Morgunblaðið - 11.12.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009
holar@simnet.is
Glæsilegt tveggja binda verk eftir Smára Geirsson.
Fjallað er um þéttbýlið og dreifbýlið við Norðfjörð;
þróun byggðar á svæðinu, atvinnusöguna og
margs konar félagsmálastarfsemi.
Um 400 ljósmyndir prýða bækurnar,
auk korta og uppdrátta.
Norðfjarðar
saga
frá 1895 t
il 1929
Norðfjarðarsaga
frá 1895 til 1929
Norðfjarðarsaga II
tímabilið 1895-1929
„Þessar bækur eru
algjör fjársjóður.“
Stefán Þorleifsson
fyrrv. sjúkrahúsráðsmaður
„Hér er svo mikil
vitneskja sett fram á
aðgengilegan og
skemmtilegan hátt að
maður vill helst lesa
meira.“
Jakob Jakobsson
fiskifræðingur
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
HALLI á rekstri lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu á þessu ári mun væntanlega nema 30-60
milljónum. Hallinn gæti því jafngilt kostnaði lög-
reglu vegna mótmælanna í fyrravetur en hann
nam um 50 milljónum og fékkst hann ekki bættur
með sérstakri aukafjárveitingu, líkt og óskað var
eftir. Á næsta ári er embættinu gert að skera nið-
ur um 220 milljónir sem jafngildir um 6,4% sparn-
aði.
Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri fjár-
mála- og þjónustudeildar lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu, segir að gripið hafi verið til marg-
víslegra hagræðingaraðgerða og hann telur ekki
að sparnaðurinn komi niður á löggæslu.
Skipulaginu hafi verið umbylt. Búið sé að færa
löggæslu í auknum mæli út í borgarhverfin, loka
tveimur lögreglustöðvum en stækka þær sem fyr-
ir eru. Þá hafi vaktakerfinu verið breytt en það
spari um 130-150 milljónir. „Með sameiginlegu
átaki okkar og lögreglumanna tókst okkur að
fjölga lögreglumönnum á götunni,“ segir hann.
Meðal þeirra aðgerða sem gripið var til var að loka
lögreglustöðinni á Seltjarnarnesi og í Breiðholti
en Halldór segir að hverfislöggæsla þar hafi engu
að síður verið efld. Þá sé í skoðun að taka á leigu
húsnæði í vesturhluta Reykjavíkur undir nýja lög-
reglustöð.
Spari 220 milljónir 2010
Halli hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu jafngildir kostnaði við mótmælin
Fjármálastjóri segir að lögreglumönnum hafi fjölgað á götunni þrátt fyrir sparnað
Morgunblaðið/Júlíus
Dýrt Kostnaður lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu vegna mótmælanna var 50 milljónir.
ÁLFHEIÐUR Ingadóttir hefur
verið harðlega gagnrýnd í tengslum
við mótmælin í fyrravetur. Stein-
grímur J. Sigfússon, fjármálaráð-
herra og formaður VG, segir að Álf-
heiður svari sjálf þessari gagnrýni
og færi rök fyrir sínum skoðunum.
„Ég var ekki á vettvangi en ég veit
að hún er sammála mér um að allar
svona aðgerðir eigi að vera frið-
samlegar og lögmætar.“ Rétturinn
til mótmæla væri sömuleiðis mik-
ilvægur.
Ragna Árnadóttir dóms-
málaráðherra vildi ekki tjá sig um
hugsanlegar athafnir Álfheiðar enda
hefði hún ekki verið á staðnum.
Álfheiður
svarar sjálf
Ragna
Árnadóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
Eftir Ágúst Inga Jónsson og Sigurð Boga Sævarsson
„VIÐ höfum séð smá ræping af stórri kynþroska loðnu
hér við landið norðanvert, það er frá Langaneskanti og
vestur á Kolbeinseyjarhrygg. Hins vegar er þetta ekki
mikið og ef við finnum ekki meira er ekkert útlit fyrir
vetrarvertíð. Hins vegar höfum við sjaldnast fundið mik-
ið af kynþroska loðnu á þessum tíma svo við megum ekki
draga of miklar ályktanir,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson
fiskifræðingur og leiðangursstjóri á rannsóknarskipinu
Árna Friðrikssyni.
Vonir hafa verið bundnar við árganginn 2008, en ekki
er á vísan að róa með afkomu seiða, að sögn Sveins. Enn
er vonast til að sjá talsvert af ársgamalli loðnu í leiðangr-
inum, en eftir er að fara yfir svæðið þar sem hennar er
helst að vænta. Sú loðna gæti komið inn í veiðina eftir
eitt ár.
„Við sáum reyndar smávegis af ársgamalli loðnu syðst
á grænlenska landgrunninu þar sem við fórum yfir áður
en við hrökkluðumst í burtu vegna veðurs. Það litla sem
við fundum í fyrra var á svæði vestar en við erum núna
búnir að leita á. Þá höfum við lítið séð af ársgamalli loðnu
sem gæti verið uppistaðan í veiðinni árið 2011,“ segir
Sveinn. Aðspurður hvort leiðangurinn skili jólagjöfum til
þeirra sem hafa lifibrauð af loðnuveiðum og -vinnslu, vill
Sveinn ekki gera mikið úr því. „Ég er hvorki bjartsýnn
né svartsýnn, en til þessa hefur enginn kraftur verið í
þessu.“
Kynþroska við Kolbeinsey
Urðu varir við loðnu út af Langanesi Vestursvæðið eftir
Morgunblaðið/Þorkell
Árni Friðriksson Eftir er að rannsaka svæðið úti fyrir
Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi, en búist er
við að loðnuleiðangrinum ljúki á þriðjudag.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höf-
uðborgarsvæðinu, segir að lögreglan sé
betur nú undir það búin að takast á við
mótmæli og óeirðir eins og urðu í fyrra-
vetur. Fjöldi lögreglumanna sé svipaður og
lögregla hafi nú öðlast mikla reynslu til
að takast á við svona atburði. Að-
ferðafræði lögreglu miðaðist við að skapa
ekki verri aðstæður en verið var að leysa
úr. Stefán segir að aðgerðirnar í heild hafi
tekist afar vel og betur en gera hefði mátt
ráð fyrir.
