Morgunblaðið - 11.12.2009, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.12.2009, Qupperneq 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 ✝ Unnur Ólöf Andr-ésdóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1929. Hún lést á líkn- ardeild Landspítala, Landakoti, 3. desem- ber 2009. Foreldrar hennar voru Andrés Andr- ésson, f. 20. júní 1901 í Flatey á Breiðafirði, vélstjóri, d. 16. októ- ber 1980, og Rannveig Elín Erlendsdóttir, f. 7. maí 1902 í Reykja- vík, húsmóðir, d. 11. september 1981. Unnur var elst systkina sinna en þau voru Birgir, f. 3. janúar 1933, d. 7. desember 1963, Þorbjörg, f. 2. apríl 1934, og Sigríð- ur, f. 26. september 1936, d. 2. nóv- stofu Olíufélagsins í Reykjavík þar til hún giftist. Þá tók hún við hús- móðurhlutverkinu á Móum og gekk þar jafnframt í flest störf. Þau hjón- in stunduðu fyrstu árin hefðbundinn landbúnað en fljótlega juku þau eggjaframleiðslu búsins og eftir 1960 voru þau í forystu í alifugla- rækt. Þau hjón seldu Móa sumarið 1985 og fluttu til Reykjavíkur, þar sem Unnur vann nokkur ár sem móttökuritari á heilsugæslustöð. Unnur tók virkan þátt í fé- lagsmálum á Kjalarnesinu, ein af stofnendum kvenfélagsins Esju og söng í kirkjukór Brautarholts- kirkju. Útför Unnar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, föstudaginn 11. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 13. ember 1993. Unnur giftist 23. maí 1953 Teiti Guð- mundssyni, f. 3. ágúst 1922, d. 23. nóvember 1997, syni Guðmundar Guðmundssonar, skip- stjóra og síðar bónda á Móum á Kjalarnesi, f. 18. desember 1883, d. 19. ágúst 1962, og Kristínar Teitsdóttur, húsmóður, f. 22. júlí 1891, d. 12. mars 1988. Unnur og Teitur eignuðust ekki börn. Unnur lauk prófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík og fór síðan í hús- mæðraskóla á Sorö í Danmörku. Hún starfaði hjá Hvannbergs- bræðrum í fríum en síðan á skrif- Í dag kveð ég þig í hinsta sinn, elsku Unna frænka mín. Mikið er sárt að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig aftur en nú ert þú komin á betri stað. Þú varst mér alltaf eins og amma og er ég þakklát fyrir að hafa fengið að vera partur af þínu lífi. Ég á endalaust mikið af minningum um þig og gæti eflaust skrifað heila bók um þær stundir sem við áttum og upp- lifðum saman. Ferðirnar í Móavík stóðu alltaf fyr- ir sínu og tóku þú og Teitur ávallt á móti okkur með opnum örmum. Okk- ur krökkunum þótti það nú ekki leið- inlegt að fá að koma og fara í fjöru- ferð með þér og tína fulla poka af skeljum. Þér þótti svo vænt um Móa- víkina enda er það svo fallegur og góður staður. Einnig er sterkt í minni mínu þeg- ar við komum alltaf til þín á Þorláks- messu með laufabrauð og þú varst svo þakklát fyrir það. Jákvæðari og lífsglaðari manneskju hef ég aldrei kynnst og þótti mér alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín því við gát- um talað saman um allt og við skild- um hvor aðra. