SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Síða 33
6. desember 2009 33
Baldur Sveinsson hefur sent frá
sér þriðju bókina á jafnmörgum
árum með myndum af flug-
vélum yfir Íslandi. Fyrst komu
flugvélar á og yfir Íslandi, síðan
Flugvélar 2008 og nú Flugvélar
2009.
Beint liggur við að spyrja
hvort hér sé um ársrit að ræða.
„Já, svo lengi sem þessi bók
setur mig ekki á hliðina,“ segir
Baldur og brosir.
Fyrsta bókin gekk mjög vel,
þrjú þúsund eintök voru prent-
uð og segir Baldur menn hafa
slegist um þau síðustu á Þor-
láksmessu 2007. Í kjölfarið var
hann hvattur til að fylgja henni
eftir og lét slag standa. Flug-
vélar 2008 kom að vísu seint í
verslanir en þó nógu snemma
til að Baldur tapaði ekki á
henni. „Viðtökur hafa verið
það góðar að ég ákvað að halda
áfram,“ segir hann.
Þess má geta að Baldur er
eini maðurinn sem myndað
hefur íslenskar flugvélar með
markvissum hætti og því er um
mikilvægt innlegg í flugsögu
þjóðarinnar að ræða.
Svo sem nafnið gefur til
kynna samanstendur nýja bók-
in af myndum sem Baldur hef-
ur tekið á þessu ári. Hún skipt-
ist í fimm hluta sem eru:
íslenskar flugvélar; erlendar
gestavélar; flugdagar og flug-
samkomur íslenskra flug-
klúbba; litlar vélar á lækj-
arbakka, þ.e. risaflugmódel á
Tungubökkum og flugsýningin
Flying Legends 2009 á Dux-
ford-flugvelli á Englandi.
Baldur gefur bókina út sjálfur
undir merkjum Flugbóka ehf.
Hann sér sjálfur um grafíska
hönnun og uppsetningu en
prentvinnsla og prentun fór
fram hjá Leturprenti. „Þetta er
einyrkja sprotafyrirtæki,“ segir
Baldur. „Ég stend og fell með
þessu.“
orri@mbl.is
Nieuport 17 á Flugmódeldeginum á Tungubakkaflugvelli 15.
ágúst. Eins og sjá má eru módelin mjög eðlileg.
Baldur sótti heim flugsýninguna Flying Legends í Englandi í
sumar. Þar náði hann þessari mynd af Spitfire Mk. Vb.
Baldur Sveinsson (t.v.) ásamt Sigurjóni Valssyni flugmanni
sem gjarnan flýgur með hann. Myndin er tekin yfir Langjökli.
Um
loftin
blá
Gæslu- og björgunarvél Landhelg-
isgæslunnar, TF-SIF, kom ný til lands-
ins í sumar. Hér er hún ásamt Super
Puma-þyrlu Gæslunnar, TF-LIF.
Falleg gjafakarfa me› úrvali af brag›gó›um
íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki
og vi›skiptavinum
Körfurnar eru afhentar í sellófani me› fallegri slaufu. Einnig
bjó›um vi› fallega ostakassa til a› senda til vi›skiptavina og
starfsfólks á erlendri grundu.
Pantanir í síma 569 2345 eða á netfangið ostakorfur@ms.is www.ms.is
Gómsæt gjöf fyrir sælkera