Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1946, Side 32

Skólablaðið - 01.12.1946, Side 32
- 32 - ÍÞAKA. Frh. af bls. 5. huggun í raunum og hugarangri skammdegis- ins. - En nú er öllu snúið við, þvíaðeins og þar stendurt Heimur versnandi fer. Menn eru hættir að leita gleði og menntunar hjá íþöku gömlu. HÚn fær að fúna og grotna nið- ur oinmana og yfirgefin af flestum, og fá- ir skeyta um hana. Viðskiptavinir safnsins, örfáir sérvitrir bokabeusar, hittast þar eftir hádegi á hverjum laugardegi til að sækja ser bok að lesa og Btrjúka snjáða kilina í hyllunum, þeim fækkar ár frá ári, þeir eru færri í ár en þeir voru í fyrra, og þá voru þeir færri en hittifyrra, og sjálfsagt verða þeir færri að ári en þeir eru nú. Ef til vill ræður það nokkru, p.ð menn hafa meiri auraráð nú en áður til að kaupa bækur, en þo mun það ráða meiru, að aðrir háværari andar hafa náð eyrum þeirra en hinar þýðroma Menntagyðjur. (Heimildirs Hálfrar aldar afmæli íþöku eftir Vilhjálm Þ. Gíslason í skólaskýrslu 1930, Bokasöfn skólans efliir Halld. Herm.s, í Minn, úr Menntask. bls. 171, auk þess skólaskýrslur). JÖN AGENT. Frh. af bls. 11. 0g það spratt kaldur sviti fram á enni JÓns hgents. í svip hans var djúp ör- vænting, ekkert nema örvænting. JÓn agent hafði gleymt að bjóða ná- unganum Dckameron. 'Björn Markan. -0-0-0-0-0- HALLDÓRJCILJAH^ Frh. af bls. 25. Pássíusálmana. Hinar ritgerðirnar eru flestar með róttæku sniði og krefjast mik- ilvirkra ráðstafana í þeim málum, sem hæst ber á vettvangi dagsins. íslandsklukkan eftir Kiljan kom út árið 1943 og framhald hennar Hið ljósa man árið 1944. NÚ bíða bómenntaunnendur með eftirvæntingu eftir þriðja og síðasta bindi þeirrar bókasamstæðu. Bezt er að ræða sem fæst um þessa sagnfræðilegu skáldsögu, meðan þriðja bindið er okomið. í þeim tveim bindum, sen komin eru út, ber mjög á ættjarðarást og þjóðfrelsisanda, enda er sagan samandregin mynd af þreng- ingúm þjóðarinnar undir oki erlendrar einokunar og áþjánar. ■ Enn er ógetið um einn þátt í rit- störfum Kiljans, en það eru hinar ýmsu þýðingar, sem hann hefur af hendi leyst, einkum hin síðari ár. Eru þær yfirleitt gerðar af listrænni smekkvísi. Einnig hefur hann unnið að því að gefa út ís- lendingasögur með löggiltri nútímastaf- setningu. Allmikið hefur verið deilt um róttmæti slíks verknaðar, og var sam- þykkt á Alþingi að banna slíkt, en hæsti- róttur landsins dæmdi þau lög olgild sem skerðingu á prentfrelsi manna. álit manna á Kiljani er mjög mismun- andi. Sem dæmi um það vil óg taka samtal, sem fór fram á milli föður míns og vinar hans, sem þá var mjö andstæður Kiljani. Maður þessi sagði, að þjóðin hefði dæmt Kiljan, og því til sönnunar kom hann taeð eftirfarandi vísu, sem einhver hafði kennt honumóBlekkir unga íýðinn lands lygatunga gortarans. Særir stungum sálir manns sjálfblekungur andskotans". Faðir minn sagði þá, að þetta þyrfti engan veginn að vera dómur þjoðarinnar. Því til sönnunar sneri hann vísunni við, svo að merkingin gjörbreyttist. Hljóðaði vísan þá þannigí "Fræðir unga lýðinn lands ljóðatunga fullhugans. Seður hungur salar manns sjálfblekungur guðslogans". Halldór Kiljan Laxness er enn á bezta etarfsaldri, og má þjóðin enn vænta fjölda bókmenntalegra afreka frá hans hendi 0g jafnframt þess, að hæfi- leikar hans vaxi með hverju afreki. Halldór er þannig gerður, að ekkert mann- legt er honum óviðkomandi. Þess vegna hefur hann safnað sór ótæmandi sjóði þekkingar og reynslu, sem á eftir að ávaxtast ríkulega. Eróður hans hefur bor- izt víða, og rit hans hafa haft mikil áhrif og tryggt honum ódauðlega frægð, en fullvíst er það, að óborin afrek Kiljans munu á komandi árum bera orðstír íslenzkra bókmennta út til endimarka heimsins og grópa nafn hans djúpt í minni kynslóðanna. Bjarni Bragi jónsson.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.