SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Page 34

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Page 34
34 6. desember 2009 H vernig á að taka á málum þeirra sem tóku húsnæðislán í erlendri mynt og sitja nú uppi með gríðarlega aukna greiðslu- og skulda- byrði sem þeir munu aldrei geta risið undir auk þess sem eignin hefur snarfallið í verði? Enn standa flestir í skilum, enn er ekki búið að bera fólk út í stórum stíl en þá ber að hafa í huga að margir fengu aðeins gálga- frest; afborgarnir voru frystar og uppboðum frestað. Hugmyndir hafa komið fram um að erlendu lánin verði leiðrétt þannig að lánastofnanir breyti öllum erlendum húsnæðislánum hjá sér í íslensk frá þeim degi sem þau voru tekin. Eftir það eru lánin reiknuð út eins og um ís- lensk lán hefði verið að ræða frá upphafi. En deilt er um kostnaðinn af hugmyndum af þessu tagi og hver eigi að greiða hann. Hjónin Vilhjálmur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, og Anna Thelma Magnúsdóttir viðskiptafræðingur eru meðal þeirra mörgu sem ákváðu að fara að ráðum bankanna og nýta sér lægri vexti á erlendum lánum en lánum í íslensk- um krónum. Vilhjálmur gerði töflurnar sem fylgja viðtal- inu en hann er einn eigenda fasteignasölunnar Hússins og búinn að starfa þar í 16 ár. „Það er ekki hægt að láta bjóða fjölskyldunni og ís- lensku þjóðinni lengur upp á þær aðstæður sem nú eru uppi,“ segir Vilhjálmur. „Stjórnvöld verða að hætta að hugsa bara um bankana og fjármagnseigendur og fara að einbeita sér að fólkinu í landinu. Hvar er skjaldborgin? Það eru ekki einu sinni komnar súlur og hælar í tjaldborg. Lánið sem við tókum hjá Kaupþingi fyrir um fjórum ár- um var 26 milljónir til 40 ára en er komið upp í 63 millj- ónir, eignin er líklega um 45 milljón króna virði núna. Fyrir hrun áttum við um 25 milljónir í eigninni okkar en núna skuldum við sennilega um 18 milljónir umfram verðmætið. Það sér hver maður að þetta gengur ekki. Ég hef verið nánast tekjulaus síðan í hruninu, Thelma er enn heima vegna þess að yngstu börnin eru svo lítil. Við eigum alls sex börn, það yngsta varð eins árs á fimmtudaginn en tvö elstu eru uppkomin og búa ekki heima. Tekjufallið byrjaði hjá mér þegar bankarnir frusu í nóv- ember 2007 og ekki bætti úr skák þegar Geir Haarde sagði í áramótaávarpi sínu að fólk ætti að hætta að kaupa fast- eignir. Auðvitað hrundi þá allt. Erlenda lánið sem við tókum er í svissneskum frönkum og japönskum jenum og var tekið að vel ígrunduðu máli. Við skoðuðum gengi krónunnar og annarra gjaldmiðla 13 ár aftur í tímann! Við gerðum jafnvel ráð fyrir að það gæti orðið allt að 30% gengisfelling á einhverju tímabili og við myndum þola það. Greiðslubyrðin af erlenda láninu var aðeins hærri í byrjun en af jafnháu íslensku láni en þetta átti að jafnast út á nokkrum árum. En svo kom hrunið.