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki komið í heimsókn til þín og tala við þig klukkutímunum saman. Mér þykir svo vænt um að þú studdir ávallt við bakið á mér og varst alltaf svo góð við mig. Margar fleiri eru minningarnar og mun ég ávallt eiga þær í hjarta mínu. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, elsku Unna mín, og ég mun aldrei gleyma þér. Þín frænka, María Björk. Meira: mbl.is/minningar Elsku yndislega frænka, mig lang- ar að skrifa þér nokkur falleg orð. Þú varst og ert ein yndislegasta persóna sem ég hef fengið að kynnast, þú varst mér eins og amma. Mikið var alltaf gott að koma til þín í Espigerð- ið, þú tókst alltaf vel á móti manni. Svo glöð og ánægð með lífið og alltaf jafn sæl að fá fólk í heimsókn. Ég á ekkert nema fallegar minningar um þig, elsku frænka, allar stundirnar sem við eyddum með þér í Móavíkinni voru svo sannarlega dýrmætar. Það var mikið áfall að heyra um veikindi þín, þú sem hefur alltaf verið svo hraust. Ég vona það heitt og innilega að þér líði vel á nýjum stað. Ég trúi því að Guð og englar leiði þig á betri stað og færi þér ástina þína á ný sem þú elskaðir svo heitt. Ég sakna þín í dag og mun sakna þín alla mína ævi- daga. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra :,:veki þig með sól að morgni:,: Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. :,:Þú vekur hann með sól að morgni.:,: Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta :,:vekja hann með sól að morgni:,: Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. :,:Svo vaknar hann með sól að morgni:,: Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svefnsins draumar koma fljótt. :,:svo vöknum við með sól að morgni:,: (Bubbi Morthens.) Þín frænka, Elín Hrund Guðnadóttir. Kær frænka, Unnur frá Móum, er gengin til feðra sinna. Hún hefur gef- ið okkur sem eftir stöndum gott vega- nesti út í lífið. Af einstakri einurð tókst hún á við veikindi sín. Hún við- hélt jákvæðni sinni, bjartsýni og hlýju til hinsta dags. Umfram allt var hún þakklát fyrir allt sem lífið hafði gefið henni. Þar var hvorki að finna vorkunn eða eftirsjá. Hún hélt reisn sinni, hafði miklu frekar áhuga á að vita hvernig gekk hjá fólkinu hennar og bar hag þess fyrir brjósti. Þó það séu hátt í 25 ár síðan Unnur og Teitur brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur, skipa Móar enn sér- stakan sess í huga mér. Við vorum ekki háar í loftinu tvær systur sem trítluðum á eftir pabba inn til Unnar og Teits. Í hlaðinu stóðu