SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 43

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 43
29. nóvember 2009 43 Sunnudagur 29.11. Stöð 2 BÍÓ kl. 22:00. Byggð á sannri sögu írsk-ítalsks bófa (Ray Liotta), sem á frá bernsku þann draum heit- astan að verða gangster. Fyrr en varir kom- inn í réttan félagsskap (Robert De Niro, Joe Pesci, Paul Sorvino). 30 ára tímabil auðg- unarglæpa, manndrápa, peningaflæðis og glæsilegs Hollywood-lífsstíls sem endar með að allir eru á varðbergi og hugsa um það eitt að bjarga eigin skinni. Eitt af meist- araverkum Martins Scorseses. bbbbb Goodfellas Kvikmyndir Þ að hafa örugglega velflestir les- ið það aftur þegar þeir rákust fyrst á nafnið The Men Who Stare at Goats og velt fyrir sér hvað í ósköpunum væri á seyði. Mynd um einmana geitahirða á útnára Mið- Austurlanda eða bónda á Hebrides- eyjum? Öðru nær. Menn sem stara á geitur er ný, metnaðarfull bresk/bandarísk mynd með úrvalsleikurunum George Clooney, Jeff Bridges, Ewan McGregor, Kevin Spacey og Rebeccu Mader (sem líklega mænir á geitasmalana). Myndin er sögð léttgeggjuð eins og glampinn í augum Clooneys og frábær aðlögun sam- nefndrar bókar sem fjallar um „ólíka valkosti hernaðaráætlana Bandaríkja- hers“. Aðgerðir sem nýta dulræna og yfirskilvitlega hæfileika til að brjóta nið- ur óvininn. Titillinn höfðar til þjálfunar- reglna þar sem nýliðar eru æfðir í að láta búsmala riða til falls með því að einblína á hann. Á kreditlistanum er setning sem segir víst allt sem segja þarf: „Hér er meiri sannleikur en þér getur til hugar komið.“ Clooney leikur Lyn Cassidy, leynilegan stríðsráðunaut sem hættir á eftirlaunum og snýr aftur til að þjóna föðurlandinu eftir hryðjuvekin jafnan kennd við 11. september, en sérgáfa hans er eyðing skýja (með því að stara á þau uns þau hverfa) og önnur brögð byggð á hugar- orkunni einni saman. Myndin gerist á tímum „Aðgerð: Frelsum Írak“, Íraks- stríðsins öðru nafni, og Cassidy, sjálf- skipaður Jedi-riddari sem sér í gegnum holt og hæðir, og hugsanlega snarrugl- aður, er sendur til landsins til að beita sínum mikilfenglegu dulargáfum – og hafa uppi á hinum goðsagnakennda Bill Django (Jeff Bridges), fyrrverandi her- manni í Víetnam og stofnanda sérsveit- arinnar. Nokkrum áratugum áður pré- dikaði hann hippaboðskap yfir her- mönnum og er hugsanlega búinn að hreiðra um sig fyrir margt löngu á svæð- um sem nú eru vettvangur stríðsins. Larry Hooper (Kevin Spacey) er keppinautur Djangos. Hann er hern- aðarfræðingur sem hefur fræði Machi- avellis að leiðarljósi í aðgerðum sínum á svæðinu, þar sem hann fer fyrir hópi rugludalla. Í för með Cassidy frá Kúv- eitborg inn í Írak er Bob Wilton (Mc- Gregor), lítt þekktur bandarískur blaða- maður, hinn hlutlausi athugandi og sögumaður myndarinnar sem trúir tæp- ast þeim undarlegu uppákomum sem fyrir augu ber. Fæst af því er tiltakanlega djúphugult: Menn reyna að brjótast í gegnum múrveggi og ýmiss konar tálm- anir á hugaraflinu einu. Ef þið hafið skoðað sýnishornið á netinu sjáið þið umbúðirnar á nebbanum á Clooney, sem er afleiðing slíkra tilrauna, sjálfur er hann e.k. bræðingur af Clark Gable og Groucho Marx. Bridges er sýndur í end- urliti frá Víetnam og ólíkum gjörningum á milli stríðanna tveggja og bregður sér í „Dude“-karakterinn góða sem við mun- um úr The Big Lebowski (þótt við mun- um fátt annað), með sitt háleita hass- hausa-tilfinninganæmi sem flæðir eins og útblástursreykur úr lungum hans. The Men Who Stare at Goats hefur hlotið góða dóma hjá ýmsum virtustu gagnrýnendum Bandaríkjanna, sem segja hana afskaplega fyndna og for- vitnilega háðsádeilu á hömlulausa stríðs- firringu Bandaríkjamanna. Myndin verður sýnd hérlendis á vegum Sambíó- anna og bendir flest til að hún verði tek- in til sýningar snemma á næsta ári frekar en í miðjum darraðardansi jólamynd- anna. Hjartaknúsarinn George Clooney starir á geit. Gónið þér á geitur, herrar? Nöfn á bíómyndum eru sjaldan ýkja frumleg, öllu frekar markaðsvæn. Það á ekki við um Men Who Stare at Goats. