SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 44
44 29. nóvember 2009 Morrissey er nú á tónleika- ferð um Evrópu að kynna síðustu breiðskífu sína og hefur gengið á ýmsu. Á tónleikum í Hamborg í síðustu viku spaugaði hann með það að rangt væri að kalla íbúa borg- arinnar Hamborgara og lagði til heitið Hamborg- ista, en áheyrandi í fremstu röð tók því illa. Á YouTube má sjá að Morrissey snýr sér að viðkomandi og krefur hann svara um hnýfil- yrði sem hann hafi hreytt í söngvarann. Við- komandi á erfitt með að svara fyrir sig og við svo búið lætur Morrissey kasta honum út. Þegar hinn ólánssami hrópar til Morrissey: „En ég elska þig!“, svarar hann að bragði: „Elskaðu mig þá úti.“ Morrissey í Hamborgistan Hver elskar ekki Morrissey? Tónlist Ekki það að ég skammist mín beinlínis fyrir það en ég var eitt sitt hippi. Því til sönn- unar dreg ég fram erkiplötu hippatímans, It’s a Beautiful Day, með samnefndri hljóm- sveit sem var í miklu uppá- haldi hjá mér um 1970. Dugi nafnið (og umslagið) ekki til býð ég mönnum að hlusta á plötuna sjálfa: draumkennd textavella um yf- irnáttúrlega fegurð og innihaldsríkt líf og músíkin eins og sykraðir sykurmolar (nei ekki þeir Sykurmolar). It’s a Beautiful Day var stofnuð í San Francisco í Kaliforníu (nema hvað) af fiðluleikaranum og söngvaranum David LaFlamme, en auk hans var Linda, eig- inkona hans í sveitinni, en af öðrum liðsmönnum segir fátt. Fyrsta skífa sveitarinnar vakti gríðarlega athygli, en fyrir einhverjar sakir náði It’s a Beautiful Day aldrei að fylgja því eftir. Líkleg skýr- ing hlýtur að vera ör mannaskipti í sveitinni sem hafði oft svo mikil áhrif á tónlistina að aðdáendur hrökkluðust frá. (Gott dæmi um það er þriðja skífa sveitarinnar Choice Quality Stuff / Anytime – hljómsveitin á b-hliðinni á lítið sameig- inlegt við þá sem tók upp lögin á a- hliðinni.) Hljóðfæraskipan er mjög hippaleg á þessari fyrstu plötu hljómsveitarinnar, LaFlamme með fiðluna á loft í tíma og ótíma, viðkvæmnislegar raddir þeirra hjóna, flauta, bjöllur, celeste og slag- harpa í bland við rafgítara og tilheyr- andi og Patty sáluga Santos syngur eins og engill. Slíka músík kölluðu menn sýru á þeim tíma, þó að hún sé nú ekki ýkja súr í dag, en á næstu skífu mjak- aðist sveitin í átt að meira þjóðlagarokki (og meiri leiðindum) og svo fór hún eiginlega í allar áttir. Hún er enn að eða réttara sagt var endurreist fyrir áratug eða svo. Rokkáhugamenn geta svo skemmt sér við þann fróðleiksmola að inngangurinn á Deep Purple-laginu „Child in Time“ er byggður á laginu „Bombay Calling“ arnim@mbl.is Poppklassík: It’s a Beautiful Day – It’s a Beautiful Day Erkiplata hippatímans Þ að er ekkert nýtt að listamenn verði æ yngri; tónlistarmenntun er almennari og auðveldara er fyrir ungt fólk að komast í hljóðfæri en nokkru sinni. Eins er auðveldara og einfaldara fyrir það að komast í upptökugræjur og -tól sem gera kleift að bera hugverkin undir aðra, til að mynda með því að skella lög- unum inn á MySpace eða YouTube. Þegar við bætist að æskudýrkun rís hærra en nokkru sinni er varla nema von að ungmenni séu að leggja undir sig vinsældalista um allan heim. Í sumar hefur þannig talsvert borið á unglingsstúlk- unum Johanna og Klara í First Aid Kit og einnig telpna- flokknum Those Dancing Days, en fremstar í flokki í sænsku poppvakningunni eru tvíburarnir í Taxi Taxi! Einfalt og grípandi Ein af skemmtilegustu uppákomum á Spot hátíðinni í Ár- ósum var tónleikar sænsku tvíburanna Johanna og Miriam Eriksson Berhan sem kalla sig Taxi Taxi! Þær spila einfalt og grípandi popp, Johanna á gítar og Miriam á dragspil og syngja báðar afbragðsvel, sú síðarnefnda með heldur sterkari rökk. Þó þær systur séu enn innan við tvítugt, fylla