Morgunblaðið - 11.12.2009, Side 17

Morgunblaðið - 11.12.2009, Side 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 BJARNI Ármannsson hefur gert samkomulag við slitastjórn og skila- nefnd Glitnis, um að hann greiði til baka yfirverð sem Glitnir borgaði honum fyrir hlutabréf í bankanum, alls 650 milljónir króna. Áður hafði Bjarni endurgreitt 370 milljónir króna. Alls hefur hann því greitt til baka allt yfirverð vegna starfsloka- samnings síns við bankann árið 2007, eða 1.020 milljónir króna. Í kröfuhafaskrá Glitnis, sem birt var kröfuhöfum í gær og Morg- unblaðið hefur undir höndum, er krafa upp á 3,9 milljarða frá Land- sýn ehf., félagi Bjarna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafði verið gengið frá kröfunni áður en listinn var birtur og hefði hún því ekki átt að birtast þar. Að auki segir í fréttatilkynningu skilanefndar að Bjarni falli frá öðrum kröfum félaga sinna á hendur bankanum, alls upp á 273 milljónir króna. Því hefur Bjarni gefið eftir rúm- lega fjögurra milljarða kröfu á hendur bankanum, auk þess að greiða honum rúman milljarð. Sam- tals nemur því eftirgjöf Bjarna rúm- um fimm milljörðum króna. Bjarni vildi í samtali við blaðið ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann væri sáttur við málalok. ivarpall@mbl.is Bjarni Ár- mannsson gefur eftir 5 milljarða SEX dagar liðu frá því að Nýja Kaupþing, nú Arion banki, tók yfir rekstur 1998 ehf. og skipaði nýja stjórn þar til aftur voru gerðar breyt- ingar á stjórn félagsins og Jóhannes Jónsson kom inn í hana. Samkvæmt upplýsingum frá Fyrirtækjaskrá leysti Arion til sín allt hlutafé í 1998 ehf, móðurfélagi Haga, og skipaði þrjá starfsmenn sína í stjórn félagsins og leysti þar með þáverandi stjórn af. Í stað þeirra Ingibjargar Pálmadóttur, Kristínar Jóhannesdóttur og Hreins Loftssonar komu Sigurjón Pálsson, Regin Mogensen og Signý Sif Sigurðardóttir. Sex dögum síð- ar, þann 26. október, var ný til- kynning send til Fyrirtækjaskrár þar sem greint var frá því að Signý væri gengin úr stjórn 1998 ehf. og í stað hennar kæmi Jóhannes Jóns- son, oft kenndur við Bónus. Frá þeim degi hófust svo við- ræður um fjárhagslega endur- skipulagningu á félaginu og þann 22. nóvember síðastliðinn barst Ar- ion tilboð frá Jóhannesi Jónssyni, stjórnendum Haga og ótilgreindum erlendum fjárfestum. Hefur bank- inn tekið sér frest fram í miðjan janúar næstkomandi til að taka af- stöðu til tilboðsins. Sex daga stjórnarseta Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is EINS og fram kom í Morgun- blaðinu í gær nemur kostnaðurinn við rekstur þrotabús Landsbankans frá október í fyrra fram til sept- ember í ár um 11,5 milljörðum króna. Stærsti kostnaðarliðurinn er aðkeyptur lögfræði- og sérfræði- kostnaður en hann nemur um 4,5 milljarða króna. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins fellur hann að mestu til vegna þjónustu sem er fengin á Bretlandseyjum. Að sögn Páls Benediktssonar, upplýsingafulltrúa skilanefndar Landsbankans, er mestur hluti kostnaðarins tilkominn vegna þjón- ustu lögfræðistofunnar Morrison & Foerster og ráðgjöf frá breska fjár- málafyrirtækinu Barclays. Enn- fremur nefnir Páll að endurskoð- endafyrirtækið Deloitte hafi verið fengið til þess að taka út og votta þá vinnu sem er að baki verðmati á eignasafni bankans, en það fer fram á sex til átta vikna fresti. Að sögn Páls hefur skilanefndin leitað til ofangreindra fyrirtækja, og fleiri, ekki síst að ósk kröfuhafa sem vilja tryggja að unnið sé að fag- mennsku að því að hámarka virði eigna bankans og hagsmunir þeirra séu varðir. Kröfu FME hafnað Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur Fjármálaeftirilitið þurft að leggja út um 130 milljónir vegna starfa skilanefndarinnar. FME lýsti kröfu í þrotabúið vegna útgjaldanna en þeirri kröfu hefur verið hafnað og að öllu óbreyttu mun hún því lenda á ríkissjóði. Annar rekstrar- kostnaður mun því falla á sjálfan bankann verði ekki gerður um hann ágreiningur. Samkvæmt upplýsing- um blaðsins er hann jafnt og þétt greiddur af eignum þrotabúsins og mun því á endanum leiða til rýrn- unar á þeim sem koma til skipta kröfuhafa og er íslenska ríkið þar með talið. Há ráðgjafarútgjöld skilanefndar Reuters Kostnaður Stærsti hluti kostnaðar bankans fellur til í Bretlandi. Mesti kostnaður er vegna tveggja fyrirtækja Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · www.mp.is Netgreiðsluþjónusta Gjaldeyrisreikningar Sparnaðarreikningar Yfirdráttur Debetkort Launareikningur Kreditkort Netbanki Já, við bjóðum upp á vildarþjónustu. Fyrir alla okkar viðskiptavini. Súsanna Antonsdóttir, viðskiptastjóri F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.