SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Side 30

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Side 30
30 29. nóvember 2009 Á standið í þingsölum er athyglisvert núna. Það sem er að gerast þar er í senn kunnuglegt og framandi. Það sem er kunnuglegt er að sjá stjórnarand- stöðuþingmenn tala um mikilvægt mál fyrir tóm- um sal. Það hefur því miður oft sést í þingsölum áður. Það sem er framandi er að verið er að fjalla um lagafrumvarp, sem var afgreitt fyrir fáeinum mánuðum, og ríkisstjórnin fagnaði sérstaklega að samþykkt var. Ríkisstjórnin leit reyndar á niður- stöðuna sem sigur. Það var vegna þess að hún var að þvinga fram þá ákvörðun Alþingis að íslenska þjóðin skyldi axla ábyrgð á fjárhættuspili íslenskra bankamanna erlendis. Þarna var heimskan að heyja einvígi við heilbrigða skynsemi og hafði bet- ur. Sigur ríkisstjórnarinnar fólst í því að meirihluti Alþingis kyngdi því að ekki þyrfti að liggja fyrir niðurstaða um skuldbindingu þjóðarinnar á fúlg- um fjár áður en ríkisábyrgð á greiðslu hennar vegna yrði veitt. Sá sigur var ekki síður illur en hinn sem jók hróður Ólafs konungs digra forðum tíð. Og sigurinn var sennilega sætari en ella vegna þess að stjórnarandstaðan hafði í nauðvörn tekið þátt í lokasmíð lagafrumvarps, þegar henni varð fullljós eindreginn brotavilji ríkisstjórnarinnar. Aðkoma stjórnarandstöðunnar Stjórnarandstaðan taldi nauðug að betra væri að skera verstu hortittina af lögunum úr því að útséð væri um að þau yrðu stöðvuð en að láta eðlilegt andóf nægja. Því tók hún þátt í að semja og setja fyrirvara við lögin, sem náðu svo sem ekki langt en voru þó mjög til bóta. Forsetanum á Bessastöðum þótti svo mikið til um þetta víðtæka samstarf að hann gerði það og fyrirvarana, sem nú eru farnir, að forsendum þess að hann myndi staðfesta laga- frumvarpið. Varð ekki annað út úr yfirlýsingu hans lesið en að ella hefði hann neitað að staðfesta lögin. Ríkisstjórnin hafði því ekkert annað umboð frá löggjafarvaldinu en að tilkynna viðsemjendum sínum þá niðurstöðu sem þarna var fengin. Við- semjendurnir gátu auðvitað hrópað þrefalt húrra. Þeir höfðu fengið í gegn það sem þeir héldu sjálfir að væri óframkvæmanlegt. Þeir höfðu fengið full- trúa almennings í litlu landi til að axla ábyrgð á fjármálalegu áhættuspili, sem bæði innistæðu- eigendur og bankarnir sem geymdu peningana þeirra komu að á eigin ábyrgð og af fúsum og frjálsum vilja. Þá niðurstöðu hefðu þeir aldrei treyst sér til að fá fyrir hlutlausum dómstólum og forðuðust þá eins og heitan eldinn. En svo kátir sem fulltrúar Breta og Hollendinga voru höfðu þeir því miður kynnst núverandi stjórnvöldum á Ís- landi og umboðsmönnum þeirra. Þeir ákváðu því að sjá hvort þeir gætu ekki hafið umræður um nið- urstöðu þjóðþingsins og hvort ekki mætti með nægjanlegri ósvífni færa fyrirvarana til baka og helst alla leið á byrjunarreitinn aftur. Enn lagt á flótta Í millitíðinni hafði íslenski forsætisráðherrann skrifað kollegum sínum bréf og beðið um fund til að skýra fyrir þeim að Alþingi Íslendinga hefði tal- að og lengra yrði ekki gengið. Lögin hefðu síðasta orðið. Ráðherrann hefði sjálfsagt bætt því við á slíkum fundi að stór meirihluti íslensku þjóðar- innar hefði nú þegar fullkomna skömm á undir- lægjuhætti forystumanna sinna og því yrði aldrei lengra gengið. Ekkert svar barst við bréfi forsætis- ráðherrans svo vikum og mánuðum skipti, sem er óþekkt í samskiptum ríkisins við aðrar þjóðir, svo ekki sé talað um svonefndar vinaþjóðir. Þessi fá- dæma dónaskapur hafði þó engin neikvæð áhrif á íslensk yfirvöld. Þvert á móti. Það litla loft sem í þeim var lak viðstöðulaust út. Þau létu handlang- ara sína halda áfram samningaviðræðum eins og ekkert hefði í skorist. Og þinginu, eftir mikið þref og eftir að stjórnarandstaðan hafði fengist að borðinu, sem henni var þó þvert um geð, var hald- ið algjörlega utan við það sem nú var að gerast. Þegar ríkisstjórnin hafði aftur kokgleypt efnis- lega alla fyrirvarana sem Alþingi hafði sett komu spunameistararnir til sögunnar. Nú lá mikið við. Afsögn Ögmundar Jónassonar hafði að þeirra sögn hjálpað mjög til við að gefa frá sér fyrirvarana. Svo bættu þeir því við að í rauninni hefði það verið markmið Breta og Hollendinga að herða á fyrir- vörum Alþingis en ekki vatna þá út. Þess vegna væru fyrirvararnir í raun þéttari og betri en þeir voru þegar Alþingi gekk frá þeim! Auðvitað flýgur mönnum augnablik í hug að þeir séu komnir í leikhús fáránleikans þegar slíkt er borið á borð fyrir þá að því er virðist í fúlustu alvöru. Einar Már kveður sér hljóðs Íslenska þjóðin hafði lítið vitað um þetta tiltæki, Icesave-reikninga, sem nú var á allra vörum. Um það sagði í magnaðri grein Einars Más Guðmunds- sonar rithöfundar hér í blaðinu: „Hér heima á Ís- landi höfðu langflestir íbúar landsins ekki hug- mynd um að þessir reikningar væru til og var þó eflaust fjallað um þá í einhverjum af viðskiptakálf- um blaðanna en þeir voru oftast í sérblöðum og í þeim prentaðar grobbsögur af íslenskum auð- mönnum. ICESAVE-reikningarnir eru ein slík grobbsaga en með sorglegum endi eins og títt er með grobbsögur. Það fer oft illa fyrir grobbnum mönnum, enda grobb náskylt hrokanum sem nær allir harmleikir fjalla um. Hin tæra snilld banka- mannanna varð að hreinni óværu sem nú hvílir á Þingfundur á Alþingi Heimskan og heilbrigð skynsemi takast á Reykjavíkurbréf 27.11.09

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.