SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Side 35

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Side 35
29. nóvember 2009 35 um næstu helgi sem lýkur með jólahlað- borði og „húllumhæi“, eins og Karl kemst að orði. Karl hefur víða drepið niður fæti í heiminum enda verið í millilandaflugi í meira en áratug. „Það er álíka spenn- andi fyrir mig að koma til Ástralíu og fyrir venjulegt fólk að fara upp í Breið- holt,“ segir hann og glottir. Hann hefur því góðan samanburð og furðar sig á því hvað Íslendingar séu latir að ferðast um landið sitt. „Við sjáum ekki alltaf hvað við búum í fallegu og hreinu landi. Kjósum frekar að flatmaga á ensku ströndinni á Kanarí. Útsýnið er enda- laust á Íslandi og hvergi í heiminum sér maður aðrar eins andstæður lita. Að ekki sé talað um birtuna. Hún er ein- stök.“ Að líta inn á við Það er tilfinning Karls að stór hluti þjóðarinnar viti lítið um landið sitt. „Fólk þekkir ekki helstu fjöll og ár. En það þekkir Kringluna! Er ekki tími til kominn að kíkja á gömlu góðu landa- fræðina með börnunum?“ Enda þótt sú auma kerling kreppan sé óvelkomin segir Karl hana eiga sér já- kvæða birtingarmynd. Hún þvingi land- ann til að líta inn á við. „Það hefur aldr- ei þótt skynsamlegt að sækja vatnið yfir lækinn.“ Karl hefur fengið útrás fyrir gamalt áhugamál eftir að hann fór að ganga með Toppförum: Ljósmyndun. „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun og mynda mikið, bæði fólk og náttúru. Ég tek „hlunkinn“ að sjálfsögðu með mér í ferðirnar og hef tekið ógrynni mynda,“ segir hann og með „hlunknum“ á hann við myndavélina. Myndirnar eru þó bara fyrir hann og hans nánustu. „Ég hef engan áhuga á að koma mér upp heima- síðu.“ Spurður hvort hann komi til með að halda göngunni áfram er Karl fljótur til svars. „Svo sannarlega. Fjallgöngur eru orðnar órjúfanlegur hluti af mínum lífs- stíl.“ Toppfarar glíma við Trölla- tinda á Snæfellsnesi fyrr á þessu hausti. Karl er undrandi á því hvað Íslendingar eru lat- ir að ferðast um landið sitt. Ljósmyndir/Karl Gústaf Stoltar stelpur á tindi Herðubreiðar. „Af einhverjum ástæðum á ég enga mynd af körlunum!“ Toppfarar ganga á Herðubreið síðastliðið sumar. Karl segir félagsskapinn einstaklega góðan. „Það er aldrei misklíð í þessum hópi.“ Herðubreið er tilkomumikið fjall. Karl hafði lengi dreymt um að standa á tindinum. ast upp sem fínheitastrandbær heldra fólks Bang- kok. Ég sit á ströndinni við gamla Railway- hótelið þar sem útsýnið er að þessum grjótkrypp- um sem nafn Hua Hin er dregið af, en Hua Hin þýðir í raun Steinhöfuð. Fyrstu minningar mínar um fréttir og heims- málin voru af viðbjóðslegum hroðaverkum Rauðu khmeranna í Kambódíu. Besta mynd um þennan ógnartíma er The Killing Fields og þar gerast margar senur á Hotel Phnom Penh, en það var gamla Railway-hótelið sem var settið í myndinni og í raun var öll sú kvikmynd tekin í nágrenni Hua Hin. Ég geng frá ströndinni og inn í gamla hót- elgarðinn með risaeðlum og fílum í raunstærð klippt í hekk og runna, sest inn á The Museum- kaffihúsið og panta mér enskan morgunverð og drekk te, það er við hæfi. Ekkert er eins elegant í Hua Hin og gamla Railway-hótelið sem heitir nú Sofitel. En ég get ekki látið hinn fullkomna dag leysast upp í værð, ónei, ég ríf mig upp úr gömlum leð- urbólstruðum baststólnum og skunda inn á Chat Chai-markaðinn sem ég hef einhverju sinni sagt að væri eins og sædýrasafn í húsdýragarði, og er ég þar að vitna í hversu ferskt kjöt- og fiskmetið er. Hér er ekkert elegant. Hér er allt svo ekta as- ískt. Mikil lykt, hávaði og líf. Allt svo raunveru- legt, með blóði og slor. Þrátt fyrir að hinn krassandi votmarkaður Chat Chai hafi ekki beint örvað matarlystina er kom- inn matartími og ég rölti aftur niður að strönd, að gamla bryggjuhverfinu, og sest inn á Chao Lay- veitingastaðnum, eða Sjómanninum, eins og það útleggst á okkar ylhýra. Þetta er án vafa besti sjávarréttastaður Hua Hin og það eru stór orð því sagt er að hvergi séu þær kræsingar eins ljúffeng- ar og þar. Ástæðan fyrir því er sögð vera að fína fólkið frá Bangkok er kröfuhart og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Morgni lýkur og miðdagur hefst á opnum veit- ingastað, í mjúkum plaststól á bryggjusporði með kaldan Singhabjór, ferskar ostrur, gufusoðinn krabba, snöggsteiktan smokkfisk í rauðu karríi og engifersoðinn flatfisk. The Museum-kaffihúsið á Sofitel hótelinu, 1 Dam- nernkasem Road Chat Chai-votmarkaðurinn, Petchakasem Road. Chao Lay-fiskiveitingastaðurinn við gömlu höfnina í Hua Hin, 15 Naresdamri Road www.tskoli.is Mótaðu framtíðina Meistaraskóli Iðnmeistaranám í eftirfarandi greinum: • Bílgreinum • Flugvirkjun • Gull-og silfursmíði • Hársnyrtiiðn • Hljóðfærasmíði • Húsasmíði • Húsgagnabólstrun • Húsgagnasmíði • Klæðskurði - kjólasaum • Ljósmyndun • Málaraiðn • Málmiðngreinar • Múrsmiði • Myndskurði • Netagerð • Pípulögnum • Prentun - prentsmíði • Rafeindavirkjun • Rafveituvirkjun • Rafvélavirkjun • Rafvirkjun • Símsmíði • Skósmíði • Skrúðgarðyrkju • Snyrtifræði • Tannsmíði • Úrsmíði • Veggfóðrun og dúkalögn Diplómanám • Rekstur og stjórnun • Flugrekstrarfræði • Útvegsrekstrarfræði • Lýsingarfræði • Lýsingarhönnun Kvöldskóli Byggingatækniskólinn • Grunnnám bygginga- og mannvirkjagerðar • Húsasmíði • Húsgagnasmíði Raftækniskólinn • Grunnám rafiðna • Rafeindavirkjun • Rafvirkjun, samningsb. • Rafvirkjun, verknám • Rafveituvirkjun Fjarnám Byggingatækniskólinn • Tækniteiknun Fjölmenningarskólinn • Íslenska sem annað tungumál Skipstjórnarskólinn • SA-skipstjórn, 24 m • SB-skipstjórn, 45 m • SC-skipstjórn, 3000 BT • SD-skipstjórn, öll skip Tæknimenntaskólinn • Almennar greinar • Bókhald Upplýsingatækniskólinn • Grunnnám upplýs. og fjölmiðlabraut Umsóknarfrestur er til 4. janúar. Aðstoð við innritun í kvöldskóla er 17. des. frá kl. 16:00 - 19:00.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.