SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 54
54 6. desember 2009
Þ
að eru oft óglögg skil
milli draums og veru-
leika í nýrri skáldsögu
Ara Trausta, sem hann
nefnir Landið sem aldrei sefur.
Sagan er einhvers konar vega-
saga um lendur draumanna
sem í senn eru einhvers konar
endurkall veruleikans – deja
vu. Þessi uppskrift að skáld-
sögu er óhjákvæmilega flókin
og tætt, jafnvel þótt rithöfund-
urinn byggi söguna svo hag-
anlega að aðdáunarvert sé.
Spilað er á tvíræðni raunsæis
og allt að því módernískrar
fantasíuveraldar þar sem sjálfið
er reikult og rótlaust en það
rótleysi á sér samt raunsæislega
skýringu. Minnir byggingin um
margt á tækni kvikmyndanna.
Lesandi týnir því ekki beint
þræðinum þótt sundurlaus sé.
Sögusviðið er í upphafi Sí-
bería, landið sem aldrei sefur
og í því er fólgin þverstæða
skáldsögunnar því að við vitum
aldrei hvort frásögn sögu-
manns er frá vöku eða draumi.
Berst vegasagan víða um völl
til Kína og Nepal svo að eitt-
hvað sé nefnt og sögumaður er
stöðugt eftir undarlegum
krókaleiðum á leiðinni heim.
Brugðið er upp ýmsum þjóð-
lífsmyndum sem forvitnilegar
eru enda Ari Trausti víðförull
maður og hefur miklu að
miðla.
Eðli drauma er að þeir láta
ekki að stjórn og koma og fara
þegar síst skyldi. Þetta ein-
kenni notar Ari Trausti ótæpi-
lega í frásögnum sínum og því
verða þær allajafnan enda-
sleppar. Þó að lokaniðurstaða
bókarinnar sé nokkuð skýr –
raunar má segja að hún sé
raunsær endir á óraunsæju og
jafnvel fantatísku verki – verk-
ar heildarmynd draumsins ein-
hvern veginn ófullnægjandi.
Átök og andstæður eru oft leið
rithöfunda að lesanda en í
þessu verki er eins og að ógnir,
átök og hindranir leysist upp
þegar síst skyldi eins og raunar
í draumum í stað þess að leiða
til lausna eða niðurstöðu.
Söguefnin verða því snubbótt.
Formið vinnur þannig gegn
þessu sambandi sem límir les-
andann við verkið og nið-
urstaðan verður dálítið tæt-
ingsleg.
Hvað sem því líður er hér á
margan hátt um góða skáld-
sögu að ræða. Stíll höfundar er
lipur, meginhugmyndin góð og
lýsingar á persónum og stöðum
eftirminnilegar.
Bækur
Landið sem
aldrei sefur
bbbnn
Skáldsaga
eftir Ara Trausta
Guðmundsson,
Uppheimar 2009
– 190 bls.
Skafti Þ. Halldórsson
Draumfarir
Saga Ara Trausta er einakonar
vegasaga um lendur draumanna.
Morgunblaðið/Eggert S
teinunn Sigurðardóttir er nafn sem bók-
menntaáhangendur þekkja. Hún á sér
meira að segja fylgishóp sem, líkt og
knattspyrnuaðdáendur, vill ólmur taka á
móti þeim tilfinningum sem nýtt skáldverk eða
knattspyrnumark kallar fram. Nýjasta afurð Stein-
unnar er Góði elskhuginn:
Karl Ástuson og Una voru flottasta og hamingju-
samasta kærustuparið í Reykjavík um sjö mánaða
skeið er þau stóðu á tvítugu. Upp úr þurru sagði
Una Karli upp. Tilvera Karls hrundi til grunna og
gróðursælar framtíðarhorfur breyttust í eyðimörk,
enda Una ást lífs hans og hann veit að hún er eina
konan sem hann mun nokkurn tímann elska.