hvíti Volvo- inn og Jónatan sem gelti og fagnaði vini sínum. Teitur bauð okkur vel- komin með sinni háu og hrjúfu rödd og að baki honum stóð Unna glaðleg með brosið breitt. Stundum var rölt um búið en oftar en ekki var sest nið- ur við borðið stóra og þá bar Unna fram veitingar. Litlum stelpum gat nú stundum leiðst þófið á meðan þeir frændur ræddu málin. Þá kom stundaglasið góða sem stóð á skenkn- um að góðu eða rimlarnir sem lágu upp með stiganum. Unna spurði jafn- an frétta og ræddi við okkur systur og það truflaði hana lítið þó litlir fing- ur handlékju muni hennar. Að Teiti gengnum voru öll systk- inin frá Móum látin og Unna tók við því hlutverki að tengja yngri kynslóð- ir við þá elstu. Hún taldi það ekki eftir sér og það voru allir velkomnir í Espi- gerðið, jafnt háir sem lágir, ungir sem aldnir. Unna sparaði aldrei hrós ef það átti við og dró fram það jákvæða við allt og alla. Hún var hreinskiptin og aldrei velti hún mönnum upp úr mistökum. Þau voru til að læra af. Hún var ákaflega stolt af fólkinu sínu, hvort sem það voru systrabörn henn- ar, systkinabörn Teits eða það fólk sem unnið hafði á Móum. Allt voru þetta börn hennar og hún fylgdist ná- ið með ört stækkandi fjölskyldu sinni. Hún snart marga með viðmóti sínu og hann er ótrúlegur fjöldinn sem hefur lagt rækt við Unni á liðnum árum. Unna hefur á síðari árum skipað stærri sess í fjölskyldu minni. Hún fylgdist með af áhuga, samgladdist og spurði frétta. Unnur gat rætt um allt sem tengdist okkur, meira að segja gengi Vals í fótbolta. Allir urðu ein- stakir þegar þeir sátu hjá Unnu. Sig- urður sonur okkar fór ekki varhluta af því. Hann minnti jafnan á ef honum fannst of langt um liðið frá síðustu heimsókn sinni. Líkt og forðum daga truflaði það Unnu ekkert þó hann handléki fallegu munina hennar. Það sama var þegar Páll Gústaf var svo mættur við hilluna hennar. Er við Einar giftum okkur mætti Unna, glæsileg að vanda, á sínum hæstu hælum. Eftir henni var tekið. Þegar hún stóð upp síðar um kvöldið og hélt stutta tölu var Unna orðin allra. Hún gaf okkur yngra fólkinu ekkert eftir í gleðinni og dansaði fram á rauða nótt. Nú er Unna aftur komin í fangið á Teiti sínum og saman dansa þau áfram. Enn á ný snúum við stunda- glasinu við og geymum með okkur minningu um einstaka frænku. Vala Pálsdóttir. Í dag kveð ég með trega Unnu frænku, eins og allir kölluðu hana í fjölskyldunni. Ég var nú ekki há í loft- inu þegar að ég kom fyrst að Móum með Bergvíkurbóndanum í heyskap. Auðvitað var tekið á móti okkur eins og um höfðingja væri að ræða, eins og þau hjónin Unna og Teitur gerðu við alla sem til þeirra komu.Aftur lá leið mín að Móum þegar ég kynntist Guðna og var mér jafn vel tekið og forðum. Um hugann