Morgunblaðið - 11.12.2009, Side 31

Morgunblaðið - 11.12.2009, Side 31
Elsku pabbi minn, bara nokkur kveðjuorð. Mig langar að segja þér hvað ég er þakklát fyrir þessi fáu ár sem við fengum saman. Þið foreldrar mínir slituð sam- vistum þegar ég var rúmlega 4 ára og varð samband okkar stopult eftir það. En svona er nú lífið stundum. Eftir margra ára veru erlendis fluttumst við hjónin heim aftur til Íslands og lágu leiðir okkar saman á ný. Við áttum margar góðar stundir saman, elsku pabbi minn. Eru mér sérstaklega kærar stund- irnar þegar við sátum yfir kaffibolla og þú sagðir mér frá bernsku þinni og uppvaxtarárum. Þessi ár voru ekki alltaf svo auðveld fyrir þig. Ég komst fljótt að því að þú varst góður vinur vina þinna. Ávallt reiðubúinn að leggja öðrum lið sem á þurftu að halda. Tónlistin var líf þitt og yndi og varst þú hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst, enda munnharpan aldrei langt undan. Annað áhuga- mál átti stóran þátt í lífi þínu, en það var fótboltinn. Margar sögurnar sagðir þú okkur hjónum frá því þegar þú og bróðir þinn Skarphéðinn fóruð að horfa á fótboltaleiki t.d. upp á Akranes og víðar. Það var gott að fá að kynnast þér, pabbi minn, heyra hlýju orðin þín og njóta umhyggju þinnar. Stundirnar með þér eru mér ómet- anlegar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast ✝ Einar Magnússonvar fæddur á Ísa- firði 4. júlí 1924. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 1. desember síðastlið- inn. Einar var sonur hjónanna Magnúsar Guðmundssonar, f. 16.9. 1869 í Kaldbak, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, d. 3.1. 1959, og Karítasar Skarphéðinsdóttur, f. 20.1. 1890 í Æðey, Snæfjallahreppi, N-Ís., d. 29.12. 1972. Hálfsystkini Einars voru 6: Sophus, f. 19.10. 1893, d. 6.10. 1986, Þorvaldur, f. 19.8. 1895, d. 12.1. 1976, Óskar, f. 31.12. 1896, d. 24.1. 1930, Hildur, f. 24.3. 1900, d. 27.11. 1997, Kristveig, f. 4.4. 1903, d. 13.1. 1904 og Júlíana, f. 14.5. 1904, d. 7.9. 1904. Systkini Einars voru 10: Svan- berg, f. 9.1. 1909, d. 25.4. 1974, Petrína, f. 5.10. 1910, d. 14.10. 1943, Þorsteinn, f. 13.4. 1913, d. 12.3. 1941, Aðalheiður, f. 3.10. 1915, d. 2.8. 1979, Guðmundur, f. 3.7. 1917, d. 5.7. 1917, Anna, f. 3.7. 1917, d. 5.7. 1917, Halldóra, f. 24.6. 1918, d. 5.6. 1931, Skarphéðinn, f. 16.2. 1921, d. 26.7. 1984, Pálína, f. 25.6. 1926. Einar kvæntist 2.10. 1954. Johönnu Jörgensen, f. 10.5. 1931, d. 3.6. 1975. (skildu). Þau eign- uðust tvær dætur 1) Petrína, f. 26.5. 1956, gift Herði Kolbeins- syni. Börn þeirra eru Dýrleif og Jó- hann. 2) Stúlka, f. í júní 1957, dó frum- vaxta. Með Margréti Owen, f. 26.5. 1946, eignaðist Einar eina dóttur 3) Elísabet, f. 1.8. 1962. Börn hennar eru Ask og Tinna. Með Elínu Krist- mundsdóttur, f. 13.4. 1923, eign- aðist Einar einn son 4) Skarphéð- inn, f. 4.3. 1948. Börn hans eru Hannesína, Svanur, Kristmundur og Elín. Útför Einars fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, föstudaginn 11. desember 2009, og hefst athöfn- in kl. 13. svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Petrína Einarsdóttir (Peta). Einar bróðir endaði líf sitt hér á jörðu 85 ára gamall. Hann var glað- ur þegar ég fæddist sagði mamma mér. Þegar hann var 4 ára datt honum í hug að fara með litlu syst- ur sína til mömmu inni í Tungu á Ísafirði, þar sem hún vann við að mjólka kýr. Við áttum heima á „Bökkum“ og hlýtur þá að hafa tek- ið allt að klukkustund að ganga þessa leið. Hann sagði við mig: „Við skulum fara til mömmu,“ og skildi ég vel. Við vorum að sjálfsögðu send til baka. Heiða systir sem átti að passa okkur var ásamt öðrum að leita um allt. Ég man eftir á vetrum þegar hann var með mig á dragsleða og lá ég þá á maganum og svo sitjandi í kassa með framglugga á kassanum en enga rúðu í. Margs er að minn- ast á þessum árum okkar Ninna (eins og ég kallaði hann þá). Eitt sumar vorum við í síldarvinnu á Siglufirði, þá 13 og 15 ára gömul. Það var þá sem hann gat keypt sér munnhörpu og byrjað að spila í frí- stundum fyrir fólk. Móðir okkar var með okkur, hún var vön að fara í síld á sumrin. Á seinni árum eftir að hann byrjaði að vinna í Granda höfðum við mikið samband. Einatt var það á góðum grundvelli. Gátum við hjálpað hvort öðru, ekki síst síð- ustu árin. Nú er ég ein eftir af 16 systkinum. Einar söng með Gerðuberg- skórnum í mörg ár. Þar fékk hann góðan félagsskap, var í Vinaband- inu þar sem hann spilaði á munn- hörpuna. Þá var hann ánægðastur. Í mörg ár eftir að hann fékk blóð- tappa í heilann hefur dóttir hans Petrína hugsað frábærlega vel um pabba sinn og á ég henni mikið að þakka. Hún og maður hennar, Hörður, bjuggu lengi í Svíþjóð, en eftir að þau komu heim hafa þau bæði hjálpað honum af einstakri natni. Höfðu hann á jólum, fóru með hann í bíltúra o.fl. Þau studdu við bakið á mér í bókstaflegri merkingu, þau snertu hann til síð- asta andartaks. Hafið þökk fyrir, Guð blessi ykk- ur og börn ykkar. Ég votta ykkur samúð mína. Guð geymi elsku bróður minn. Pálína Magnúsdóttir (Palla). Einar Magnússon HINSTA KVEÐJA Hinsta kveðja til afa. Fel þú, Guð, í faðminn þinn, fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (L.E.K.) Hvíldu í friði, elsku afi. Dýrleif og Jóhann. