Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 16
liin lunf'a bið guðshússins. AS lokum er svo komið, að vandamál í sambandi við innanhúss- arkitektúr kirknanna eru að verða stóralvarleg, og ekki nema að vonum. Það er í rauninni sorglegt, að haldið skuli vera áfram að hyggja kirkjur og innrétta 'þær fyrir guðsþjónustur, sem orðnar eru úreltar. Þegar hið lútherska safnaðarlíf mótaðizt, voru fullbúnar kirkjur fyrir liendi, eins og menn vita, og fleiri en þörf var á. Þessar kirkjur tóku menn í notkun, eftir að hafa gert allra nauðsynlegustu breytingar. Messufórnarhátíðin (mássoffersfirningen) var leyst af 'hólmi með altariegöngu safnaðarins og fræðandi predikun. Bæði lega altarins og predikunarstólsins ákvarðast af þörfum miðalda. Lúther vissi fullvel, að innréttingin var ónolhæf; presturinn átti 'helzt að geta staðið augliti til auglits við söfnuðinn á meðan á altarisgöng- unni stóð. En á þeim tímum voru ýmsir aðrir mikilvægir hlutir, sem gera þurfti, og þetta fékk að bíða. Og enn bíður hin lútherska kirkja og verður vitni að því, hvernig sjálf rómverska kirkjan leggur niður miðaldafyrirkomulagið. Málin standa )>annig nú, að hin venjulega kirkjuinnrétting okkar kemur ja'fnvel í veg fyrir, að uunt sé að framkvæma hefðbundna helgisiði. Messan yrði í sjálfu sér eðlilegri og haganlegri, ef frjálsræði og hreyfanleika við helgisiðina væri ekki svo þröngur stakkur skorinn af stirnuðu fyrirkomulagi kirkju- skips og kórs. Kirkjutónlistin á krossgöturn. Það er einnig álit manna, að kirkjutónlistin standi á vegamótum í dag. Hætta er á, að kirkjutónlistin einangrist, ef gregoríönsk ein- kenni og 'barokktónlist ráða þar áfram ríkjum. Þessu má andmæla og segja, að nú sé einnig samin mjög nýtískuleg og framúrstefnu- leg kirkjutónlist. En bún er ákaflega einangruð, samin til þess að sérfræðingar fái notið hennar -— of framar má tala um nautn — og hún hefur því mjiig takmarkað notagildi fyrir guðslþjónustur. Gamla, lút'herslka kirkjuvlísan var óhindrað sungin i kirkjunum við vinsæl lög úr hversdagslífinu. Við höfum dæmt mjög hart hið horfna, róm- antíska tímabil fyrir að umbreyta hefðbundinni helgisiðamúsik til samræmis við tónlistarskilning samtimans. En það var nauðsyn- synlegt, svo að þau yrðu nothæf við ríkjandi aðstæður. Nú leitar popmúsikin inn í kirkjurnar. Við rýmum allra náðarsamlegast fyrir henni, en aðeins í sérstökum tilvikum. Nýjar, endurskoðaðar sálma- 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.