fara minningar um sterka og hressa konu. Ég sé hana á Móum kvika í hreyfingum í slátur- húsinu, í garðinum sínum og í eldhús- inu alltaf sívinnandi. Þau voru ófá sporin hennar á milli sláturhússins og íbúðarhússins því starfsfólkið varð að fá kaffi og með því á morgnanna, há- degismat og síðdegishressingu og þess á milli sló hún ekki slöku við í slátruninni. Í Móavíkinni var alltaf gott að koma og auðvitað var bakkelsi á borðum. Það var gaman að sjá hvað þau Unna og Teitur voru samhent að gera þennan stað að sannkölluðum sælureit. Í Espigerðinni var Unna mín alltaf hrókur alls fagnaðar þegar maður kíkti við og auðvitað var dekkað upp borð með fullt af kræsingum. Það fór enginn svangur frá þessari góðu konu. Það er ekki nema tæpt ár síðan hún hljóp upp og niður stigana hjá sér eins og ung stúlka, því svo létt var hún á fæti 79 ára gömul. Barngóð var hún og hændust þau að henni stór og smá. Og unga fólkið talaði hún við sem jafninga, tók þátt i gleði þeirra og sorgum og dæmdi aldrei. Með þakklæti í huga kveð ég Unnu mína og efa ekki að vel sé tekið á móti henni. Hvíli hún í friði Kristín G. Ólafsdóttir. Það er komið að kveðjustund. Unna frænka hefur kvatt þetta líf, losnað úr viðjum sjúkdómsins sem háði henni síðustu mánuðina og er ef- laust búin að hitta Teit sinn, kát og lífsglöð að vanda. Við söknum Unnu en hugur okkar er líka fullur þakk- lætis fyrir að hafa átt hana að í öll þessi ár. Lífsgleði, jákvæðni og um- hyggja voru hennar aðalsmerki og þess fékk allur sá stóri hópur sem í kringum hana var að njóta. Þau Teit- ur voru barnlaus en áttu samt sem áð- ur í raun fjölda barna og barnabarna. Flest systkinabörn þeirra beggja dvöldu hjá þeim á Móum um lengri eða skemmri tíma í æsku og mynd- uðu sterk tengsl sem aldrei rofnuðu. Unna átti ómælda elsku og umhyggju handa öllum þessum hópi ásamt mök- um og börnum sem seinna bættust við. Hún átti mikið að gefa og hana var gott að heimsækja enda ávallt mikill gestagangur á heimili hennar hvort sem var á Móum eða í Espi- gerðinu. Hún veitti gestum sínum af rausn en andlega næringin sem í boði var var ekki síðri en sú líkamlega. Unna var óspör á hrós og hvatningu svo alltaf fórum við glaðari og bjart- sýnni út frá henni en þegar við kom- um. Hún hafði einstaklega jákvætt lífsviðhorf og var okkur dýrmæt fyr- irmynd. Lífið er ekki alltaf bein braut, var hún vön að segja og bætti við að það væri bara mikilvægt að fara varlega í beygjunum. Hún miðl- aði yngstu kynslóðinni af visku sinni og minnti þá gjarnan á mikilvægi þess að vera kurteis. Kurteisi færir mann eitt skref áfram en ókurteisi tvö skref aftur á bak, sagði Unna sem alltaf fékk toppþjónustu hvar sem hún kom vegna þess hve kurteis og jákvæð