Sautján árum seinna, þegar sagan hefst, er Karl far-
sæll viðskiptabraskari og Don Juan-ígildi búsettur í
Frakklandi og Amríku. Summan á bankareikn-
ingnum er væn og konurnar, sem þjóna tilgangi
nokkurra nátta gríns, falla í umvörpum fyrir hon-
um. En það er eyða í lífi hans, auðn. Hann er rótlaus
og innantómur – „vöntunarmaður“ (bls. 56) – og
lífið er „runa af aukaatriðum, í staðinn fyrir eitt að-
alatriði [Unu].“ Ástkonur Karls eru sumsé stað-
genglar; uppfylling fyrir stóru ástina.
Fyrir eins konar tilviljun finnur hann sig fyrir
framan hús Unu á hrollkaldri febrúarnóttu og fyrir
aðra tilviljun lendir hann hjá nágrannakonu henn-
ar, hinni dularfullu Sigríði, og veit ekki sitt rjúkandi
ráð. Hann slær á þráðinn til gamallar ástkonu, geð-
læknisins Doreen Ash, sem ráðleggur honum að
tala við Unu. Til að gera langa sögu stutta er Una
einnig „ástarplöguð“; hefur aldrei getað gleymt
Karli. Nýtt upphaf í happadrætti lífsins hefst.
Góði elskhuginn er fyrst og fremst ástarsaga sem
og saga um eftirsjá (það sem ekki varð/verður); hve
skilin milli hamingju og óhamingju, ástar og ást-
leysis eru óljós og tilviljunum háð og stjórnast, þeg-
ar til kastanna kemur, af tilfinningum sem eru, svo
vitnað sé í verkið, „það eina í lífinu sem er stað-
reynd fyrir utan fæðingardag og dánardægur“ (bls.
160).
Tilfinningalíf kvenna hefir enda löngum verið að-
alsmerki höfundar og er Góði elskhuginn engin
undantekning þótt aðalpersónan sé karlkyns. Kon-
ur eru líka stærstu áhrifavaldarnir í lífi Karls. Una er
vegamesta persónan, en móðir Karls, sem lést er
hann var átján ára, kemur fast þar á eftir. Aðrar
konur bókarinnar eru svo í rullu eins konar móð-
urígildis; sumsé Karl sem getur eigi án kvenna verið
…
Lesandi Steinunnar getur gengið að því vísu að
ást, söknuður, tregi, tími, mystík og óútreikn-
anleiki tilverunnar muni spila rullu hjá henni.
Góði elskhuginn gengur þar ekki í berhögg (sver sig
í ætt við Tímaþjófinn og Ástin fiskanna) og er þar
að auki, líkt og fyrri verk, haganlega samansett
skáldsaga. Vart er hnökra að finna á máli og stíl.
Mætti jafnvel tala um fegurð, texta- eða formfegurð
í þessu samhengi.
Mörg orð mætti hafa um umgetið verk, enda er
það fjarri því við eina fjölina fellt. En alltént er
óhætt að segja að höfundur standi undir nafni þegar
hann fjallar, enn á ný, um konur og óútreikn-
anlegar tilfinningar.