annan tuginn eftir hálfan annan mánuð, hafa þær verið alllengi að; sendu frá sér fyrstu plötuna aðeins fimm- tán ára gamlar, en byrjuðu víst að spila saman og semja lög níu ára. Eftir að hafa getið sér gott orð og notið hylli á MySpace fimmtán ára gerðu þær það gott heima í Svíþjóð með stuttskífunni Taxi Taxi!, sem kom út 2007, en Bjorn Yttling, þriðjungur Peter, Bjorn & John, tók að sér upp- tökustjórn á skífunni. Þær komust síðar á samning hjá því fína fyrirtæki Rumraket, sem gefur meðal annars út ami- inu okkar, og önnur stuttskífa, Step Out Into The Light, kom út í byrjun ársins 2009. Fyrsta platan, Still standing at your back door, kom svo út í september síðastliðnum, en um hana véla þeir Johan Berthling og Joachim Ekerman, sem báðir eru í fremstu röð norrænna tónfræðinga. Á skífunni er lágstemmt popp í aðalhlutverki með draumkenndum söng og naumhyggjulegum útsetningum. Söngurinn er í forgrunni, Miriam leiðandi með Bjarkar- kenndar áherslur á köflum. Johanna stendur sig líka bráð- vel en bestar eru þær þegar raddirnar falla saman. Þær sjá sjálfar um kassagítar og dragspil, en grípa líka í önnur hljóðfæri eftir því sem lögin krefjast þess, aukinheldur sem aðrir hljóðfæraleikarar leggja þeim lið. Lágstemmt popp Svíar eru naskir á poppið, eins og talið er hér til hliðar, en engu er líkara en þeir lista- menn sem þaðan berast út um heiminn séu æ yngri. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Taxi Taxi! Mikið var látið með Bítlana og tölvuleikinn The Beatles: Rock Band þar sem leikendur gátu spreytt sig á að spila lög fjórmenning- anna frábæru. Salan á leiknum varð reyndar ekki sú sem menn höfðu spáð og vonað, en útgefandinn heldur ótrauður áfram að bæta við efni og nú er hægt að glíma við eitt þriggja meistaraverka þeirra félaga: Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band. Titillagið og lögin With A Little Help From My Friends, Lucy In The Sky With Diamonds, Getting Better, og Good Morning Good Morn- ing eru reyndar í leiknum, en þau átta lög sem útaf stóðu verða nú verða aðgengileg. Sgt. Pepper í stafrænan búning Svo birtist Paul McCartney í viðbótinni við The Beatles: Rock Band. World of Warcraft er magnaður leikur og auð- velt að gleyma sér í honum sem getur komið niður á öðrum hlutum eins og færni í mann- legum samskiptum og almennri skynsemi. Dæmi um hugsunarhátt WoW aðdáanda birtist einmitt í máli sem höfðað var vestan hafs gegn framleiðanda leiksins, en í málinu er því meðal annars haldið fram að of dýrt sé að spila leikinn og eins að þeir sem spili hann of mikið lendi í erfiðleikum með sam- skipti við fólk í daglegu lífi. Til að sanna mál sitt krefst málshöfðandi þess að ýmsir sérfræðingar verði kallaði fyrir dóm, þar á meðal Martin Gore, sem sé sér- fæðingur í firringu og einsemd eins og heyra megi í lögum hans. Þess má svo geta að við- komandi hefur einnig höfðað mál gegn Sony, Microsoft og Nintendo fyrir ýmsar sakir. Martin Gore, sér- fræðingur í firringu Firringarfræðingurinn Martin Gore, lengst til hægri, með félögum sínum í Depeche Mode Svíar hafa verið naskir við að setja saman grípandi popp á undan- förnum árum; fagmannlega gert og frumlegt í senn sem sannast á þeim stöllum í Taxi Taxi! sem gerðar eru að umtalsefni hér til hliðar. Það er líka til fullt af forvitnilegu poppi öðru frá Svíþjóð: El Perro del Mar, I’m From Barcelona, Jenny Wilson, Jens Lekman, Loney, Dear, Love Is All, Lykke Li, Nicolai Dunger, Peter Bjorn and John, Stina Nordenstam, The Concretes, The Radio Dept., The Tiny, The Field og Juvelen, en þrjár síðasttöldu sveitirnar tróðu upp á síðustu Airwaves hátíð nú í haust sælla minninga. Sænskt gæðapopp Juvelen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.