SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 17

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 17
6. desember 2009 17 K lukkan er farin að ganga ellefu en það sýður enn á pönnunni á langborðinu. Það er laugardagskvöld og Asíubúarnir mér við hlið eru flestir orðnir saddir þegar mér er vísað til sætis. Nýkominn úr matarveislu reyni ég að afþakka soðið svínakjöt en á það er ekki hlustað. Maturinn er sterkkryddaður og ég bið um að hellt sé í tómt glasið. Konan sem hjá mér situr fyllir það til hálfs af viskíi og gefur því svo lit með an- anassafa. Borðið er baðað í glampanum af stórum flatskjá þar sem hend- ingar úr popplagi koma og fara innan um bert hold. Það er verið að syngja karaókí. Viskíþambið eykur söngþörf matargesta og all- ir taka lagið þótt ástríðan sé oft meiri en hæfileikarnir. Það skiptir engu máli. Þótt við séum í Reykjavík gæt- um við allt eins verið í Tókýó eða í síðnætursamkvæmi með fasta- gestum á Deja Vu barnum í Matsuyama. Aftur til upphafsins Söngurinn sameinar og það er ekki tilviljun að karókíið skuli hafi farið jafn mikla sigurför í Jap- an. Hagkerfið sem reis úr rústum síðari heimsstyrjaldarinnar krafðist ósérhlífni og ótakmark- aðrar virðingar fyrir vinnustaðn- um. Velvild yfirmannsins var gulls ígildi og hvar var betra að koma sér í mjúkinn en á þétt- setnum karókíbar þar sem engu var skotið undan? Þangað til nú. Kynslóð karla sem alin var upp við strangan aga og sjálfsvíg með vel ydduðum blýöntum er að snúa baki við lífsgæðakapphlaupinu. Ungir karlar sem áður misstu svefn yfir því að eiga ekki bíl hafa engan áhuga á að eignast stífbón- aða Toyotu. Þeir eru kallaðir „herbivore“ og eru ofurmeðvitaðir um eigið útlit. Gefum Philip Delves Broug- hton, blaðamanni hjá Times, orð- ið: „Þeir eru feimnir og hljóðlátir. Þeir sækja í félagsskap kvenna og hafna ásæknum stefnumótas- iðum. Þeir eru sparsamir og þeim býður við neysluhyggju. Þeir kjósa kyrrlát kvöld með vinum fremur en að drekka þar til þeir kasta upp á izakayabörunum í Tókýó. Þeir eru andhverfan við karlmennskudýrkun japanskra launamanna, á hvers öxlum Japan nútímans var reist.“ Lýsingin er talin eiga við um 30 til 40% karla á aldrinum 21 til 34 ára. Og þótt nýrri kynslóð aukins jafnréttis sé lýst sem þöglum meirihluta skyldi ekki afskrifa karókíbarinn. Börn naumhyggjufólksins munu sækja í glysið. baldura@mbl.is Samúræja- börnin snú- ast til varnar Borðið er baðað í glamp- anum af stórum flatskjá þar sem hendingar úr popplagi koma og fara innan um bert hold. Það er engin tilviljun að karókíið skuli hafa farið sigurför um Japan.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.