hún var. Hún gaf sér ávallt tíma til að þakka afgreiðslufólki í verslunum fyrir þjónustuna á þann hátt að viðkomandi fannst hann hafa gert sérstaklega vel og kvaddi hana með gleðibrosi. Heiðarleiki, dugnað- ur og skilvísi voru líka dyggðir sem Unna lagði mikið upp úr. Á efri árum var hún þakklát fyrir hvern þann dag sem hún gat séð um sig sjálf og staðið í skilum. En hún tók veikindum sín- um einnig af æðruleysi og reisn. Hún var sterk og jákvæð til síðustu stund- ar. Hún átti gott samband við Guð og vissi að hann mundi leiða hana í gegn- um þetta. Ómetanleg fyrirmynd fyrir okkur eins og oft áður. Við kveðjum Unnu frænku með djúpri virðingu og þakklæti. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (Vald. Briem.) Andrés, Þóra, Örvar og Dagbjört. Unna á Móum – Unnur Andrés- dóttir – hefur kvatt eftir stutta sjúk- dómslegu. Unna hefur skipað stóran sess í stórfjölskyldunni og heimili hennar á Móum, Espigerði og sum- arhús í Móavík hefur verið miðstöð fyrir fjölskylduna og vini. Það hlýtur að hafa verið mikil breyting í lífi ungrar borgarstúlku, þegar hún gift- ist Teiti frænda mínum, bónda á Mó- um, að flytjast í sveit og taka við húsfreyjustarfi á Móum á Kjalarnesi, sem var stórt og myndarlegt bú árið 1953. Þau breyttu búskaparháttum og árið 1962 hófu þau framleiðslu á kjúklingum. Búskaparhættir á Móum mótuðust af snyrtimennsku og mynd- Unnur Ólöf Andrésdóttir V i n n i n g a s k r á 32. útdráttur 10. desember 2009 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 8 2 3 8 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 3 8 6 7 8 4 6 1 5 2 6 6 6 7 9 7 8 2 3 2 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 21763 33199 36752 49409 52219 67685 27996 35441 38487 50186 56051 78954 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 0 0 8 1 2 8 5 3 1 8 7 5 9 2 6 8 9 1 3 6 8 9 2 4 8 7 3 5 6 1 0 0 3 6 8 0 8 4 2 8 1 2 1 3 5 3 9 1 8 7 8 8 2 7 4 8 2 3 8 2 0 2 5 0 6 0 1 6 1 6 0 8 6 8 3 9 6 3 5 2 3 1 3 6 0 7 2 0 3 1 6 2 7 5 5 8 3 8 8 9 4 5 0 6 7 6 6 2 0 4 0 6 8 9 0 6 3 6 4 4 1 4 2 1 8 2 0 9 9 4 2 7 8 1 1 3 9 4 5 8 5 0 6 8 2 6 2 4 6 9 7 0 2 7 4 4 1 1 8 1 4 2 2 7 2 1 5 1 9 2 9 7 7 4 4 0 9 3 9 5 0 9 6 8 6 3 8 1 2 7 0 5 9 3 5 6 0 1 1 4 7 3 2 2 1 5 5 9 3 1 2 2 8 4 1 2 6 7 5 1 5 6 6 6 4 6 1 1 7 1 2 2 6 7 2 0 0 1 4 8 0 2 2 2 0 8 8 3 1 7 8 3 4 1 7 3 9 5 2 6 3 7 6 4 6 6 0 7 3 2 6 0 7 2 7 3 1 5 5 1 1 2 2 7 3 7 3 3 5 3 2 4 4 2 3 0 5 3 7 4 7 6 5 3 1 4 7 4 8 0 7 8 5 4 9 1 7 7 7 3 2 3 3 5 0 3 4 5 3 0 4 5 6 2 2 5 3 9 5 2 6 6 0 7 5 7 8 7 0 8 1 0 8 3 1 1 7 8 1 8 2 4 8 3 3 3 4 6 7 9 4 7 3 5 8 5 4 2 5 1 6 6 8 3 6 1 1 6 8 8 1 7 9 2 2 2 4 8 3 8 3 4 7 0 4 4 7 4 6 8 5 5 9 5 9 6 7 3 1 4 1 1 9 9 2 1 7 9 6 3 2 5 4 4 1 3 5 0 2 9 4 8 1 2 1 5 8 1 1 6 6 7 9 0 9 1 