Nauðsynlegt hefði verið að forgangs-
raða. „Því miður fór ýmislegt fram hjá
okkur. Við náðum til dæmis ekki þeim sem
köstuðu gangstéttarhellu í höfuð lögreglu-
manns þessa nótt [aðfaranótt 22. janúar,
innsk. blm.] þrátt fyrir mikla rannsókn.“
Reynslunni ríkari
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
„VIÐ þurfum að auka áhrif
kvenna í samfélaginu og þá á ég
ekki bara við í stjórnmálum,“
sagði Hanna Birna Kristinsdóttir,
borgarstjóri Reykjavíkur, á opn-
um fundi Mannréttindaráðs
Reykjavíkur í gær. Samfélagið
verði einfaldlega ekki jafn gott,
hvað þá lausnirnar eða niðurstöð-
urnar án fullrar þátttöku kvenna.
„Það er oft staldrað við
stjórnmálin í þessu samhengi, en
staðan er þó mun verri í atvinnu-
lífinu,“ sagði Hanna Birna. Visst
jafnvægi hefði náðst í stjórn-
málum, í borgarstjórn væri kynja-
hlutfall nú t.d. sanngjarnt og á Al-
þingi væru þingkonur ekki minna
virkar en karlkyns kollegar
þeirra. Þessu væri hins vegar ekki
að heilsa í atvinnulífinu.
Að hennar mati hefði tækifæri
til að breyta leikreglunum líka
gefist í kjölfar hrunsins. „Ég held
að konur eigi að grípa tækifærið
sem nú gefst og breyta leikregl-
unum, spyrja nýrra spurninga og
fara nýjar leiðir,“ sagði hún.
Þætti ólíðandi í pólitík
Samfélagið hefði í langan tíma
mótast af því að þar hefðu karlar
verið ráðandi og vissulega hefði
margt gott gerst, en þörf væri á
auknu jafnvægi. Sú leið sveigjan-
leika og samstarfs sem hentaði vel
í dag, væri líka að hennar mati
leið sem konur færu vel með.
„Þess vegna finnst mér sorglegt
að hugsa til þess að ekki nema
20% stofnenda fyrirtækja á Ís-
landi eru konur og 18% stjórnenda
fyrirtækja. Í 70% stjórna fyr-
irtækja sitja líka einungis karlar
og aðeins 8% forstjóra fyrirtækja
eru konur. Í pólitík í dag þætti
þetta ólíðandi og þessar tölur eru
auðvitað eitthvað sem verður að
breyta.“
Morgunblaðið/Árni Sæbærg
Vakandi Meðal þeirra skoðana sem fram komu var að konur þyrftu að vera á verði og gæta að sínum hlut.
Konur geta breytt
núverandi leikreglum
„Í þeim löndum þar sem húsverk-
unum er hvað jafnast skipt er jafn-
réttisbaráttan hvað lengst komin.“
DR. STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR
„Það er halli í fjölmiðlaumræðu er
kemur að kyni, málefnum og
stjórnmálaflokkum.“
VIGDÍS HAUKSDÓTTIR
Það er mikilvægt að missa ekki
sjónar á jafnréttisumræðunni.“
GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR
Samstaða kvenna getur virkað
mjög vel og auðveldað konum að fá
karla til liðs við sig.“
ANNA ÓLAFSDÓTTIR BJÖRNSSON
Það þarf að breyta því hversu
sjaldan rætt er við konur í „alvöru“
fréttum.“
ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR
Atvinnulífið hefur skuldbundið sig
til átaks í þessum efnum [kynja-
hallanum].
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR
Þarf að passa stöðuna
ÞAÐ er áhugavert að skoða kynja-
hlutfall í hafnarstjórn Faxaflóahafna
og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á
kjörtímabilinu. Upplýsingar er að
finna í úttekt Mannréttindaskrifstofu
Reykjavíkur á kynjaskiptingu í ráð-
um og stjórnum borgarinnar. Á tíma-
bili fyrsta meirihluta kjörtímabilsins
er engin kona meðal aðalmanna í
stjórn fyrirtækjanna. Í tíð annars
meirihlutans voru 40% aðalmanna í
stjórn Faxaflóahafna konur og 20% í
stjórn OR. Hjá báðum fyrirtækjum
nær þátttaka kvenna hámarki á tíma-
bili þriðja meirihlutans – 60%.
Í dag eru 40% aðalmanna í stjórn
OR konur en 20% í hafnarstjórn.
Kynjahlut-
föllin sveiflast
Kynjahlutfall í stjórnum
Faxaflóahafna og OR
Faxaflóahafnir
1. meirihluti 4. meirihluti
Orkuveita Reykjavíkur
1. meirihluti 4. meirihluti
100%
KARLAR 80%
KARLAR
20%
KONUR
100%
KARLAR
60%
KARLAR
40%
KONUR