SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Qupperneq 14

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Qupperneq 14
14 6. desember 2009 S veinn Lúðvík Björnsson tekur glaður í bragði á móti mér á heimili sínu í Grafarvoginum þenn- an vetrarmorgun. Þar hefur hann búið í átta ár en veitti því athygli að engin tilkynning kom um þá búferlaflutninga í Grafarvogsblaðinu eins og þegar rithöfundar flytja í og úr voginum. „Það er ekki sama skáld og tónskáld,“ segir hann glottandi. Núna vinnur Sveinn líka heima eftir að herbergi losn- aði við það að önnur dóttirin hélt utan til náms fyrir ári. Honum líkar það ágætlega. „Ég var áður vestur í Reykjavíkurakademíu og kunni því ágætlega en þetta er ennþá betra. Hér er mikið næði.“ Hundurinn kemur á hæla húsbónda sínum og tekur gestinn út með augunum og nefinu. „Þetta er hún Trýna, hún er með trýnið í öllu,“ upplýsir Sveinn. Haldið er til stofu, þar sem Sveinn er að íslenskum sið fyrst spurður hvar hann sé fæddur og hverra manna hann sé. „Ég er fæddur í Reykjavík árið 1962 sem þýðir að ég er orðinn 47 ára,“ segir hann. Síðan veltir hann vöng- um. „Hver þremillinn, ég verð fimmtugur eftir þrjú ár. Rosalega líður tíminn hratt.“ Þú verður að fara að gera ráðstafanir, panta sal og svona, segi ég í hálfkæringi. „Þú segir nokkuð. Það er ekki seinna vænna,“ svarar Sveinn hlæjandi. Ákeyrsla og sprenging Hann ólst upp í Smáíbúðahverfinu en var mikið í sveit fyrir austan á sumrin, hjá föðurbróður sínum á Teig- arhorni í Berufirði. „Faðir minn, Björn Emil Jónsson, var úr Berufirðinum en móðir mín, Margrét Halldóra Hallgrímsdóttir frá Siglufirði. Það er ágætisblanda,“ segir Sveinn en foreldrar hans eru báðir látnir. Margt var í heimili. Þau voru átta alsystkinin og einn hálfbróðir, sem móðir Sveins átti áður. Sveinn er næst- yngstur. „Við bjuggum í litlu raðhúsi og það var þröng á þingi. Það var sjaldan lognmolla í kringum allan þennan krakkahóp en við bjuggum eigi að síður í sátt og sam- lyndi.“ Örlögin fóru ekki mjúkum höndum um fjölskylduna en tvö systkini Sveins fórust ung af slysförum. Fyrst var ekið á fimm ára systur hans sem lést samstundis. Sveinn var of ungur til að muna eftir henni en heiðrar minningu hennar með ljósmynd á píanóinu í stofunni. Síðan dó sjö ára bróðir hans í sprengingu. Sveinn, sem var fjögurra ára á þeim tíma, man vel eftir honum. Slysið bar að með þeim hætti að nokkrir drengir voru að leika sér á nýársdag með bensíntunnu við glóð af áramótabrennu. Bróðir Sveins var vogaður og lét plata sig til að ýta tunnunni inn í glóðina. Hann lést sam- stundis við sprenginguna. „Þessi sviplegu dauðsföll höfðu að vonum gríðarleg áhrif á fjölskylduna. Sorgin var mikil og heimilið lam- aðist um tíma. Foreldrar mínir tóku hins vegar á þessu í sameiningu og stöppuðu stálinu í okkur börnin. Senni- lega hafa þau talið að feigum yrði ekki forðað,“ segir Sveinn. Sterkari en maður hélt Hann áttaði sig samt ekki að fullu á styrk foreldra sinna fyrr en mörgum árum síðar. „Þegar ég byrjaði í gaggó var þar drengur ákaflega illa til fara og aldrei með skóladót. Þegar ég spurðist fyrir um aðstæður hans kom í ljós að hann hafði misst bróður sinn og fjölskyldan sundrast í kjölfarið. Faðirinn látið sig hverfa og móðirin fest í viðjum læknadóps. Þetta gerðist ekki á mínu heimili. Mamma og pabbi voru greinilega sterkari en maður gerði sér grein fyrir. Þau tóku á þessum áföllum eins og stórmenni. Fyrir það er ég þeim ævinlega þakk- látur.“ Mikill gestagangur var á heimilinu en móðir Sveins spáði í bolla fyrir fólk. Eftir á að hyggja segir hann hana frekar hafa verið ráðgjafa en spákonu. „Ég held að boll- inn hafi verið yfirvarp. Mamma var að gefa fólki góð ráð og hughreysta það eftir atvikum. Vandamálin voru yf- irleitt hjóm hjá því sem hún sjálf hafði upplifað. Fyrir utan systkini mín tvö sem dóu missti mamma systur sína úr veikindum meðan hún var enn í vöggu. Hún minntist þess að hafa haldið á henni meðan líf hennar fjaraði út.“ Þrátt fyrir sáran missi segir Sveinn móður sína hafi verið jákvæða og uppbyggilega í viðmóti. „Í minning- unni var hún alltaf kát og hvatti okkur krakkana óspart til dáða. Mamma var ekki þessi fórnarlambstýpa. Hún átti sína trú en það voru engar öfgar í þeim efnum. Fyrst og síðast hefur hún örugglega sótt styrkinn í sinn innri mann.“ Álitinn vitlaus Sveinn hefur verið verulega sjónskertur frá fæðingu en hefur aldrei litið á fötlun sína sem vegtálma. Hann var óframfærið barn og skólayfirvöld í Breiðagerðisskóla áttu vont með að átta sig á því hvað amaði að honum. „Ég var ekki týpan sem stóð upp og upplýsti að ég sæi ekki á töfluna en kennararnir gerðu sér fljótlega grein fyrir því að ég skrifaði ekki niður það sem þar stóð. Fyrir vikið drógu þeir þá ályktun að ég hlyti að vera vitlaus og settu mig í tossabekk.“ Sveinn var settur í greindarpróf sjö eða átta ára gam- all og flaug í gegnum það. „Niðurstaðan var sú að greind mín væri langt fyrir ofan meðallag. Mamma var ekki lítið stolt af því,“ segir hann hlæjandi. „Sálfræð- ingurinn áttaði sig hins vegar fljótt á því að sjón mín var mjög döpur.“ Greiningin breytti þó litlu í skólanum. Úrræðin voru ekki til. „Fyrir vikið hætti ég að velta skólanum sem slíkum fyrir mér, einbeitti mér frekar að námsefninu. Ég lærði mikið heima með dyggri aðstoð mömmu, sem las gjarnan fyrir mig erfiðustu textana. Mér gekk vel í skóla.“ Eftir grunnskólapróf lá leið Sveins í Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti. Þar var líka á brattann að sækja. „Ég fann fljótt að kennurunum óx það verkefni í augum að Maður verður að taka gyðjuna í fangið Sveinn Lúðvík Björnsson er eitt af okkar at- hyglisverðustu tónskáldum. Hann fæddist verulega sjónskertur en hefur aldrei litið á fötl- un sína sem vegtálma heldur lét drauminn ræt- ast og nam tónsmíðar. Enda þótt Sveinn Lúðvík sé glaðlyndur að upplagi er sorgin honum ekki framandi, tvö systkini hans létust með voveif- legum hætti á barnsaldri. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.