Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 42

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 42
Kirkjutónleikar í Reykjavík. Það má segja að töluverð gróska hafi verið í tónleikahaldi á vegum organista Reykjavikurprófastsdæmis á fyrra helmingi þessa árs. Frá áramót- um hafa 6 af 10 organistum prófasts- dæmisins staðið að níu hljómleikum, sem sumir hverjir hafa verið endur- teknir. Þessi gróska hlýtur að verða hvatning til okkar allra, sem að þess- um mólum störfum, til að efla þennan þátt tónlistarinnar í landinu sem mest og gera auknar kröfur um gæði, hæði í efnisvali og flutningi. Dómkirkjan: Ragnar Rjörnsson hélt orgeltónleika 19. marz og flutti Das Orgelhiichlein eftir J. S. Bach. Á föstudaginn langa flutti Dómkór- inn ásamt einsöngvurunum Vilborgu Árnadóttur, Borghildi Thors, Árna Sighvatssyni og Jóni Kjartanssyni passíu Atla H. Sveinssonar, sem var frumflutt fyrir ári síðan. Að þessu sinni var passían flutt í styttri mynd. Nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavik lósu sálmana undir leiðsögn Baldvins Halldórssonar. 1. mai héldu kórskóli Dómkirkjunn- ar og Dómkórinn sameiginlega tón- leika í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Þar söng Dómkórinn lög úr fyrrnefndri passíu og einnig lög eftir Anton Heiller, en sameiginlega fluttu kórarnir þjóð- lög í útsetningu Sigfúsar Einarssonar • og 2 motettur eftir Ingegneri og Schiitz, fyrir kór acapella og 3 ein- söngvara. Tónleikar þessir voru endurteknir í Skálholti 2. maí. Stjórnandi kórhljóm- leikanna beggja var Dómorganistinn Ragnar Björnsson. Ilallgrímskirkja: Afmælistónleikar kirkjukórs Hallgrímskirkju voru haldn- ir 3. júní, en kórinn er 30 ára um þessar mundir. Á þessum tónleikum flutti kórinn ósamt Sólveigu M. Björ- ling, Baldri Pólmasyni, Rut Ingólfs- dóttur og Gústaf Jóhannessyni tónlist eftir S. Kaldalóns, S.K. Hall, Wikander, Nordkvist og Runbáck, ttndir stjórn organista kirkjunnar Páls Halldórs- sonar. f samsæti að tónleikum loknum kom það fram að þetta var 19 sam- söngur kórsins á 20 árum. Það er full óstæða til að færa kórnum ham- ingjuóskir af þessu tilefni, en ég hygg að þetta sé einsdæmi í sögu íslenzkra kirkjukóra hingað til. Langholtskirkja: Kór Langholts- kirkju, harnakór Árhæjarskóla ásamt einsöngvurunum Elísabetu Erlingsdótt- ur og Ólöfu Harðardóttur, héldu tón- leika i Langholtskirkju 8. maí. Tón- leikarnir voru endurteknir daginn eftir í Háteigskirkju. Nokkrir hljóðfæraleik- arar aðstoðuðu. Stjórnandi var Jón Stefánsson, organisti kirkjunnar. Á efnisskránni voru eftirfarandi verk: 5 Helgisöngvar í úts. R. A. O. 5 mot- ettur eftir Dietsler, motetta eftir Ka- minsky, messa eftir Haydn og að lok- um Sancta Maria og Ave verum eftir Mozart. Luugarneskirkja: 29. marz voru org- eltónleikar í Laugarneskirkju, en þar lék organisti kirkjunnar Gústaf Jó- hannesson verk eftir Bach, Hindemith, Brahms og Reger. 26. maí voru aftur tónleikar í kirkj- unni, en þar kom kór kirkjunnar fram ásamt einsöngvurunum Guðfinnu D. Ólafsdóttur, Sólveigu M. Björling og Halldóri Vilhelmssyni. Flutt var tón- list eftir Bach, Buxtehude og Reger. 42 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.