SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 20

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 20
20 29. nóvember 2009 koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Og ég sé enga aðra leið en þá að galopna þjóðfélagið. Það er engin önnur leið. Við erum komin í ógöngur með þetta fámenna samfélag sem byggist á frændsemi, kunningsskap, vináttu- tengslum og öllu þessu sem við þekkjum. Við verðum að finna leið út úr þessu og eitt af því sem mér finnst gagn- rýnisvert í fari núverandi ríkisstjórnar er að hún hefur enga tilraun gert til að finna leið út. Hinir pólitískt kjörnu forustumenn þjóðarinnar hafa enga tilraun gert til þess að vísa þjóðinni veginn fram eftir 21. öldinni út úr þessum vandræðum sem við erum komin í. Þegar ég horfi á þetta með þá þekkingu, sem ég bý yfir á íslensku samfélagi eftir starf mitt á Morgunblaðinu í fjóra áratugi, er mín nið- urstaða einfaldlega þessi. Ég set þessar hugmyndir fram að fenginni þeirri reynslu sem ég hef af því að hafa verið hluti af þessu valdakerfi um skeið.“ – Á einum stað í bókinni lýsir þú fundi þar sem þú situr með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og segir við hann eitt- hvað á þá leið að það sé undarlegt að þú sért farinn að tala eins og ritstjóri Þjóðviljans og hann eins og talsmaður stórkapítalista. Segja má að umpólun hafi átt sér staði í ís- lenskri pólitík þar sem vinstriarmurinn var farinn að verja gildi, sem hægri armurinn hefði verið líklegur til að styðja og í þessu öllu saman má segja að þeir, sem minnst máttu sín í samfélaginu, hafi orðið út undan. Hvað gerðist? „Ég reyni að rekja í bókinni hvernig þetta byrjar og niðurstaða mín er sú að upphafið sé í kvótakerfinu og þá sérstaklega með hinu frjálsa framsali kvótans, sem er samþykkt á Alþingi árið 1990. Allir líta svo á að það sé samasemmerki á milli Sjálfstæðisflokksins og kvótakerf- isins, en staðreyndin er sú að vinstristjórn beitti sér fyrir því að gefa framsal kvótans frjálst. Þetta frjálsa framsal kvótans skapar hér fyrstu milljarðamæringana og í því felst alveg gríðarleg tilfærsla eigna í íslensku samfélagi sem ég tel vera upphafið að þeirri þróun sem leiddi til þessara óskaplegu atburða hér haustið 2008. Fyrir tíu árum eða svo hefst einkavæðing bankanna með sölu á hlut ríkisins í Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Þá kemur fram ákveðin stefnumörkun af hálfu þáverandi ríkisstjórnar og þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. Í Morgunblaðinu í ágúst 1998 að mig minnir lýsir hann þeirri skoðun að það eigi að stefna að dreifðri eignaraðild að bankakerfinu og enginn eigi að eiga meira en 3-5% hlut í banka. Það sé nægilega stór hlutur fyrir svokallaða kjölfestufjárfesta. Nokkrum mánuðum seinna er þessi stefnumörkun löglega kjörinnar ríkisstjórnar brotin niður með afli peninganna. Það sem hefur komið mér mest á óvart á síðastliðnum tíu árum og valdið mér mestum vonbrigðum er að í stað þess að vinstriflokkarnir kæmu fram og stæðu með þeim, sem töldu að það ætti að verða um dreifða eignaraðild að ræða, komu talsmenn þeirra þvert á móti og sögðu að það væri þýðingarlaust að setja lög um dreifða eignaraðild að bönkunum. Þeir færðu ákveðin rök fyrir því, meðal annars að ef það yrði gert fengi almenningur minna fyrir sinn hlut í ríkisbönkunum en ella. Þessi þróun heldur áfram. Vinstriflokkarnir ýta frekar undir þessa þróun í viðskiptalífinu þegar verða til þessi stóru fyrirtæki, sem ná miklum áhrifum og völdum í krafti peninganna. Ég er að vísa til þess í þessu samtali við forsetann sumarið 2004 eftir mikil átök á milli hans og Morgunblaðsins fyrr um sumarið. Mér fannst við hér á Morgunblaðinu vera að berjast gegn þessari þróun. Við fengum enga áheyrn og alls ekki hjá þeim stjórn- málaflokkum, sem ég hafði haldið að mundu hafa skilning á mikilvægi þess að halda stóru fyrirtækjunum í ein- hverjum böndum. Þess vegna leyfði ég mér að orða þetta svona.