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Föstudagur 4.12. Stöð 2. kl. 0:35 Stór- brotin Óskarsverðlaunamynd sem gerist um síðustu aldamót og fjallar um kapphlaupið um olíuauðlindirnar í Bandaríkjunum og þá miklu grimmd sem þar ríkti. Daniel Day- Lewis sýnir einn sinn besta leik á ferlinum. Hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir sem besti leikari í aðalhlutverki en myndin hlaut alls átta tilnefningar. Lýtalaus mynd og ljót uns kemur að endasleppu niðurlagi. Með Martin Stringer og Kevin J. Connor. Leikstjóri: Paul Thomas Anderson.bbbbm saebjorn@heimsnet.is There Will Be Blood Myndin er ein af nokkrum mikilvægum verkum hins skammlífa leikstjóra Hals Ashbys. The Last Detail er umdeilanlega besta mynd leikstjórans og í miklu uppá- haldi á þessum bæ, ein þeirra sem hægt er að sjá aftur og aftur. Óvenju þétt og gallalítil, byggð á handriti Roberts Townes, safaríku og kjarnyrtu, þráð- urinn margslunginn, persónusköpun skýr, leikurinn afbragð, kvikmyndataka Michaels Chapmans gráleit og dumb- ungsleg við hæfi innihaldsins. Leikstjórn Ashbys slík að með myndinni var hann kominn í fremstu röð ungra leikstjóra í Bandaríkjunum. Það sem menn fettu helst fingur út í var gróft orðbragðið, enda aðalpersónurnar, Billy „Bad Ass“ Buddusky (Jack Nicholson) og „Mule“ Mulhall (Otis Young), harðsoðnir atvinnu- sjóliðar af lægri gráð- unum. Þeir eru valdir til að flytja Larry Meadows (Randy Quaid), einfald- an, bláeygan og stel- sjúkan nýliða, í fangelsi í öðrum landshluta. Í upphafi hyggjast fé- lagarnir ljúka þessu verki af í snatri og sletta síðan ærlega úr klauf- unum. Sú áætlun breyt- ist, harðjaxlarnir fá samúð með brjóst- umkennanlega ungmenninu sem ekkert þekkir lífið sem hann hefur tæpast hafið og á fyrir höndum langa frelsissviptingu fyrir smámuni. Gera það fyrir hann sem þeir geta þessa síð- ustu daga utan rimlanna. En öllum góðum stundum lýkur. Hrjúf blanda gamans og al- vöru, oft bráðfyndin en al- varan skammt undan, við er- um minnt á það með kuldalegum litum og um- hverfi en hlýjan er einnig til staðar, og þar sem síst skyldi, hjá rustalegum sjóurunum. Þeir hafa hjartað á réttum stað og Nicholson hefur sjaldan verið betri en hinn óheflaði, tæpitungulausi Buddusky, sem lúrir á ýmsu óvæntu undir skrápnum. saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndaklassík The Last Detail Sjóararnir og nýliðinn Sjóararnir rustalegu. Laugardagur 28.11. Stöð 2 kl. 22:45. Harð- soðin lögga (Gene Hackman) kemst ásamt félaga sínum (Roy Scheider) á spor al- þjóðlegs eiturlyfjahrings í NY. Valinkunnur löggufélagakrimmi, hlaðinn spennu og of- beldi frá upphafi til enda, með einum hrika- legasta bílaeltingaleik sögunnar. Fernando Ray er tilkomumikill þrjótur og Hackman er yndislega grófur og ruddafenginn sem hinn raunverulegi „Popeye“ Doyle og uppskar Óskarinn. Myndin, sem hlaut fern önnur, er ósvikin klassík og ein af myndunum sem mótuðu anda 8. áratugarins. Leikstjóri: Willi- am Friedkin. bbbbb The French Connection Myndir vikunnar í sjónvarpi

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.