SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Síða 44

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Síða 44
44 6. desember 2009 Eitt besta atriðið í Spinal Tap er þegar bassaleikarinn Derek Smalls fær loks að láta ljós sitt skína með hálftíma bassasólói sem hann kallar Bass Odyssey. Ég verð að viðurkenna að þeg- ar ég sá þessa óborganlegu uppákomu rifjaðist upp fyrir mér þegar ég lá yfir Yessongs 1973 og hlustaði uppnuminn á bassasóló Chris Squire í „The Fish (Schindleria Praematurus)“ – sama pæling, en annars vegar í gamni, en hins vegar full alvara. Yes var nefnilega þannig – sameinaði það besta í rokki áttunda áratugarins; tæknilega fimleika, djúpar pælingar og mikinn metnað annars vegar og yf- irgengilega tilgerð og skort á sjálfs- gagnrýni hins vegar. Það er auðvelt að gagnrýna sveitina í dag, en á þeim tíma var þetta bara þrælfínt, eða það fannst mér í það minnsta er ég lá út- úrsýrður og hlustaði á Tales from Topographic Oceans samfellt í sólarhring eða svo. Platan er tvöföld, en á henni ekki nema fjögur lög, eitt á hverri plötuhlið, og samkvæmt því sem lesa mátti í umslaginu byggðist verkið á at- hugasemd um indversk helgirit (shastra) í neðanmálsgrein í bókinni Autobiog- raphy of a Yogi eftir Paramahansa Yog- ananda. Segja má að með þessari skífu hafi Yes risið hæst (eða lagt lægst, eftir því hvern- ig á það er litið), því ekki er bara að laga- smíðar séu gríðarflóknar og snúnar held- ur eru textarnir venju fremur snúnir og lyklaðir og ekki gott að gera sér grein fyrir því um hvað er verið að syngja. Hljóðfæraleikur á skífunni er allur til fyr- irmyndar og gítarleikarinn Steve Howe fer á kostum, spilar af slíkum innblæstri og fimi að annað eins hafði varla heyrst í ensku rokki. Það eina sem út á hljóðfæra- slátt má setja er að það er of lítið af Rick Wakeman, en þeir Jon Anderson söngv- ari og Steve Howe voru nánast búnir að setja allt saman, semja og útsetja, áður en Wakeman kom að verkinu. Fyrir vikið var Wakeman víst ósáttur við plötuna, en það er önnur saga. arnim@mbl.is Poppklassík Tales from Topographic Oceans – Yes Proggplatan frá helvíti S vokallaðar súpergrúppur eða stjörnu- hljómsveitir, hljómsveitir sem skip- aðar eru tónlistarmönnum sem eru þekktir fyrir sólóverk sín, eða hafa þegar slegið í gegn með öðrum hljómsveitum, eru eins misjafnar og þær eru margar. Tilgang- urinn er líka misjafn, stundum er verið að reyna að blása lífi í gamla jálka líkt og var með The Traveling Wilburys (George Harrison, Jeff Lynne, Roy Orbison, Tom Petty og Bob Dylan), eða þá að ná inn smá pening eins og Blind Faith (Eric Clapton, Ginger Baker, Steve Winwood og Ric Grech). Þær geta líka verið afrakstur fylleríssamkomu, nú eða bara það að áþekkir tónlistarmenn / hljómsveitir ferðist um heim- inn saman líkt og var með Monsters of Folk sem sendi frá sér fyrstu plötuna um daginn. Þjóðlagaófreskjur, eða hvað? Monsters of Folk er hljómsveit þeirra Conor Oberst og Mike Mogis úr Bright Eyes og Jim James (sem kallar sig Yim Yames þegar hann er í sveitinni) úr My Morning Jacket og Matthew Stephen Ward, sem jafnan er kallaður M. Ward. Þeir kynntust á tónleikaferð þar sem Bright Eyes, M. Ward og Jim James kynntu hver sitt efni, en eftir því sem leið á ferðina fóru þeir að spila hver hjá öðrum og síðan saman eftir hverja tónleika og þegar færi gafst. Í lok tónleikaferðarinnar bundust þeir fastmælum um að gera meira úr kunningsskapnum og helst að setja saman hljómsveit og gefa út breiðskífu. Þó heiti sveitarinnar bendi til þess að um sé að ræða þjóðlagasveit þá er það öðru nær, mús- íkin er mjög í takt við það sem þeir félagar hafa verið að gera hver í sínu lagi með þeirri áherslubreytingu þó að tónlist er ekki eins raf- mögnuð og vill vera hjá þeim mörgum. Nafnið er einmitt komið upp úr þeirri pælingu að þeir segja, þ.e. að tónlistin átti að vera órafmögnuð að mestu. Margföld uppskera Í ljós þess að þeir eru allir önnum kafnir, ýmist sem sólólistamenn eða sem liðsmenn hljóm- sveita kemur