“ Ríkisstjórnin gengur of skammt Ný lög ríkisstjórnarinnar um aðstoð við skuldara ganga út frá því að lækka greiðslubyrðina en að skuldirnar verði óbreyttar. En Vilhjálmur er ekki sáttur við lausnina. „Er- lendu lánin hafa hækkað gífurlega, allt að 130% en rík- isstjórnin vill aðeins lækka greiðslubyrðina vegna hækk- unar erlendu lánanna um 20%. Taktu eftir, halda láninu á eigninni með 130% hækkun! Þetta gerir eignina óselj- anlega og fólk situr eftir í algerri óvissu með stöðu sína. Maður spyr sig bara, hvar er réttlætið? Þetta er ekkert annað en eignaupptaka og fátækragildra fyrir þá sem í henni eru lentir. Ég sé ekki betur en að miklu betra sé að fara bara strax á hausinn og láta lýsa sig gjaldþrota en að sitja í yfirveðsettri eign.“ Hann segist halda að ráðamenn átti sig einfaldlega ekki á því hvað staðan er skelfileg hjá mörgum, hvað örvænt- ingin sé að leika margar fjölskyldur með erlend sem inn- lend lán grátt. Fjölskyldur sundrist þegar nánir ættingjar flýi land, oft slyppir og snauðir, og sumir gefist einfald- lega upp. Menn eygi hvergi vonarneista, allt virðist vera í einhverri biðstöðu hjá stjórnvöldum, hvor sem það séu lánamálin eða ákvarðanir í öðrum málum. Vilhjálmur furðar sig á því að talsmenn stjórnarinnar skyldu fullyrða að með þessum breytingum kæmist aftur hreyfing á fast- eignaviðskipti. „Fasteignamarkaðurinn fer ekkert af stað við það að greiðslubyrðin lækki örlítið, lánin standa eftir jafnhá og áður og ég ég ekki að bankarnir leyfi einhverjum að kaupa eign, t.d. á 35 milljónir með hátt í 50 milljóna króna er- lendu láni áhvílandi. Bankarnir leyfa varla yfirtöku á lán- um sem eru jafnhá kaupverði í dag. Þar fyrir utan sé ég ekki að nokkrum detti í hug að kaupa eignina á þessum kjörum.“ Hann vill að lánin verði leiðrétt í samræmi við hug- mynd sem margir hafa haldið fram, t.d. Hagsmuna- samtök heimilanna. Hugmyndin er sú að allar lánastofn- anir breyti öllum erlendum húsnæðislánum hjá sér í íslensk frá þeim degi sem þau voru tekin. Eftir það eru lánin reiknuð út eins og um íslensk lán hefði verið að ræða frá upphafi, t.d. íbúðalánasjóðslán með sömu vöxtum og vísitölu og þau lán. Þegar þetta hefur verið gert eru öll húsnæðislán á landinu orðin íslensk og bæði þeir sem tóku íslensk og erlend lán í upphafi eins settir. Vilhjálmur bendir á að leyfa mætti þeim sem vilja af einhverjum ástæðum hafa lánin sín í erlendum gjaldmiðli áfram, t.d. þeim sem eru með tekjur í erlendum gjald- miðlum, að gera það áfram. Spurning sé hins vegar hvort þessi erlendu lán hafi yfirleitt verið lögleg eins og bent hafi verið á. „Það kom fram hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að hann gerði ráð fyrir um 600 milljarða króna leiðréttingu á hús- næðislánum Íslendinga og færslu lánanna á milli kenni- talna gömlu og nýju bankanna. En stjórnvöld eru að reyna að humma það fram að sér. Ef eignir lækka enn meira í verði en orðið er þarf að leiðrétta lánin í samræmi við þá lækkun. Aðalatriðið í þessu fyrir fjölskyldurnar í landinu er ekki endilega hús- næðisverðið, heldur að hlutfallið á milli eignaverðsins á hverjum tíma sé í einhverju samræmi við lánið. Annars finnst fólki að það hafi ekkert að vinna að og þá skapast upplausnar- og óvissuástand með öllu sem því fylgir. Með því að fara í gegnsæjar og sanngjarnar aðgerðir þar sem gerðar eru ráðstafanir sem nýtast öllum, allir sitja við sama borð, verður sáttin um lausnina meiri. Ég held að við þurfum nauðsynlega á því að halda núna og með því munum við vekja greiðsluviljann og vonina hjá fólki og þjappa fólki saman.