SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 39
29. nóvember 2009 39
Sigurður Már Helgason hannaði
og smíðaði fyrsta fuzzy-stólinn
árið 1972 og hefur eftirspurnin
eftir honum verið stöðug síðan.
Fuzzy er lítill kollur með sútaðri
lambsgæru og minna fæturnir á
teygða vatnsdropa. Hægt er að
fá gæruna í sex ólíkum litum og
fæturna í þremur. „Hugmyndin
er í raun komin úr fjósakoll-
inum,“ segir Sigurður, sem er
lærður húsgagnabólstrari. Á dögunum smíðaði
Sigurður þúsundasta fuzzy stólinn og af því tilefni
var búin til sérstök hátíðarútgáfa þar sem stóllinn
er með álfótum. „Hugmyndin var að tengja saman
íslensku kindina, sem við höfum lifað á í gegnum
aldirnar, við nýja tímann,“ segir Sigurður en há-
tíðarútgáfuna er hægt að nálgast í Kraum, Epal og
Mýrinni.
Árið 1972 var Sigurður að hætta störfum og seg-
ist hafa farið að föndra við að búa til stólinn. Hann
sló í gegn og var afar vinsæl fermingargjöf næstu
árin á eftir. „Á þriðjudaginn hringdi í mig fimm-
tug manneskja og sagðist hafa fengið stólinn í
fermingargjöf. Hún hafði týnt einni löppinni und-
an stólnum og vildi vita hvort ég gæti hjálpað
henni með það. Það er afskaplega gaman þegar
fullorðið fólk segir mér frá slíku,“ segir Sigurður.
Hann segir það hafa komið sér á óvart að stóll-
inn yrði vinsæll svona lengi, hann bjóst ekki við að
vera enn að smíða fuzzy-stóla tæpum fjörutíu ár-
um eftir að fyrsta eintakið leit dagsins ljós. „Þetta
er búið að koma mikið á óvart. Ég var bara að búa
mér til lifibrauð á sínum tíma en öllum þykir stóll-
inn fallegur. Sumir stilla honum upp sem húsgagni
en aðrir sem listmun,“ segir Sigurður og bætir við
að stóllinn hafi á sínum tíma farið vítt og breitt um
Evrópu og til Bandaríkjanna með Scandinavian
Design og að auki sé eitt eintak af stólnum til sýnis
hjá Hönnunarsafni Íslands. „Það sem hefur komið
mér mest á óvart er að stóllinn er núna til sölu í
Magasin du Nord. Það er búið að senda prufusend-
ingu þangað og það hafa orðið einhver viðbrögð,
hvað það verður veit ég nú ekki. En þetta hefði
mér aldrei dottið í hug, að ég myndi selja húsgögn
til Danmerkur. Danir eru miklir snillingar og
maður hefur lært mikið af samskiptum við þá.“
ylfa@mbl.is
Húsgagn og listmunur
Fuzzy stólana er hægt að fá í mörgum mismunandi útfærslum. Getur kaupandinn ráðið lit fótanna og gærunnar.
Sigurður Már
Helgason
Íslensk hönnun
Hendrikka Waage og Hönnunarmiðstöð Íslands
standa fyrir keppni um hönnun á skartgripalínu sem
verður markaðssett undir merki Hendrikku Waage og
siguvegara keppninnar. Keppnin gengur út á að hanna
hálsmen, armband, eyrnarlokka og hring og er keppn-
in öllum opin.
Verðlaunahafi hlýtur 500.000 kr. verðlaun sem
Hendrikka Waage leggur til en línan verður seld víðs
vegar um heim. Veitt verður sérstök viðurkenning fyrir
frumlegustu tillöguna.
Keppnin hófst sl. þriðjudag en skilafrestur rennur út
föstudaginn 15. janúar. Úrslit samkeppninnar verða
tilkynnt 29. janúar 2010 en á sama tíma verða valdar
tillögur sýndar.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Hönn-
unarmiðstöðvar.
Efnt til skartgripasamkeppni
Sunna Dögg
Ásgeirsdóttir
hannar
barnaföt
undir merk-
inu Sunbird
en nafnið
vísar í hana
og dóttur
hennar Lóu.
Um er að
ræða hversdagsföt á stelpur og
stráka á aldrinum 1-7 ára og eru
þau öll úr 100% bómull. Sunna
hefur lengi hannað föt en lengst
af voru fötin ætluð fullorðnum.
„Það hefur blundað lengi í mér
að gera barnafatalínu,“ segir
hún.
Sunna sækir innblástur í dótt-
ur sína og börnin í kringum sig.
„Líka hvernig krakkar hreyfa sig
og eru ómeðvitaðir um stað og
stund, óhræddir að prufa eitt-
hvað nýtt. Ég reyni að færa
ódauðleikann í hreyfingum þeirra
yfir í fötin en það er eins og
börnin stoppi aldrei. Svo er kög-
ur og annað í fötunum sem ýkir
hreyfingarnar. Einnig passa ég
að fötin hefti ekki hreyfigetu
þeirra, því það er svo mikill leik-
ur í þeim.“ Sunna segist hafa
haft foreldrana í huga en bóm-
ullin í fötunum er auðveld í
þvotti.
Sunna útskrifaðist úr vöru-
hönnun frá Listaháskóla Íslands
árið 2004 en segist hafa hann-
að föt allt sitt líf. „Ég fór í vöru-
hönnun til að fá þrívíddarpæl-
inguna í fötin líka. Ég er afar
ánægð með að hafa valið þá
leið því ég fékk víðari sýn á allt,
lærði m.a. betur á tölvur og ýmis
tölvuforrit.“
Sunbird barnafötin er hægt að
kaupa á Pop Up markaðnum en
gerist maður aðdáandi Milliliða-
lausrar Verzlunar á Facebook
fær maður tilkynningu um hvar
og hvenær næsti markaður verð-
ur haldinn. Þá er Sunna að
hanna jólakjól sem verður til
sölu í búðinni Rumputuski á
Laugaveginum en að auki er
hægt að versla föt hennar á sun-
birdkids.com.
Sunna segir hreyfingar
barna hafa veitt sér inn-
blástur og einnig hvern-
ig þau eru ómeðvituð
um stað og stund.
Ódauðleiki í
hreyfingu barnanna
Sunna Dögg
Ásgeirsdóttir
Greiðslujöfnun íbúðalána
Lán Íbúðalánasjóðs verða greiðslujöfnuð frá og með 1. desember 2009
Áætluð lækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði er allt að 17%
Afþakka þarf greiðslujöfnun fyrir 20. nóvember
Nánari upplýsingar ásamt tilkynningu um afþökkun er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is