SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Síða 40
40 6. desember 2009
S
úkkulaðikaka Auðar Ingibjargar
Konráðsdóttur lítur ljómandi vel
út og ekki síður hnetusmjörs-
konfektið, eins og sjá má á
myndunum, og hvort tveggja er algjört
sælgæti að hennar sögn. Þrátt fyrir að allt
hráefnið sé hollt og gott! Það er sem sagt
vel mögulegt að það tvennt fari saman.
„Þetta er ákjósanlegt fyrir þá sem vilja
borða hollustu án þess að dregið sé úr
bragðgæðum,“ segir Auður Ingibjörg,
sem er lærður kokkur og bakari.
Liðin eru 17 ár frá því Auður gerðist
grænmetisæta og það kom í raun ekki til
af góðu. „Ég fékk ofnæmi fyrir fiski þegar
ég var að ljúka kokkanáminu og varð að
hugsa mataræðið alveg upp á nýtt,“ segir
Auður. Síðan leggur hún áherslu á heil-
brigðan lífsstíl.
Grænmeti er uppistaðan. „Ég reyni að
borða eins mikið lífrænt og ferskt og ég
get en engan unninn mat og ég nota eng-
in aukaefni.“
Hún segist í þeirri góðu stöðu að vera
kokkur og því séu hæg heimatökin að
vera með sífelldar tilraunir á fjölskyld-
unni heima í eldhúsi!
Þörf fyrir að deila reynslunni
Auður segir að fyrir 17 árum hafi ekki
verið mikið úrval matvæla hérlendis fyrir
grænmetisætur en smátt og smátt hafi
það breyst. Hún flutti á þessum tíma til
Bandaríkjanna þar sem hún var við nám
og störf til 2003, kom þá heim aftur og
segir að það hefði verið eins og að koma í
annað land en hún fór frá rúmum áratug
áður. „Það hafði orðið mikil vakning í
þessum málum; í raun hafði orðið algjör
sprenging. Samt er enn langt í land.“
Auður hefur starfað á veitingastöð-
unum Grænum kosti, Á næstu grösum og
Manni lifandi en í fyrra missti hún vinn-
una vegna kreppunnar og fékk í fram-
haldi þess þá hugmynd að breiða út fagn-
aðarerindið á sinn hátt; segist nú reyna
að svipta hulunni af þeim leyndardómi
sem hollusta í matargerð er.
Hún hefur haldið námskeið; næst á
dagskrá, á þriðjudaginn, er sérstakt jóla-
námskeið og nýlega opnaði Auður
heimasíðuna heilsukokkur.com. „Ég
ákvað að kýla á þetta vegna þess að ég
áttaði mig á því að margir eru í sömu
sporum og ég var í fyrir 17 árum; langar
að prófa en vita ekki alveg hvernig á að
gera hlutina. Ég fann hjá mér mikla þörf
að deila reynslu minni með öðrum; að
aðrir fái tækifæri til að upplifa þá vellíðan
Fann hjá mér mikla þörf að deila reynslu minni með öðrum; að aðrir fái tækifæri til að upplifa þá vellíðan sem fylgir því að borða hollan mat.
Morgunblaðið/Kristinn
Hollt,
fallegt
og gott
Auður Ingibjörg Kon-
ráðsdóttir vinnur við
það, sem heilsukokkur,
að kynna fólki leynd-
ardóma hollustufæðis
án nokkurra aukaefna.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Súkkulaðikakan hin jólalega, eins og Auður kallar hana.
Matur
Súkkulaðikakan hin jólalega
1 bolli spelt
½ bolli hrásykur
¼ bolli kakó
1½ tsk vínsteinslyftiduft
¼ tsk bolli valhnetur (má sleppa)
½ bolli saxað 70% súkkulaði
¼ tsk salt
½ bolli ólífuolía
2 bananar, stappaðir
¾ bolli súkkulaðisojamjólk
Vanilla
Þurrefnum blandað saman, blautefnum
blandað útí, sett á plötu með pappír og bak-
að við 180°c í ca 15 mín.
Súkkulaðikrem
1 lítil dós kókosmjólk
2 msk. agavesíróp
175 g 70% súkkulaði
Hnetusmjörskonfekt
½ bolli möndlumjólk
½ bolli hlynsíróp eða agavesíróp
½ bolli hnetu- eða möndlusmjör
2 bollar heslihnetur, saxaðar
Vanilla
Setjið sojamjólk, síróp og smjör í pott og lát-
ið suðu koma upp. Hrærið þangað til bland-
an er mjúk. Blandið öllu saman og kælið, bú-
ið til kúlur og veltið upp úr ristuðum,
möluðum möndlum eða hnetum. Kælið.
Konfekt Auðar úr möndlumjólk, sírópi, hnetu- og möndlusmjöri, heslihnetum og vanillu.
Súkkulaðikaka
og hnetusmjörs-
konfekt
sem fylgir því að borða hollan mat.“
Auður segist því boðin og búin að leið-
beina fólki. „Ekki þurfa allir að gerast
grænmetisætur eins og ég en stór sigur er
unninn með því að borða sem allra hrein-
astan mat. Hver og einn þarf að finna hjá
sjálfum sér hvað er gott fyrir hann en því
nær upprunanum sem maturinn er, því
betra. Tvennt skiptir mestu máli; að
borða hreinan mat og forðast aukaefni.“
Hún segir það geta reynst erfitt því
aukaefni sé oft og tíðum vel falin. Nefnir
aspastam, gervisætu sem hún segir
nokkur eiturefni í, m.a. tréspíra. „Það er
mikið notað í sykurlausa drykki og syk-
urlaust tyggjó. Ég hef meira að segja séð
þetta efni í barnatannkremi og vítam-
ínum. Ég segi því við fólk: ef eitthvað er
sykurlaust, passið ykkur!“
Mikill áhugi
„Þetta efni, aspastam, sest á heila og
taugakerfi og getur valdið MS og syk-
ursýki. Það sest á frumurnar og líkaminn
getur ekki losað sig við það fyrr en fólk
hættir að taka efnið inn. Líkaminn er
reyndar gangandi sjálfshreinsibúnaður
en við þurfum að hjálpa honum.“
Þrír mánuðir eru síðan Auður opnaði
heimasíðuna og hún segist þegar hafa
eignast 10.000 vini á Facebook.
Þegar Auður er spurt hvort hún sé
stimpluð öfgamanneskja svarar hún ját-
andi en jafnframt að henni sá nákvæm-
lega sama. „Þeir sem telja mig öfgafulla
eru þeir sem hafa eitthvað að fela.“
Og svo er það fjárhagslega hliðin; er
hollustan ekki miklu dýrari en önnur
vara? „Það er miklu ódýrara að drekka
yndislegt, heilsusamlegt vatn úr krana en
sykurlausan gosdrykk. Og með því spar-
ar fólk sér lækniskostnað seinna meir;
það verður því að líta á heildarmyndina
og sjá hvar raunverulegt virði er. Ég get
nefnt sem dæmi að ég fékk mígreniköst
reglulega og át rándýrar töflur fyrir háar
fjárhæðir en það sem mestu máli skipti til
að breyta því var að ég hætti að borða
bakarísbrauð og fór að baka mitt eigið úr
spelti og án aukaefna.“
www.heilsukokkur.com