Organistablaðið - 01.07.1971, Qupperneq 24

Organistablaðið - 01.07.1971, Qupperneq 24
hámessunnar. Þannig eru t. d. lestrar- og bænaguSs’þjónustur til fermingarundirbúnings áframhald af orðhluta hámessunnar. Og þeg- ar um er að ræða fyrirkomulag, þar sem menn einbeila sér að einu atriði, má nefni fyrirbæn, altarissakramentið, skriftir, skírn, trúboð o. s. frv. Iivað er söfnuðurinn? Aukinn sveigjanleiki í guðsþjónustunni verður að vera samfara tilsvarandi sveigjanleika í skoðunum á söfnuðinum, hvað liann er. Vér getum ekki numið staðar við þá ríkjandi skoðun, að söfnuðurinn takmarkist við ákveðið svæði, hafi föst sóknarmörk, þar sem 10, 20 eða 30 þúsund manns eiga íheima. Cuðsþjónustan í kirkju morgundagsins verður einnig að læra að viðurkenna og meta Iiinar litlu safnaðarsamkomur. Og í raun réttri er núverandi „safnaðarsam- koma“ í hámessunni aðeins slík brot-samkoma. 'En einnig 1 i'tlu hóp- arnir, þar sem ekki koma fleiri saman en tveir eða iþrír, eiga fyrirheit Jesú um návist ha-ns, er menn safnast saman í hans nafni (Matt. 18, 28). Sumar þessar guðsþjónustur munu einnig eiga sér stað í alger- lega nýjum og frjálsari formum, sbr. t. d. hinar nýju sænsku tillög- ur um fyrirkomulag altarisgöngunnar fyrir litla hópa. Guðsþjónuslur urn úlcveðið efni. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í nokkur ár, bæði í minni og stærri hópum, ekki sízt með' guðsþjónustur um ákveðin efni (tema- guðsþjónustur). Þar er vikið að sama efni í flestum eða öllum þátl- um guðsþjónustunnar. Varjiað er Ijósi á efnið í ibænum, sálmum og ritningarlestri og að sjálfsögðu einkum í predi'kuninni. Reyndin hefur orðið sú, að þessi e'fni eru tekin úr Biblíunni, úr heimi guðfræðinnar eða úr mannlegu lífi, eins og t.d. efnið: „llannsóknir og ráðsmennska“, eða: „Friður og réttlæti“. Tilhneiging til slíkrar hámessu um ákveðin atriði hefur búið undir um aldir í lúthersku guðsþjónustulífi, ekki sízt í Danmörku og Noregi. En þetta guðsþjónustusnið hefur verið mjög á dagiskrá á sjöunda tug aldarinnar og með öðrum liætti. Veiga- mestu bækurnar, sem komið hafa út fram að þessu um þetta efni, með efnivið og dæmum, eru „Fantasie fiir Gott“ (1965) og „Werk- buch Gottsdienst“ (1967). I þessum bó'kum og öðrum er að finna ný grundvallarviðhorf: Víkjum frá sniði hátnessunnar með föstum liðum og meginatriðum í kirkjuári, lesköflum, hefðbundnnm tákn- 24 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.