SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 38
38 29. nóvember 2009
Veitir andlega
og líkamlega
aðstoð
„Ég hef verið meðlimur í Ljósinu frá upphafi,“
segir Guðrún Jónsdóttir en þangað mætir hún
a.m.k. tvisvar eða þrisvar í viku. „Ég greindist
með krabbamein árið 1999. Þá var endurhæfingin í
Kópavogi á vegum ríkisins en hún var lögð niður.
Ljósið var svo stofnað af Ernu Magnúsdóttur og er
sjálfstætt starfandi stofnun sem fær enga styrki frá
ríkinu. Erna plataði mig síðan í stjórn og nú vinn
ég með og aðstoða þá sem eru að ganga í gegnum
þetta erfiða ferli.“
Erna tekur nú þátt í handverksmarkaðnum í
fyrsta skipti en hún býr til skartgripi úr gleri.
„Þetta er gler sem við brennum. Við hönnum
skartgripina frá grunni, alveg frá því að skera
glerið, móta það og líma. Þetta eru hinir flottustu
gripir. Ég er sjálf alltaf með men um hálsinn,“ seg-
ir hún.
Erna segir Ljósið nauðsynlegt fyrir fólk sem
berst við krabbamein. „Það skiptir ofsalega miklu
máli þegar fólki líður illa að geta komið og hitt
aðra í sömu sporum. Hér fær það andlega og lík-
amlega aðstoð en það er enginn staður eins og
Ljósið til annars staðar. Það er gaman að segja frá
því að kona, sem var sænskur sendiherra hér á
landi, kom sérstaklega hingað til að skoða Ljósið
því það er engin fyrirmynd að því. Hún ætlar að
stuðla að því að stofna svipaða starfsemi í Sví-
þjóð.“
Aðeins lítill hluti af úrvalinu á markaðnum.
Guðrún býr til skartgripi.
V
ið erum að selja peysur sem eru hannaðar hérna, húf-
ur, ullarþæfingu, bútasaum, leðurtöskur, útskorið tré,
glerlistaverk, myndlist, alls konar prjónavörur og
kökur. Það verður einnig kaffihúsastemning þar sem
við seljum kaffi og vöfflur, Kvennakór Kópavogs kemur og syng-
ur og meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands spila fyrir okkur
jólalög. Það verður rosaleg stemning,“ segir Erna Magnúsdóttir,
forstöðukona Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar
fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendendur þeirra. Í dag,
sunnudag, milli kl. 13 og 18 verður haldinn handverksmarkaður í
húsnæði Ljóssins, á Langholtsvegi 43.
Skemmtileg stemning myndast
„Markaðurinn er alltaf að verða stærri og flottari og úrvalið
meira,“ segir Erna en þetta er í fjórða sinn sem markaðurinn er
haldinn. „Það hefur alltaf gengið ofboðslega vel. Aðsóknin var af-
ar góð í fyrra og við búumst við enn fleiri núna enda miklu meira
í boði í ár en í fyrra.“
Vörurnar sem verða seldar á markaðnum eru allar búnar til af
fólki sem er í endurhæfingu hjá Ljósinu, svokölluðum Ljósberum,
aðstandendum þeirra eða listamönnum sem gefa Ljósinu verk
sín. Eru þær meira og minna búnar til í húsnæði Ljóssins og
rennur ágóðinn af sölunni óskiptur til Ljóssins. „Það myndast af-
skaplega skemmtileg stemning þegar undirbúningurinn að hand-
verksmarkaðnum hefst,“ segir Erna en að hennar mati skipar
markaðurinn stóran sess í lífi Ljósberanna. „Það er eins og þau
séu að koma til vinnu sinnar þegar þau taka þátt í handverkinu.
Þetta er gleðistund, fólk er að spjalla saman, ekki um krabbamein
og veikindi heldur daginn og veginn og hlæja saman. Þetta veitir
þeim mikinn styrk, eykur sjálfstraust þeirra og veitir þeim vel-
líðan og gleði,“ segir Erna. „Besta forvörn gegn því að veikjast
aftur er að hafa eitthvað fyrir stafni, hitta aðra og gleðjast saman.
Þess vegna held ég að svona margir vilji taka þátt í þessu með
okkur.“
Veitir Ljós-
berum styrk
og gleði
Handverksmarkaður Ljóssins verður
haldinn í dag við undirspil meðlima
Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
kvennakórs Kópavogs.
Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is
Mikið var um að vera í Ljósinu í liðinni viku þar sem keppst var við að leggja lokahönd á vörurnar sem seldar
verða á markaðnum í dag. Í leiðinni var mikið spjallað og hlegið.
Morgunblaðið/Heiddi
Ýmsar fallegar flíkur verða í boði.
Hönnun
Fjölbreytt dagskrá
hjá Ljósinu
Ljósið hefur verið starfrækt síðan haustið 2005. „Hingað
koma á þriðja hundrað manns á mánuði til að fá endurhæf-
ingu og stuðning. Það eru nokkur hundruð komur á viku,“
segir Erna og bætir við að þar sé viðamikil dagskrá í boði á
hverjum degi, t.d. jóga, líkamsrækt, gönguhópar,
sjálfstyrkingarnámskeið, aðstandendanámskeið o.fl.
Byrjað var að undirbúa handverksmarkaðinn af fullum
krafti í byrjun september. „Þetta er liður í fjáröflun okkar. Við
lifum mikið á styrkjum og þetta er einn styrkurinn. Það er líka
gaman fyrir okkur að fá fólk hér inn í hús að skoða og sjá að
þetta er heimilislegt og notalegt hús. Fólki finnst það ekki
vera að fara inn á stofnun heldur inn á heimili, inn í stórt fjöl-
skylduhús.“
Að sögn Ernu geta þeir, sem koma í endurhæfingu í Ljós-
ið, komið með börnin sín, barnabörn, systkini, foreldra. „Það
er allt niður í ungbörn hérna hjá okkur með foreldrum sínum
sem hafa greinst með krabbamein.“