2 3 9 9 1 8 5 9 5 2 6 2 1 1 3 6 2 1 4 4 8 4 3 2 5 9 0 9 2 6 7 9 8 7 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 3 7 1 0 1 4 3 1 8 8 7 7 2 9 0 6 2 4 0 9 8 2 5 2 3 8 4 6 4 0 3 4 7 1 1 9 6 6 1 1 0 6 6 4 1 9 7 1 1 2 9 7 8 3 4 0 9 9 4 5 2 9 6 5 6 4 1 7 0 7 1 5 9 6 3 0 0 1 1 0 2 1 1 9 8 7 0 3 0 6 3 1 4 1 7 4 5 5 4 0 6 9 6 4 3 2 6 7 1 8 9 5 8 0 7 1 1 2 5 0 2 0 1 0 6 3 0 7 3 1 4 1 7 7 8 5 4 3 5 8 6 4 4 7 9 7 2 7 1 7 1 2 0 2 1 1 3 6 0 2 0 1 0 8 3 1 5 0 7 4 2 0 7 4 5 4 3 8 9 6 4 4 8 7 7 3 2 4 3 1 3 4 2 1 1 4 9 8 2 0 1 4 9 3 1 5 0 9 4 2 9 4 7 5 4 4 7 3 6 4 9 6 1 7 3 3 9 8 1 3 6 7 1 1 7 6 1 2 0 1 6 5 3 1 6 0 3 4 3 0 6 2 5 4 4 7 6 6 5 4 4 7 7 3 5 9 2 1 4 3 6 1 1 9 2 1 2 0 2 4 0 3 1 7 8 4 4 4 4 2 3 5 5 8 6 9 6 5 8 6 5 7 3 8 0 1 1 5 1 9 1 2 7 2 3 2 0 4 4 3 3 2 0 0 0 4 4 5 4 2 5 7 5 1 0 6 6 0 2 0 7 3 9 5 7 1 8 5 2 1 2 7 4 0 2 0 8 9 7 3 2 0 5 5 4 4 8 6 8 5 8 1 1 4 6 6 3 3 5 7 4 7 2 0 2 5 4 5 1 2 8 4 3 2 1 5 0 2 3 2 3 0 4 4 5 3 8 5 5 8 1 7 9 6 7 1 9 5 7 5 1 4 1 2 6 2 4 1 2 8 9 4 2 1 5 9 8 3 2 8 2 6 4 6 3 8 4 5 8 2 6 6 6 7 4 0 9 7 5 1 5 6 3 0 0 0 1 3 0 6 4 2 1 7 9 6 3 3 0 7 0 4 6 8 2 1 5 8 2 7 2 6 7 5 6 4 7 5 9 3 2 3 0 6 3 1 3 1 6 0 2 1 8 0 0 3 3 2 8 4 4 7 1 4 6 5 8 2 7 6 6 7 7 3 4 7 6 5 1 6 3 2 7 9 1 3 2 8 6 2 2 2 6 8 3 4 2 1 6 4 7 3 2 7 5 8 3 2 8 6 8 3 2 7 7 6 8 4 4 3 9 1 1 1 3 7 6 8 2 2 3 6 9 3 4 2 3 6 4 8 5 3 5 5 8 3 3 8 6 8 4 1 8 7 6 8 9 6 3 9 3 0 1 4 1 0 4 2 2 4 5 0 3 4 3 8 7 4 8 6 2 1 5 8 4 2 8 6 8 7 0 4 7 7 0 8 0 3 9 6 6 1 4 7 6 1 2 2 6 0 7 3 4 5 1 9 4 8 6 4 5 5 8 4 8 4 6 9 0 5 8 7 7 4 9 1 3 9 7 1 1 4 8 8 9 2 3 5 7 8 3 4 6 2 6 4 8 8 2 1 5 8 8 6 0 6 9 0 7 3 7 7 7 9 8 4 1 5 4 1 5 8 3 2 2 3 6 2 5 3 4 6 3 5 4 9 2 4 3 5 9 1 2 0 6 9 0 7 4 7 7 9 8 6 4 2 2 4 1 6 0 9 3 2 4 5 7 3 3 5 6 3 7 4 9 2 8 6 5 9 1 7 8 6 9 4 2 7 7 8 0 9 4 4 3 5 4 1 6 3 2 4 2 4 8 9 4 3 5 8 3 8 4 9 8 4 9 5 9 2 0 7 6 9 4 3 9 7 8 2 4 5 4 5 4 6 1 6 3 7 9 2 4 9 4 0 3 6 2 2 8 4 9 9 0 9 5 9 3 4 7 6 9 6 0 0 7 8 2 4 8 4 9 6 5 1 6 5 0 3 2 4 9 8 4 3 6 4 3 0 5 0 3 5 5 5 9 7 3 3 6 9 6 9 1 7 9 1 8 2 6 0 0 9 1 6 5 9 0 2 5 3 5 7 3 6 5 0 3 5 0 5 9 4 5 9 7 9 9 6 9 7 2 0 7 9 6 7 1 6 2 3 0 1 6 7 5 1 2 5 8 5 0 3 6 6 5 1 5 0 7 3 8 6 0 5 6 3 6 9 8 5 1 7 9 7 3 6 6 6 0 6 1 7 4 7 8 2 6 2 6 8 3 6 8 1 5 5 0 9 2 4 6 0 8 6 6 6 9 9 5 5 7 1 4 5 1 7 7 6 5 2 7 3 2 1 4 0 1 1 8 5 0 9 5 4 6 2 3 1 9 7 0 1 1 3 7 6 0 2 1 7 9 1 3 2 8 0 0 9 4 0 2 7 2 5 1 2 9 4 6 2 7 2 4 7 0 5 2 3 8 9 5 8 1 7 9 8 6 2 8 0 7 8 4 0 2 7 9 5 1 4 5 7 6 3 2 9 5 7 0 6 5 2 9 3 1 9 1 8 0 0 3 2 8 3 2 6 4 0 4 0 5 5 1 6 8 5 6 3 3 9 7 7 0 8 9 6 1 0 0 1 7 1 8 1 5 2 2 8 4 8 7 4 0 4 3 8 5 2 1 3 6 6 3 9 0 5 7 0 9 4 1 Næstu útdrættir fara fram 17. des, 23. des & 30. des 2009 Heimasíða á Interneti: www.das.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.