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 Valgerður Guðmundsdóttir Hansen ✝ ValgerðurGuðmunds- dóttir Hansen fæddist í Svíra í Hörgárdal 3. júní 1911. Hún and- aðist í New Jersey í Bandaríkjunum 28. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Unnur Guðmundsdóttir frá Þúfna- völlum, f. 5. júlí 1887, d. 22. apríl 1963, og Guðmundur Benediktsson frá Svíra, f. 3. október 1885, d. 13. ágúst 1919. Systkini Valgerðar voru: Guðmundur, f. 1. október 1909, d. 18. mars 1935, Álf- hildur, f. 1. september 1913, d. 5. janúar 1997, Steingrímur, f. 11. júlí 1916, d. 1. janúar 1987, og Guðmundur, f. 18. sept- ember 1919, d. 30. apríl 1998. Valla, eins og hún var jafnan kölluð, giftist Eigil Hansen frá Esbjerg í Dan- mörku. Hann andaðist háaldraður í júní sl. Börn þeirra eru: 1) Eigil Hansen, f. 8. ágúst 1946, sonur hans er Taylor Han- sen. 2) Ingrid Hansen, f. 17. desember 1947, ekkja eftir Tom Dombrowski. Valla fluttist tveggja ára með fjöl- skyldu sinni að Ásláksstöðum í Hörg- árdal og ólst þar upp. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1930. Valla fluttist til Reykja- víkur á fjórða áratugnum og starfaði m.a. í Hressingarskálanum við Austur- stræti og versluninni Evu. Í janúar 1946 fluttust Valla og Eigil vestur til Banda- ríkjanna og settust að í Bordentown, litlum bæ í New Jersey, þar sem þau bjuggu til æviloka. Eigil starfaði við húsamálun en Valla sinnti húsmóð- urstörfum og vann um tíma á veitinga- húsi. Útför Völlu var gerð frá Bordentown Home for Funerals, föstudaginn 4. des- ember 2009. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Finnur Kristinsson Höfundur: Kristín Stef- ánsdóttir Guðrún Öfjörð Sigfúsdóttir Höfundar: Lára, Guðrún Erla, Þóra Björk, Haraldur og fjöl- skyldur Sigvaldi Egill Jónsson Höfundur: Ósk G. Meira: mbl.is/minningar ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR, Gilstúni 26, Sauðárkróki, sem lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga fimmtudaginn 3. desember, verður jarðsungin frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 12. desember kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki. Magnús Heiðar Sigurjónsson, Guðbrandur Magnússon, Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, Sigurjón Magnússon, Guðrún Bjarney Leifsdóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN KÁRADÓTTIR, ljósmyndari, Boðahlein 5, Garðabæ, sem lést á Landsspítala Fossvogi þriðjudaginn 1. desember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 14. desember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands. Eiríkur Svavar Eiríksson, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Dirk Lubker, Steinunn Eiríksdóttir, Þorsteinn Lárusson, Þóra Eiríksdóttir, Ómar Guðjónsson, og barnabörn. ✝ Í dag, 11. desember 2009, á 90 ára ártíð, þökkum við innilega fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÖFJÖRÐ SIGFÚSDÓTTUR, Nesvegi 62, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir alúð og góða umönnun. Lára Erlingsdóttir, Sigfús Öfjörð Erlingsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Auðbjörg Erlingsdóttir, Halldór B. Kristjánsson, Inga Erlingsdóttir, Grétar Vilmundarson, Erlingur Erlingsson, Harpa Ólafsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar tengdamóðir amma lang- amma og systir, HLÍF ÞÓRBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Grund, áður Unnarbraut 28 Seltjarnarnesi, andaðist þriðjudaginn 8. desember. Minningarathöfn verður í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 15. desember kl. 15.00. Útfararathöfn verður frá Heydalakirkju Breiðdal laugardaginn 19. desember kl 11.00. Jarðsett verður í heimagrafreit á Þorvaldsstöðum. Sigurjón Jónsson, Helga Ágústína Lúðvíksdóttir, Guðný Elín Jónsdóttir, Reynir Loftsson, barnabörn barnabarnabarn og systkini. AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.