Óútreiknanlegar
tilfinningar
Bækur
bbbnn
Skáldsaga
Skáldsaga
Góði elskhuginn
eftir Steinunni Sigurðardóttur 200
bls. Bjartur gefur út. 2009
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson
„Vart er hnökra að finna á máli og stíl,“ segir um nýja
skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það er allur gangur á því í mínu lífi hvort helgarnar eru tími
hvíldar eða vinnu. Oft nota ég þær til lesturs og skrifta, er á æf-
ingum eða vinn upp það sem ég ekki komist yfir dagana á undan í
starfi mínu hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Nú er óvenjuþægileg og lítt
skipulögð helgi í uppsiglingu. Laugardagurinn verður með rólegra
móti enda efnt til stórveislu kvöldið áður; Eyjólfur Eyjólfsson ten-
órsöngvari og góður vinur minn fagnar þá þrítugsafmæli sínu með
pomp og prakt. Hugsanlega bregð ég mér á aðventutónleika en þó
er allt eins líklegt að ég láti mér nægja að leika ljúfa jóladiska í
stofunni heima og glugga í góðar bæk-
ur um leið. Á sunnudaginn stefni
ég á sundferð í Laugardalslaug-
ina, og um kvöldið er eini fyr-
irfram ákveðni liður helg-
arinnar á dagskrá. Þá les ég
upp úr bókinni minni, Jón
Leifs – Líf í tónum, á Café Ro-
senberg við Klapparstíg
klukkan 20. Ég hef verið beð-
inn um að lesa úr henni nokkuð
víða á næstu vikum og mér þykir
það skemmtileg tilhugsun, enda
hafa viðtökurnar verið vonum
framar og greinilegt að fólki
leikur forvitni á að vita
meira um þennan
sérstæða og stór-
huga listamann.
Helgin mín Árni Heimir Ingólfsson
Óvenjuþægileg
Þ
að má mikið gefa fyrir
góða hugmynd. Eina
slíka hefur Sindri
Freysson fengið þegar
honum datt í hug að yrkja upp úr
Öldinni okkar ljóðabálk sem
hann nefnir Ljóðveldið Ísland.
Ljóðaflokkurinn er ljóðsaga lýð-
veldisins eða ljóðveldisins eins og
Sindri nefnir það frá stofnun þess
til hruns. Hann stiklar á ýmsum
alvarlegum og skondnum at-
burðum í brokkgengri sögu
þjóðarinnar og lætur fylgja bein-
skeyttar athugasemdir við menn
og málefni. Ég býst við að kalla
megi þennan ljóðaflokk skor-
inorðan.
Öðrum þræðinum minnir
þessi skráning, hlaðin afhelgun á
helgidómum þjóðernishyggj-
unnar, Íslandssögunnar og
menningarlegra tákna nokkuð á
samlímingar Errós. Nema hér er
einhvers konar söguþráður.
Myndirnar eru tengdar saman
með sögulegum vísunum og ár-
tölum sem hrannast upp eitt af
öðru. Ekkert er heilagt, margir fá
selbita í beiskri háðsádeilu.
Á bak við svona verk er vita-
skuld reiði og vonbrigði, heilög
vandlæting sem birtist í alls kon-
ar yfirlýsingum og reiðilestrum:
Herfangið reyndist
lánagrautur
sigrarnir kynngimögnuðu
skelfilegir ósigrar
Útrásin
Útræsi
Öfugt við ísbirnina
voru þeir ekki skotnir
Þeirra beið ekki danskt
búr úr krossviði
Aðeins galopnar
einkaþotudyr
Margt er þó gott í þessum
ljóðaflokki. Hann er bein-
skeyttur og tekur á púlsi tímans.
Það er kannski betra að lesa hann
ekki allan í einni lotu. Það er
nefnilega dálítil ofgnótt af at-
burðum myndum, vísunum og
yfirlýsingum og tekur sinn tíma
að vinna úr þessu öllu saman.
Þetta er raunar frekar döpur og
slysaleg saga þjóðar sem aldrei
hefur almennilega kunnað að
feta sig áfram í heimi þjóðanna.
Mér finnst hugmyndin að
kvæðaflokknum góð en lopinn
kannski teygður fullmikið.
Hrunadans þjóðar
Bækur
Ljóðveldið
Ísland
bbbmn
Ljóð
eftir Sindra Freys-
son, Svarta forlag
2009 – 211 bls.
Skafti Þ. Halldórsson
Sindri Freysson er „beinskeyttur
og tekur á púlsi tímans.“
Morgunblaðið/Kristinn
Lesbók