Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 43

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 43
Nokkrir hljóðfæraleikarar aðstoðuðu. Stjórnandi var Gústaf Jóhannesson. Föstudaginn 18. júní hélt sænskur kór kirkjutónleika i Laugarneskirkju ásamt organista kirkjunnar. Efnis- skráin var að mestu sænsk Neskirkja: 26. apríl voru haldnir tónleikar i minningu Björgvins Guð- mundssonar, en hann hefði orðið 80 ára ]>ann dag. 70 manna kór sem sam- anstóð af kór Neskirkju, kirkjukór Vtri Njarðvikur ásamt ýmsu áhuga- fólki flutti iþætti úr verki Björgvins „Friður á jörðu“. Einsöngvarar voru: Sigurveig Hjaltested, Guðrún Tómas- dóttir, Álíheiður Guðmundsdóttir og Hjálmtýr Hjálmtýsson. Hljóðfæra- leikarar voru Carl Billich, Páll HaB- dórsson og Gróa Hreinsdóttir, en stjórn- andi Jón Isleifsson. Tónleikarnir voru endurteknir 29.4 að Stapa, 9.5 á Hvols- veBi og 5.—6. júní á Egilsstöðum og Akureyri, af því tilefni að kirkjukóra- -samihand Islands er 20 ára um þessar mundir. Afmælisins verður betur getið síðar og þá einnig afmæBs organista- félagsins, sem varð 20 ára 17. júní s.l. liáteigskirkja: Tónleikar voru í Há- teigskirkju 13. júní, en þeir hófust með þvi að organisti kirkjunnar Martin Hunger lék á orgel verk eftir Pachel- bel: Aria Quarta. Næsta verk á efnis- skránni var kantata nr. 51 eftir J. S. Bach: „Jauchzet Gott in allen Landen". Einsöngvari i þvi verki var Snæhjörg Snæbjarnardóttir. Síðasta verkið á efnisskránni var messa í D-dúr eftir Mozart, sem kór kirkjunnar ásamt ýmsu góðu aðstoðarfólki flutti. Ein- söngvarar voru Guðrún Hulda Guð- ttundsdóttir, Margrét Hólmgeirsdóttir, Höskuldur Jónsson og Sverrir Kjart- ansson. Hljóðfæral. úr Sinfóniuhlj. léku með. Stjórnandi var Martin Hunger. A jmœlistónleikar Kirkjukórasambands Islands voru í Háteigskirkju 19. júní. Þar komu fram Afmæliskór K.S.I. undir stjórn Jóns ísleifssonar, kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stef- ánssonar, kór HaBgrímskirkju undir stjórn Páls HaBdórssonar og kórskóli Dómkirkjunnar undir stjórn Ragnars Björnssonar. Meðal einsöngvara voru Ólöf Harðardóttir, Sólveig M. Björling og HaBdór Vilhelmsson. Söngmálastjóri flutti ávarp og heillaóskir. Gústaj Jóhannesson. Úr bæ og byggð. Frá Fáskruösjir'öi Tónlistarfélag Fáskrúðsfjarðar gekkst fyrir jólatónleikum eins og gert hef- ur verið undanfarin þrjú ár, eða síðan Steingrímur Sigfússon tók þar til starfa sem organisti og skólastjóri tónbstarskóla. Voru þetta tvennir tón- leikar, þeir fyrri 3. janúar. Söng þar samkór Fáskrúðsfjarðar m. a. lög úr 22 Helgisöngvum hljómsettum af dr. Róhert A. Ottósyni, 3 lög eftir Beet- hoven, 3 lög raddsett af söngstjóranum Steingrimi Sigfússyni, en hæst bar á tónleikum þessum 4 kóralútsetningar eftir J. S. Bach: Fyrsta lagið Gleð þig Guðssonar brúð, hófst með því að Steingrímur lék á orgelið Wo soll ich fliehen hin — en þar Bggur áðurnefnt lag i pedalröddinni og er meðal fal- legustu kóralforspila Bachs frá hans yngri árum. Hin lögin voru: Sjá morg- unstjarnan blikar bBð, Það verði aBt sem vill minn Guð og að síðustu Jesus bleibet meine Freude úr samnefndri ORGANISTABLAÐIÐ 45

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.