“ – Þú talar um afl peninganna. Ekkert bólar á regluverki eða ramma til að koma í veg fyrir að fjármálalífið fari aftur úr böndunum? Hversu mikilvægt er að þetta gerist áður en nýjar blokkir myndist eða þær gömlu komi sér fyrir á ný? Einkavæðing bankanna hafin að nýju „Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað við erum í raun og veru einangrað samfélag hér norður í Atlantshafi vegna þess að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum þessa síð- ustu tólf mánuði hafa verið miklar umræður um nauðsyn þess að setja nýja löggjöf og nýtt regluverk í kringum starfsemi banka og fjármálafyrirtækja. Hér hafa nánast engar umræður verið um þetta í heilt ár þó að hrun bank- anna sé kjarninn í öllum okkar vandamálum. Þetta er óskiljanlegt. Nú er það að gerast hér að verið er að einka- væða tvo ríkisbanka af þremur og ég leyfi mér að segja í þessari bók að verið sé að gera það um bakdyrnar. Það er gert með því að afhenda þá erlendum lánar- drottnum. Í því felst ákveðin tegund af einkavæðingu. Þessi einkavæðing er framkvæmd af vinstristjórn, fyrstu raunverulegu, ómenguðu vinstristjórninni á Íslandi, án þess að sett hafi verið nokkur löggjöf í kringum þessa banka til að koma í veg fyrir að það sem gerðist endurtaki sig. Þetta er gersamlega óskiljanlegt. Ég get skilið að kannski þurfi af fjárhagsástæðum að afhenda erlendum lánardrottnum tvo af þessum þremur bönkum en ég skil ekki hvers vegna núverandi ríkisstjórn hefur ekki gert neinar ráðstafanir samhliða til þess að setja nýja löggjöf um bankakerfið, þótt ekki væri nema til að tryggja að ekki væri lengur hægt að reka viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi saman undir einum hatti. Margir telja að það sé ein af ástæðunum fyrir þeim vandamálum, sem hafa komið upp í bankaheiminum á alþjóðavísu. Þetta er ekki einu sinni gert hér. Að vísu flutti Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, ræðu á fundi Samfylking- arinnar síðastliðinn laugardag þar sem hann boðaði lög- gjöf fyrir vorið og það er út af fyrir sig ástæða til að fagna því að þó skuli vera komin hreyfing á málið. En það er al- gerlega ófært að einkavæða þessa banka upp á nýtt tólf mánuðum eftir hrunið án þess að hafa sett löggjöf, sem snertir bæði þessa spurningu með viðskiptabanka og fjár- festingarbanka, löggjöf, sem setur miklu strangari reglur um það hverjir megi eiga banka, og hvað eigendur banka megi gera að öðru leyti í atvinnulífinu, hvort þeir megi eiga hluti í öðrum fyrirtækjum – þeir eða bankarnir – eða hvort þeir megi kannski ekki eiga hluti í öðrum fyr- irtækjum til þess að koma í veg fyrir það að sami leikurinn verði endurtekinn. Ég skil ekki hvernig stendur á því að hvorki rík- isstjórnin né Alþingi hafa hreyft þessu máli á nokkurn hátt. Það hafa engar umræður farið fram um þennan þátt málsins á Alþingi og auðvitað er það á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar að hafa frumkvæði að þeim viðræðum, en staðreyndin er sú að stjórnarandstaðan hefur heldur ekki tekið þetta upp.