SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 29

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 29
6. desember 2009 29 jörðinni á sögulegum tíma. 117 þúsund manns fórust. Næstu daga á eftir var kafað við eyjarnar og tekin sýni úr botninum. Það var ekki hættulaust frekar en annað á þessum stað, þar eru risamarglyttur með fálmara sem geta verið vel yfir 20 til 30 metra langir og nánast ósýnilegir. Það er lífshættulegt að snerta þá, stuðið verður svo mikið að maður lamast um langa stund og getur ekki hreyft sig. Þetta gerðist raunar þarna en köf- unarstjórinn í túrnum sem var innfæddur Indónesi var að koma úr kafi þegar Haraldur sá hann sökkva hreyf- ingarlausan til botns. Haraldur stakk sér á eftir honum, kafaði niður á botn og bjargaði honum frá drukknun. Indónesinn var sendur á spítala með bát og kom ekki aftur til baka í leiðangurinn, hann lifði af og á Haraldi líf sitt að þakka. Minni myndirnar hér á opnunni eru af Haraldi á toppi Anak Krakatá (Barn Krakatáar) að taka sýni úr gígbarm- inum, af tveggja metra dreka eða eðlu eins stórri og þær gerast í dag inni í frumskóginum og af kafaranum sem Haraldur bjargaði. Barn Krakatáar, sem hefur verið að myndast í gígnum frá 1927, hefur nú náð um 200 metra hæð og er um 2 kílómetrar í þvermál. Hringrásin er hafin á ný. Fjallið hleðst upp og einhvern tíma í framtíðinni mun það springa á sama hátt. Stóra myndin er tekin í frumskóginum á Krakatá og sýnir Charly fremstan í röðinni að höggva leið í gegnum frumskóginn. Aðrir leiðangursmenn fylgja fast á eftir. Við höfðum verið í hálfan mánuð á eyjunni Sertung í litlum tjöldum sem voru öll orðin götótt og ónýt eftir allskonar pöddur. Maður svaf nánast ofan á pöddugeri og heyrði undarleg hljóð alla nóttina. Það var nánast ógerlegt að sofna en þegar maður er orðinn örþreyttur hnígur maður í ómegin og sefur eins og ungbarn. Það er alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir æv- intýraferðir enda eru mannheimar þegar allt kemur til alls ekki svo frábrugðnir frumskóginum. Á miðri leið upp brekkuna, sem var öll vaxin gróðri, slímug og sleip, var hola þar sem ófrýnilegt ferlíki á stærð við fótbolta, loðið með margar lapp- ir, starði á þá sem framhjá fóru. Hristist allt og nötraði.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.