Morgunblaðið - 11.12.2009, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009
ORRI Vigfússon,
formaður NASF,
Verndarsjóðs
villtra laxastofna,
hefur sent Bar-
ack Obama
Bandaríkja-
forseta bréf þar
sem hann skorar
á hann að greiða
ekki götu inn-
flutnings norsks lax vestur um haf.
Fjallað er um málið á vef Dagens
Næringsliv en þar segir að Jens
Stoltenberg, forsætisráðherra Nor-
egs, hafi verið hvattur til að nota
tækifærið og víkja að aðgangi
norsks laxaútflutnings að Banda-
ríkjamarkaði á fundi með Obama í
Noregi, þar sem hann veitti friðar-
verðlaunum Nóbels viðtöku í gær.
Hafa farið illa að ráði sínu
Aðspurður um tilefnið vísar Orri
til framgöngu Norðmanna.
„Við erum búin að reyna að ná
eyrum norskra stjórnvalda í mörg
ár. Þeir hafa farið mjög illa að sínu
ráði með stjórn á villtum laxastofn-
um. Það eru tvö meginatriði sem má
finna að hjá þeim. Annars vegar eru
svokallaðar veiðar úr óaðgreindum
stofnum, þ.e.a.s. netaveiðar í sjó [...]
Hins vegar er fiskeldið ástæðan fyr-
ir hruni laxastofna í Noregi sem hef-
ur verið að gera það að verkum að
lúsafaraldur við ströndina margfald-
ast og leggst á öll seiði.“
Orri skorar á Obama
Orri Vigfússon
Laugavegi 8 - s: 5522412
Opið: mán-fös. 9-18, lau. 10-18, sun. 13-18
Litla Jólabúðin
Leðurkápur
Leðurjakkar
KRINGLAN www.outfittersnation.com
ENERGETIC DENIM
FYRIR UNGA FÓLKIÐ
STÆRÐIR XXS-L
STELPUR
STELPUR
STRÁKAR
STELPUR
STRÁKAR
STELPUR
STRÁKAR
STRÁKAR
BOLUR 2.490
BOLUR 2.490
HETTUPEYSA 6.990
LOÐFÓÐRUÐ
HETTUPEYSA 6.990
BOLUR 2.490
HETTUPEYSA 5.990
BOLUR 2.490
HETTUPEYSA 6.990
Eddufelli 2, sími 557 1730
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
Glæsilegir
jólatoppar
- Munið gjafakortin -
Betri silki- og
ullarfatnaður
Náttúrulækningabúðin
Skólavörðustíg 20
www.ullogsilki.is
Jólagjafir fyrir alla
fjölskylduna. Frábært í
útivistina, leikskólann
sem og dagsdaglega.
vera • Laugavegi 49
Sími 552 2020
20% afsláttur af öllum
peysum og betri buxum
fram að jólum.
UNDIRBOÐ í verk í byggingariðn-
aði leiða til þess að launin eru pínd
niður úr öllu valdi, að mati Finn-
björns Hermannssonar formanns
Fagfélagsins, sem er félag bygg-
ingamanna í Reykjavík og Eyjafirði.
Stjórn félagsins hefur sent frá sér
ályktun þar sem lýst er áhyggjum
yfir þeirri óheillaþróun sem nú á sér
stað á útboðs- og vinnumarkaði í
bygginga- og verktakastarfsemi.
Finnbjörn segir að félagið fái
margar kvartanir frá félagsmönnum
um að níðst sé á þeim. Þetta gerist
þannig að fyrirtæki séu að bjóða lágt
í verkin. Tilboðin miðist við ákveðin
tilboð í efni sem erfitt sé að hreyfa og
því sé ráðist að laununum. Finnbjörn
segir að fyrirtækin sem fái verkin
bjóði út einstaka verkþætti til að fá
þá á lægra verði. Í ályktun félagsins
segir að þá fari í gang hrunadans,
undirverktakarnir leiti sér að öðrum
undirverktökum og svo koll af kolli.
Dæmi sé um fimm til sex lög undir-
verktaka í sama verkinu. Þá sé leiðin
orðin greið fyrir undirboð, svarta at-
vinnu og vörusvik með því að sníða
hjá iðnaðarmönnum.
Setja þarf betri reglur
Í mörgum tilvikum eru opinber
fyrirtæki verkkaupendur. Finnbjörn
telur að þau fylgist ekki nægjanlega
með því hvernig staðið sé að verki
hjá undirverktökum. Setja þurfi al-
mennar reglur um það hvernig verk
eru boðin út. „Þeir sem taka tilboð-
um sem eru 60-70% af kostnaðar-
áætlun eiga annað hvort að reka þá
sem gerðu kostnaðaráætlunina eða
sjá að eitthvað er varhugavert við
þessi lágu tilboð,“ segir Finnbjörn.
helgi@mbl.is
Launin pínd niður
hjá undirverktökum
Fagfélagið varar
við óheillaþróun á
útboðsmarkaði
Morgunblaðið/RAX
Í járnum Margir undirverktakar
koma að mörgum verkum.