Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 14
Wolfgang Amadeus Mozart og Vínarklassiskur orgelstill - Fyrri hluti - Mynd 1. Dœmi um Suðurþýsk orgel. Slóra orgelið í Zwettl, Stiftskirche. Orgelið er byggt af Johanni Ignaz Egedacher, 1731. Rétt er að geta þess, að W. A.Mozart hefur samið mjög lítið fyrir orgel og frægustu „orgelverk“ hans eru ekki ætluð mannlegum organleikara, heldur véldrifnu orgeli í klukku; t.d. flautuklukku. Þó er sagt, að Mozart hafi kallað orgelið „Drottningu hljóðfærana" og vitað er, að Mozart var aflrurðar snillingur í að leika af fingrum fram á orgel. Af þeim fáu orgelverkum hans, sem eru virkilega ætluð orgelinu, er samt erfitt að gera sér grein fyrir, hvernig Mozart lék á orgel, en þau, ásamt ofangreindum verkum fyrir flautuklukku, gefa býsna skýra mynd af því, hvernig almennt var leikið á orgel í þá daga, sérstaklega þegar jafnframt er litið á nokkur orgelverk samtímamanna hans. 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.