vandamál komu upp, þar sem nauðsynlegt reyndist að nota ensku við guðsþjónustu. Menn reyndu að þýða hinar þjóðlegu belgisiðareglur, oftast með lélegum árangri. Utgáfa af Tlie Common Service Book varð þannig mjög mi'kilvæg, þar sem hún kom út um þær mundir, er menn sáu, að nauðsynlegt Var að hafa tíðagerð á ensku, er bæði styddist við hefð og gott málfar. Á fyrstu 30 árum þessarar aldar gáfu nær allar lútherskar kirkjur * Proprium, þ. e. þeir liðir messunnar, sem liafa sérstakan texta fyrir hvern sunnudag, |>. e. Introitus, Gradúale, Hallelúja (eða Tractus), Offertorium og Gommunio. — Ordinarium-liðirnir — Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei (Gloria in exeleis er þó ekki sungin á aðventu og föstutímanum) — hafa sama texta fyrir allt kirkjuárið. (Aths. ritn.). ORGANISTABLAÐIÐ 33

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.