SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 27
29. nóvember 2009 27 GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 Ein gjöf sem hentar öllum Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans. N B Ih f. (L an d sb an ki nn ), kt .4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M /S ÍA /N M 39 89 1 hef átt farsælan feril. Maður á aldrei að þóknast öðrum heldur hlusta á hjarta sitt. Ég treysti mjög á innsæið og finn oftast á mér hvort ég á að taka að mér hlutina eða ekki. Maður verður að vera hreinskilinn við sjálfan sig og þekkja takmörk sín. Ég hef verið mjög sjálfsgagnrýnin. Þetta starf er enginn dans á rósum og maður er sífellt að stinga sig á þyrnum.“ Ertu metnaðargjörn? „Ég reyni alltaf að gera eins vel og ég get. Að því leyti er ég metnaðargjörn. En ég er ekki metn- aðargjörn á þann hátt að ég ryðji öðrum úr vegi til að ná mínu fram. Ég tek ekki að mér verkefni nema ég viti að ég geti skilað þeim vel. Ef ég tel að einhver geti gert betur en ég bendi ég á viðkom- andi og reyni ég að greiða götu hans.“ Hvað ætlarðu að syngja lengi opinberlega? „Ætli ég fari ekki syngjandi upp til himna.“ Sumir eru gapandi hlessa á því að ég á hvorki upp- þvottavél né ör- bylgjuofn. Ég vaska upp mína diska og mitt leirtau og elda matinn frá grunni. Vinir mínir eru sumir pirraðir vegna þess að ég svara þeim ekki á Facebook. Ég er ekki á Facebook. Ég kemst alveg af í lífinu án þess. Ég er í síma- skránni og það hefur dugað. það skiptir mestu máli og er reyndar guðsgjöf. Annars er þetta nokkuð sem ég hef ekki sér- staklega mikinn áhuga á að tala um.“ Ertu mikil bjartsýnismanneskja? „Ég er bjartsýn, gamaldags og jarðbundin. Það er mín gæfa að vera svona gamaldags því ég stend nokkuð keik uppi þrátt fyrir alla þessa skruðninga og brambolt í kringum okkur. Sennilega er ég bara ágætis fyrirmynd. Ég trúi á gömlu góðu gild- in. Við eigum að vera sátt og þakklát fyrir það sem við höfum. Eina lánið sem ég hef tekið um ævina er námslán. Við hjónin byggðum húsið okkar eftir efnum og aðstæðum. Þannig höfum við lifað. Ég tileinka mér þetta viðhorf frá foreldrum mínum sem ólu upp allan þennan krakkaskara og eign- uðust ekki hluti nema eiga fyrir þeim. Sumir eru gapandi hlessa á því að ég á hvorki uppþvottavél né örbylgjuofn. Ég vaska upp mína diska og mitt leirtau og elda matinn frá grunni. Vinir mínir eru sumir pirraðir vegna þess að ég svara þeim ekki á Facebook. Ég er ekki á Face- book. Ég kemst alveg af í lífinu án þess. Ég er í símaskránni og það hefur dugað. Ég á fullt af vin- um og er í góðu sambandi við mitt fólk. Ég kann enn að skrifa bréf. Eitt árið hafði ég ekki tíma til að skrifa jólakort og þá fannst mér ég vera komin út á hálan ís. Ég fékk svo mikið samviskubit að ég ákvað að skrifa jólakortin framvegis.“ Þú hefur átt ákaflega farsælan feril og þjóðinni þykir vænt um þig. Þú hlýtur að finna þessa væntumþykju. „Ég er búin að starfa sem atvinnusöngkona í rúm þrjátíu ár. Ég er svoddan kameljón, get farið í hvaða kvikinda líki sem er og er fljót að tileinka mér hlutina. Ég vel og hafna mjög grimmt og sennilega er það ein meginástæðan fyrir því að ég Morgunblaðið/Kristinn Ég vel og hafna mjög grimmt og sennilega er það ein meg- inástæðan fyrir því að ég hef átt farsælan feril. Maður á aldrei að þóknast öðrum heldur hlusta á hjarta sitt. Diddú Ég held að mér hafi verið ætlað það hlutverk að syngja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.