“ – Uppgjörið við fortíðina er hafið en þó skortir á að sú umræða fari fram fyrir opnum tjöldum eins og þú bendir á í sambandi við lokaðar yfirheyrslur hjá rannsókn- arnefnd Alþingis. Erum við að missa af tækifæri með því að gera hlutina með þessum hætti? „Ég er ekki í nokkrum vafa um að við höfum misst af tækifæri á síðustu tólf mánuðum. Það var rangt að rann- sóknarnefndin hafi starfað fyrir luktum dyrum. Hún átti að starfa fyrir opnum tjöldum vegna þess að það hefði hreinsað út svo mikið af þeirri tortryggni og grunsemdum sem hafa búið um sig í öllu samfélaginu. Slík opin rann- sókn hefði komið í veg fyrir að fjölmiðlar gætu rótast um í skjóli þessarar leyndar, stundum með réttar fréttir, oft með rangar fréttir. Ég held að við höfum misst af mjög mikilvægu tækifæri til þess að opna samfélagið allt.“ Megum ekki láta þessa atburði gleymast Styrmir segir einnig að hrunið eigi sömuleiðis að vera hluti af kennsluefni í skólum um langa framtíð. „Við megum ekki láta það gerast að þessir atburðir gleymist og þeir endurtaki sig eftir tuttugu ár vegna þess að það er komin ný kynslóð, sem man ekki hvað gerðist.“ – Þú nefnir bókina Umsátrið. Af hverju velur þú þenn- an titil? „Vegna þess að þegar ég hafði fengið nægilega góða yf- irsýn yfir þessa þróun mála á árinu 2008 upplifði ég það þannig að þessi þjóð hefði verið umsetin án þess að vita af því nema tiltölulega fámennur hópur og það sem fyrir okkur kom hafi raunverulega verið eins konar umsáturs- ástand. Seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands, Hollands, Evrópu, Lúxemborgar og Norðurlandanna hafi tekið höndum saman um að loka okkur inni og á sama tíma hafi breska fjármálaeftirlitið hafið tangarsókn á Landsbank- ann til að stoppa hann af í sambandi við innlánasöfnun á Bretlandi. Með þessum hætti vorum við rekin í fangið á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þegar þangað er komið sitja þessar sömu þjóðir – ekki bara Bretar og Hollendingar með stuðningi Frakka heldur líka með stuðningi Norð- urlandaþjóðanna eins og kemur þarna fram þar sem þær eiga sænskan fulltrúa í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stendur með þeim í þessu – og segja við okkur: Þið fáið ekki aðstoð nema þið skrifið undir Icesave. Þetta upplifi ég þannig að setið hafi verið um okkur og við verið kúguð til þess að skrifa undir og þess vegna fékk bókin þetta nafn.“ – Hvernig á þjóð í Norður-Atlantshafi að bregðast við í þessum aðstæðum? „Ég held að hún eigi að horfast í augu við veruleikann og gera sér grein fyrir að hún skiptir engu máli í samfélagi þjóðanna. Við erum ekki nema 300 þúsund manns hér uppi á Íslandi og við eigum bara að reyna að byggja hér upp farsælt og gott samfélag, en reyna ekki að vera eitt- hvað annað en við erum. Hætta þessum leikaraskap, að halda að við höfum einhverju hlutverki að gegna á al- þjóðavettvangi, hætta þessum hégómaskap í sambandi við samskipti við aðrar þjóðir, að vera með þjóðhöfð- ingja, sem ferðast um allan heim af því að hann telur sig hafa einhverju hlutverki að gegna þar. Við eigum bara að sníða okkur stakk eftir vexti, lifa hér því góða lífi, sem hægt er að lifa í þessu fallega landi, nýta auðlindir okkar og byggja á þeim, en hætta að gera okkur einhverjar hug- myndir um að við séum eitthvað annað en við erum. Við erum fámenn þjóð, sem lifir á fiski hér í Norður- Atlantshafi. Það er gott hlutskipti og við eigum að vera sátt við það.“ Morgunblaðið/RAX Það var rangt að rannsókn- arnefndin starfaði fyrir luktum dyrum. Hún átti að starfa fyrir opnum tjöldum vegna þess að það hefði hreinsað út svo mikið af þeirri tortryggni og grunsemdum sem hafa búið um sig í öllu samfélaginu. Ríkisstj́órnin fékk ólíkar upp- lýsingar úr ólík- um áttum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.