SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 13
29. nóvember 2009 13
Við köllum
á meiri dýpt
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona
tekur sér frí frá æfingum á
Gerplu í Þjóðleikhúsinu, sem
frumsýnt verður í febrúar, og
tyllir sér með blaðamanni á
kaffihúsi skammt frá æf-
ingastaðnum. Það verður að
nýta tímann vel þegar flakkað
er árhundruð í tíma.
„Verkið er á svolítið við-
kvæmu stigi núna, af því að
það er enn í mótun,“ segir
hún. „Gerpla er ekki einfald-
asta bók að setja á svið og
það hefur aldrei verið gert áð-
ur. Þetta er saga Þormóðs og
Þorgeirs, sem ganga í fóst-
bræðralag; einn er hetja og
hinn er skáld, einn drepur og
hinn yrkir um það, þannig að
þeir þurfa á hvorum öðrum að
halda.
Þetta er háðsádeila Laxness
á víkingatímann. Og við erum í
rauninni aðeins að nýta okkur
þetta háð, en jafnframt að
finna alvöruna, kafa ofan í
hvern kafla fyrir sig og leita að
kjarnanum. Ég leik Þórdísi,
sem Þormóður yfirgefur þegar
hausinn á Þorgeir kemur rúll-
andi. Hann þarf að hefna
vegna fóstbræðralagsins eða
svo ég vitni í bókina: „Því það
sæmir ekki hetjum og skáldum
að búa við hamingju sína.“
– Hvað tekur svo við?
„Hvað tekur við? Er þetta
ekki nóg?“ spyr Ilmur og hlær.
„Ég er skráð í einn áfanga í
Háskólanum og ætla að taka
próf í honum í desember. Ég
byrjaði sem sagt í guðfræði í
fyrra, kláraði eina önn og nú
bætist áfangi við.“
– Af hverju guðfræði?
„Fyrst og fremst forvitni.
Það hefur verið gert svolítið
mikið úr þessu í fjölmiðlum, en
ég fór bara þarna inn af áhuga.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á trúmálum og vildi kynna mér
þau betur, ekki síst kristni. Ég
held það sé hollt að fara út úr
leikhúsinu og finna sér aðra
rás í lífinu. Það er ágætt að
hvíla sig á leiklistinni og þetta
er góður vettvangur til þess
fyrir mig. Svo er þetta fínt b-
plan ef hitt klikkar,“ segir hún
kímin.
– Hvað um sjónvarpsþættina
Ástríði?
„Það er líklegt að við gerum
aðra þáttaröð. Lagt var upp
með að gera rómantíska gam-
anþætti, en spennan jókst eft-
ir því sem á leið og þeir urðu
dramatískari. Og maður spyr
sig hvort Íslendingar séu ekki
orðnir þyrstir í dramatík. Ég
get allavega sagt það fyrir
sjálfa mig og ég gæti trúað að
stílað yrði inn á það í annarri
þáttaröðinni, ef af verður.“
– Ætli Íslendingar séu meira
fyrir dramatík eftir hrun?
„Ég held að við köllum á
meiri dýpt,“ segir hún. „Ef til
vill var ekki rúm fyrir hana í
góðærinu, af því að ef kafað er
ofan í góðærið, þá uppgötvast
að það gengur ekki upp. En
vonandi er svigrúm til þess
núna að fara á dýptina.“
Styrkir til úrbóta á
ferðamannastöðum
Íslensk náttúra er eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferða-
þjónustan í landinu starfi sem mest í anda sjálfbærni. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi
aðgerðir til verndunar íslenskrar náttúru.
Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni
tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtímamarkmið að leiðarljósi. Styrkir
skiptast í tvo meginflokka:
1. STYRKIR TIL SMÆRRI VERKEFNA ER VARÐA ÚRBÆTUR Á FERÐAMANNASTÖÐUM:
Veittir verða styrkir til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur og er hann
ætlaður fyrir efniskostnaði. Ekki er veittur styrkur vegna vinnuframlags. Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja
er tengjast viðkomandi verkefni eftir að framkvæmdum lýkur.
Umsókn skal innihalda:
a) Kostnaðar- og framkvæmdaáætlun
b) Afrit af skipulagi svæðis og/eða skriflegt samþykki viðkomandi yfirvalda vegna verkefnisins
c) Teikningar af mannvirkjum, þar sem það á við, og/eða skriflegt samþykki byggingarfulltrúa
d) Skriflegt samþykki allra landeigenda og húsráðenda
Ekki kemur til greiðslu styrks fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega.
2. STYRKIR TIL UPPBYGGINGAR Á FJÖLSÓTTUM FERÐAMANNASTÖÐUM OG NÝJUM SVÆÐUM:
Veittir verða styrkir til úrbóta í umhverfismálum og uppbyggingar á nýjum svæðum fyrir ferðamenn. Styrkupphæð getur að hámarki orðið
50% af kostnaðaráætlun. Verkefni þar sem skipulag, fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi liggur fyrir njóta áfram forgangs en nú verður
einnig hægt að sækja um styrki fyrir skipulags- eða hönnunarvinnu ásamt undirbúningsrannsóknum. Sérstök áhersla verður lögð á að
styrkja verkefni sem hafa sjálfbærni og langtímamarkmið í umhverfismálum að leiðarljósi. Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir
skipulag og hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki.
Umsókn skal innihalda:
a. Kostnaðar- og framkvæmdaáætlun
b. Afrit af skipulagi svæðis og/eða skriflegt samþykki viðkomandi yfirvalda vegna verkefnisins
c. Teikningar af mannvirkjum, þegar það á við, og/eða skriflegt samþykki byggingarfulltrúa
d. Skriflegt samþykki allra landeigenda og húsráðenda
Vakin er athygli á að styrkþegi stjórnar framkvæmdum sjálfur og er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkjum er tengjast
viðkomandi verkefni eftir að framkvæmdum lýkur. Ekki kemur til greiðslu styrks fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferða-
málastofu og styrkþega.
Hverjir geta sótt um:
Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið
mið af ástandi og álagi á svæði, og mikilvægi aðgerðanna út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Einnig verður tekið tillit til þess hvort við-
komandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum.
Umsóknarfrestur:
Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2010. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.
Meðfylgjandi gögn:
Með öllum umsóknum skal skila inn gögnum er sýna fram á mikilvægi framkvæmdarinnar sem og skriflegu samþykki hlutaðeigandi aðila
s.s. landeigenda, sveitarfélags og umhverfisyfirvalda ef með þarf.
Hvar ber að sækja um:
Umsóknareyðublöð má finna á www.ferdamalastofa.is og á skrifstofu stofnunarinnar að Strandgötu 29, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar
veitir umhverfisstjóri Ferðamálastofu í síma 535-5510 eða á sveinn@icetourist.is.
Ferðamálastofa starfar samkvæmt lögum nr. 73/2005 um skipulag ferðamála. Helstu verkefni stofnunarinnar eru einkum:
1. Útgáfa leyfa, skráning á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. 2. Þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferða-
þjónustu, þ.e. framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræming umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundin þróun
og alþjóðlegt samstarf. 3. Markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu, í samræmi við ákvörðun ráðherra hverju sinni.
Geirsgata 9 I 101 Reykjavík I Sími 535-5510 I upplysingar@icetourist.is I www.icetourist.is
Strandgata 29 I 600 Akureyri I Sími 464 9990 I upplysingar@icetourist.is I www.icetourist.is
www.ferdamalastofa.is