SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 2
2 29. nóvember 2009
4 Vikuspeglar
Fárviðri í loftslagsfræðum, Þyrnir í auga mafíunnar í Napólí og
Markmiðið var að gleðja fólkið
14 Heimur dansarans
Ljósmyndari skyggnist á bak við tjöldin hjá Íslenska dansflokknum.
26 Dívan Diddú
Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við eina ástsælustu söngkonu
þjóðarinnar.
32 Ástarjátning í bók
Bubbi tjáir Nessvæðinu ást sína í nýútkominni
bók sinni, Áin.
34 Draumur um fjöll
„Þetta er allt í senn, útivist, hreyfing og félags-
skapur,“ segir Karl Gústaf Gústafsson í göngu-
klúbbnum Toppförum.
40 Framandi eldhús
Matreiðslumeistarinn Deepak Panday hefur
opnað Eldhús á Laugavegi, veitingastað með
indverskum og nepölskum réttum.
43 Þar sem menn góna á geitur
Kvikmyndaumfjöllun Sunnudagsmoggans.
Lesbók
48 Myndi vilja vera trúaður
Bergþóra Jónsdóttir ræðir við Ísak Harðarson ljóðskáld um
undursamlegt myrkrið, trú og stjörnur.
52 Vinur aftansólar sértu
Baldur Hafstað rýnir í laust mál eftir Stephan G. í nýrri bók.
54 Einn af hátindunum
Lofsamleg umsögn um nýja ljóðabók Matthíasar Johannessen.
12
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Mugison og Björgvini Gíslasyni.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Ingveldur Geirsdóttir,
Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
Augnablikið
A
ugnablik á gangstétt fyrir utan lítið kaffi-
hús. Þar má fylgjast með fjórum rosknum
mönnum í hrókasamræðum. En þar sem
þetta er bíómynd, þá eru væntingarnar
engar um að fá að leggja orð í belg. Áhorfendur á
kvikmyndum Woodys Allens koma til að þegja og
njóta samræðnanna.
Ekkert heyrist í salnum nema skrjáf í poppkorni.
„Það er gaman að sjá Woody Allen aftur í New
York,“ segir útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson og
klofar áfram yfir bífurnar í sætaröðinni.
En skrjáfið þagnar á augabragði þegar Boris
Yellnikoff, leikinn af Larry Edgar, fer að leiðast þóf-
ið, hann snýr sér til áhorfenda og talar beint til
þeirra. „Af hverju viljið þið heyra sögu mína?“ spyr
hann hálfönugur. „Þekkjumst við? Líkar okkur
hverju við annað?“
Áhorfendur vita að ekkert er þessu til fyrirstöðu.
Engar tæknilegar hindranir sem þarf að yfirstíga. En
yfirleitt er ímyndaður þagnarmúr milli kvikmynda-
persóna og áhorfenda, án þess það sé orðað með
beinum hætti, og ekki ætlast til að persónurnar láti
sem múrinn sé ekki til. Og raunar koma „svikin“
ekki síður flatt upp á aðrar persónur myndarinnar.
„Ég segi ykkur það strax … að ég er ekki náungi
sem vekur vellíðan hjá fólki. Sjarmi hefur aldrei ver-
ið ofarlega á lista hjá mér … Og bara svo þið vitið
það, þá er þetta ekki sú mynd ársins, sem vekur fólki
mesta vellíðan. Ef þið eruð slíkir fábjánar að leita
hingað eftir vellíðan, farið þá heldur í fótanudd.“
Og tónninn er gefinn fyrir drepfyndna gaman-
mynd úr smiðju Allens. Yellnikoff tekst ekki að
drepa sig, þrátt fyrir nokkra viðleitni í þá átt, en er
engu að síður sjúklega hræddur við dauðann og
hleypur æpandi um íbúðina: „Ég er að deyja! Ég er
að deyja!“ Þegar eiginkonan hraðar sér til hans
áhyggjufull, þá segir hann önugur: „Ekki núna! En
það gerist að lokum!“
Segja má að myndin sé óður til þess að njóta lífsins
á meðan við getum, án þess að taka það of hátíðlega.
Þótt það hljómi sem klisja, þá er það allt í lagi, því
eins og Yellnikoff segir: „Hvaða andskotans merk-
ingu hefur þetta? Enga. Núll. Ekkert verður að
neinu.“
Þetta er mynd með boðskap. Ekki er dregin dula
yfir það. Kannski af því að Allen skrifaði handritið á
áttunda áratugnum, þegar boðskapur var enn leyfð-
ur í tilverunni og Lennon söng Imagine. En þá rann
gerð myndarinnar út í sandinn vegna fráfalls Zeros
Mostels, sem ætlað var hlutverk Yellnikoffs. Segja
má að það hafi verið gráglettni örlaganna. Enda
verður Yellnikoff tíðrætt um að við mjökumst stöð-
ugt nær grafarbakkanum.
Og hann mælist til þess að við njótum hverrar
gleðistundar á því ferðalagi.
pebl@mbl.is
Evan Rachel Wood og Larry David í „Whatever Works“. Woody Allen upp á sitt besta.
Þegar boðskapur
var leyfilegur
Laugardagur 5. desember
Björgvin Halldórsson syngur inn jólin í Laugardalshöll. Uppselt er á tón-
leikana um kvöldið en sala er hafin á aukatónleika fyrr um daginn. Jóla-
gestir Björgvins eru í stórskotaliði listamanna en þeir eru Borgardætur,
Diddú, Egill Ólafsson, Helgi Björnsson, Krummi, Laddi, Páll Óskar, Sig-
ríður og Högni úr Hjaltalín, Þú og ég, Raggi Bjarna og Savanna tríóið.
Björgvin og jólagestir
Við mælum með…
Laugardagur 29. nóvember
Mosi kynnir nýja hönnunarlínu sem
samanstendur af peysum fyrir konur úr
íslenskri ull. Vinnustofan er í Þrúð-
vangi að Laufásvegi 7 og er opin frá
klukkan 17-20.
Sunnudagur 30. nóvember
Hundraðasta sýningin á Leitinni að jól-
unum í Þjóðleikhúsinu. Leikhúsgestir, í
fylgd jólaálfa, fá á einstakan hátt að
kynnast þessu fornfræga húsi.
Þorsteinn Vilhjálmsson, ritstjóri Vís-
indavefsins, bregður upp mynd af upp-
finningamönnum í verkum Errós fyrir
fróðleiksfúsa krakka í Listasafni
Reykjavíkur klukkan 15.
Föstudagur 4. desember
Matargæðingamynd Noru Ephron, Ju-
lie and Julia, með Meryl Streep og Amy
Adams í aðalhlutverkum, frumsýnd í
Háskólabíói, Regnboganum og Smára-
bíói.
Allar jólaseríur
og jólaljós
Aðeins um helgina
TAX
FREE!