ekki á óvart að það tók þá nokkur ár að koma þessari hugmynd á koppinn, og í raun merkilegt að það hafi ekki tekið þá nema fimm ár, en fyrstu drög að skífunni voru tekin upp í heimahljóðveri Mike Mogis í janúar 2008. Þá urðu til grunnar að fimmtán lögum sem síð- an voru slípaðir í öðru hljóðveri í maí. Að sögn mætti hver með tvö lög sem allir mátti fikta í og það sem á vantaði sömdu þeir saman. Liðsmenn Monsters of Folk eru mis-þekktir, sumir nánast orðnir stjörnur, eins og til að mynda Conor Oberst / Bright Eyes, en aðrir njóta mikillar virðingar en minni vinsælda, eins og M. Ward. Af viðtökum Monsters of Folk má þó ráða að í þessu tilfelli virðist sem upp- skeran ætli að verða margfalt útsæðið. Félagarnir í stjörnuhljómsveitinni Monsters of Folk: Conor Oberst, Mike Mogis, Jim James og M. Ward. Gaman saman Stjörnuhljómsveitir má kalla þær hljómsveitir sem skipaðar eru tónlistarmönnum sem slegið hafa í gegn einir eða í öðrum hljómsveitum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sú „súpergrúppa“ sem kemur fyrst upp í hugann er nátt- úrlega Trúbrot, enda má segja að allt hafi leikið á reiðiskjálfi á Íslandi þegar fréttist að Gunnar Þórðarson, Rúnar Júl- íusson og Shady Owens hefðu sagt skilið við Hljóma og stofnað nýja hljómsveit með þeim Karli Sighvatssyni og Gunnari Jökuli Hákonarsyni úr Flowers. Af öðrum súpergrúppum ís- lenskum má nefna GCD, sem þeir Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson settu saman og svo er spurning hvort ekki megi kalla samstarf þeirra Kristjáns KK Kristjánssonar og Magn- úsar Eiríkssonar súpergrúppu, eða kannski súperdúó. Trúbrot - íslensk stjörnusveit. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Íslenskar stjörnur Þótt sala á tónlist á raf- rænu formi hafi aukist mikið eru upphæðirnar enn svo litlar að útgef- endum þykir ekki taka því að taka þær saman ef marka má samantekt Tim Quirk, sem söng með sveitinni Too Much Joy á sínum tíma. Sú var á mála hjá War- ner fyrir tveim áratugum og undanfarin ár hefur tónlist sveitarinnar aðeins verið til sölu á rafrænu formi. Þrátt fyrir það gekk Quirk illa að fá yfirlit yfir söluna, en með klíkuskap tókst það eftir nokkurra ára streð og sjá: eftir fimm ára netsölu fékk sveitin 62,27 dali, eða sem nemur um 7.500 krón- um. Sjá: www.toomuchjoy.com/?p=1397. Tim Quirk, söngvari Too Much Joy. Lítið fæst fyrir netsölu á tónlist Tónlist Eitt af því sem kom mönnum á óvart með vinsældir Susan Boyle vestan hafs er sölu- metið sem hún setti; 701.000 eintök fyrstu vikuna, sem er talsvert meira en U2 og Em- inem náðu á árinu. Annað sem kom mönnum til að sperra eyrun var að hlutfall af sölu á plötunni á staf- rænu sniði var mun lægra en vant er: Sex prósent af sölunni voru á stafrænu sniði sem er mun minna en skífan sem fór á topp- inn vikuna á undan, en þar voru diskar 55% af sölunni, hitt selt í stafrænu formi. Skýringin er væntanlega sú að þeir sem keyptu plötu Boyle voru eldri áheyrendur, vildu fá eitthvað áþreifanlegt í hendurnar, og þá vaknar spurningin: Af hverju hefur þess- um hópi ekki verið sinnt hingað til? Eflaust mun rigna yfir okkur plötum með einmana piparjúnkum á næstu mánuðum. Susan Boyle snýtti U2 og Eminem. Reuters Susan Boyle slær í gegn í föstu formi Þó sölumet Susan Boyle virðist benda til þess að platan sé bráðlifandi, eða sumar plötur í það minnsta, eru menn enn að leita að bestu leiðinni til að selja tónlist á staf- rænu sniði. Ein hugmynd sem hefur vakið at- hygli vestan hafs er fyrirbæri sem framleið- andinn, SanDisk, kallar slotRadio, eða raufarútvarp. Það byggist á því að menn kaupa sér minniskort með músík til notk- unar í sérstökum spilastokki, slotRadio, til að mynda rokkkortið sem er með 1.000 lög- um af Billboard-listanum. Öll herlegheitin kosta svo ekki nema 39,99 dali, rétt innan við fimmþúsundkallinn og verður að tekjast góð kaup, svo ekki sé meira sagt. slotRadio og minniskort frá SanDisk. Þúsundlagasafn á minniskorti

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.