“ – Hafa fasteignasalar ekki stundum farið óvarlega, ýtt undir að fólk keypti þótt það hefði ekki efni á því? „Ég vil ekki meina að fasteignasalar hafi talað fólk inn á að kaupa of dýrt eða talað markaðinn upp. Það var bönk- unum að kenna þótt þeir kenni alltaf Íbúðalánasjóði um þetta en hann tilkynnti með löngum fyrirvara að hann myndi bjóða upp á 4,15% vexti. Hann var hins vegar ekki að bjóða nein erlend lán, var með 18 milljón kr. hámark á sínum lánum og lánaði ekki til endurfjármögnunar. Bankarnir vildu stækka kökuna sína og ryðja Íbúðalána- sjóði út af markaðnum og fóru þess vegna í samkeppni. Þeir lánuðu ótakmarkað út á eignir og þar að auki gat fólk endurfjármagnað og tekið gamlan yfirdrátt og bílalán inn í ný 40 ára íbúðalán hjá bönkunum og fengið svo nýtt bílalán og nýjan yfirdrátt strax á eftir hjá þessum sama banka. Það sprengdi upp markaðinn.“ Vandanum hlaðið á skattgreiðendur? – Þú þekkir mótbárurnar, að fólk eins og þú hafi vitað hvað það var að gera þegar það tók erlend lán og verði að taka afleiðingum gerða sinna en ekki hlaða vandanum á skattgreiðendur. Hvað segirðu við því? Verður þetta ekki vont fordæmi ef þín lausn verður ofan á? „Ég er líka skattgreiðandi. Ég minni á að þegar neyð- arlögin voru sett ákváðu stjórnvöld að bjarga innistæðu- eigendum með framlagi upp á 200 milljarða inn í pen- ingamarkaðssjóðina svo að þeir misstu ekki allt sitt í hruninu. Hvers vegna ekki skuldurum? Fjöldagjaldþrot á Íslandi merkir að margir sem standa í fyrirtækjarekstri annaðhvort flytja úr landi eða fara út í svarta starfsemi. Finnst mönnum það góð þróun? Að fjöldinn allur af dríf- andi fólki verði sett á hausinn? Mér finnst að allir ættu að hafa í huga að slík niðurstaða mun draga mjög þrótt úr samfélaginu sem þarf á því að halda að til sé fólk hér sem þorir að reka bæði lítil og millistór fyrirtæki og taka þá áhættu sem því fylgir. Mjög margir þeirra sem tóku erlend húsnæðislán eru með fyrirtæki og töldu sig þola geng- issveiflur. En ekki 130% sveiflu. Gjaldþrotalögin eru fáránleg hér, menn mega ekki reka fyrirtæki í mörg ár ef þeir verða gjaldþrota og losna jafn- vel aldrei við gömlu lánardrottnana, ég missi sjálfur rétt- indin sem löggiltur fasteignasali ef ég verð gerður upp. Í Horft yfir Hafnarfjörð, þar eins og víðar eru margir í miklum vanda vegna þess að húsnæðislánin hafa hækkað upp úr öllu valdi í kjölfar hruns bankanna og krónunnar haustið 2008. Þarf að vekja aftur von Margar fjölskyldur og fyrirtæki eru að kikna undan afborgunum af erlendum lánum sem hafa hækkað gífurlega vegna gengisfalls krónunnar. Vilhjálmur Bjarnason er einn þeirra og vill að er- lendu lánin verði gerð íslensk, annars verði mörg þúsund manns gjaldþrota. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjaldþrotalögin eru fáránleg hér, menn mega ekki reka fyr- irtæki í mörg ár ef þeir verða gjaldþrota og losna jafnvel aldrei við gömlu lánardrottnana. Vilhjálmur Bjarnason fasteignasali ásamt eiginkonu sinni, Önnu Thelmu Magnúsdóttur, og syni þeirra, Mikael.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.