Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 21
víð’svegar um heim, og þetta 'liefur verið gert að tillögu á nokkrum stöðum. Fyrirbœnarþjónustan, það sem vér venjulega köllum „kirkjubænina“, thefur yfirleitt verið meðal þeirra liða hámessu vorrar, sem hefur verið hvað minnst lífi og virkni gæddur. Og það hlýtur sennilega að verða þannig, þegar allar þessar kirkju'bænir eru dagbundnar og verða því ávallt að liafa almennt orðalag. En fyrirbæn, sem er í sannleika lifandi, er alltaf bundin við ákveðið efni og tfmabær, þ. e. a. s. orðalagið er aldrei alveg fyrirfram mótað, heldur verður að vera nokkurt frelsi til breytts orðalags miðað við tíma, stað og aðstæður. Það ætti að athuga það grandgæfilega, að því er framtíðina varðar, livort fyrirbænar- þjónustan, kirkjubænin, ætti ekki bæði að vera með föstu orðalagi og veita jafnframt nokkurt svigrúm til frjálsra bæna innan ákveðins ramma. Innan þessara marka skyldi síðan textinn, sem um er að ræða, tekinn til meðferðar í helgisiðum og af starfshópi í söfnuðinum. Ilinir óbundnu þættir fyrirbænarinnar ættu ekki að taka breytingum livern sunnudag, heldur eftir því, sem þörf og tilefni segja til. Altarisgangan. Til þessa hafa kirkjurnar á Vesturlöndum og Norðurlöndum cink- um sótt hvatningu og fyrirmynd í messusöng Vesturkirkjunnar í forniild og á miðöldum. RómverskJkaþólska kirkjan hefur sjálf, á sjounda lug þessarar aldar, einnig tekið þætti úr hefð austrænu rétt- trunaðarkirkjunnar. Er þar m. a. átt við vissa þætti altarisgöngunnar, þar sem hún hefur tekið upp tvær kvöldmáltíðarbænir af þeirri gerð. Auk þess hafa ]>eir einnig tekið með elztu, óskertu kvöldmáltíðar- fcænina, sem varðveitzt hefur í kristinni kirkju. Rómverski jtrestur- lnn Hoppolyt skráði hana kringum árið 200. I fransk-lútherskri Sjórðabók frá árinu 1953 má sjá, að hún er ein þeirra bæna, sem Uota má við altarissakramentið. Bæri norrænu kirkjunum ekki að íl'uga, hvort þær ættu ekki að taka upp þessa bæn, í lítið eitt endur- skoðaðri mynd? Orðalag bænarinnar er tiltölulega stutt og einfalt, °g söfnuðinum ætti ekki að reynast erfitt að læra hana, þar sem °kk; eru j Eenj,; neinir liðir, sem breytast eftir helgidögum. ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.