Morgunblaðið - 11.12.2009, Qupperneq 38
38 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009
TÓNLEIKAR sem haldnir voru í
Kaupmannahöfn á mánudagskvöld í
tengslum við alþjóðlegu loftslags-
ráðstefnuna breyttust í martröð sem
margir Danir vildu helst gleyma.
Ákveðið var að halda tónleikana,
sem nefndir voru Dance 4 Climate
Change, í Parken, og gert ráð fyrir
um 15-20 þúsund gestum. Auglýstir
flytjendur voru m.a. Angelique
Kidjo, Akon, Youssou N’Dour,
hljómsveitin Europe og Danseor-
kesteret og miðar auglýstir til sölu á
300-800 danskar krónur (7.400-
19.600 ísl.).
En áhuginn var enginn og miðar
seldust mjög illa. Þrem dögum fyrir
tónleika buðu tónleikahaldararnir
miða á 75 kr. eða innan við tvö þús-
und, en það gekk ekki heldur og
gerði þá fáu sem búnir voru að
kaupa miða dýrum dómum ösku-
reiða. Daginn fyrir tónleika boðaði
senegalska hip-hop stjarnan Akon
forföll. Málið var ekki síst vand-
ræðalegt vegna þess að tónleikana
átti að senda beint til annarra landa,
til um 40 milljón áhorfenda, og
vegna þess að skipuleggjendum
hafði verið boðið að halda tónleikana
endurgjaldslaust á Ráðhústorginu.
„Gapandi tóm“ sagði Politiken, en
aðeins um 1.500 manns mættu á tón-
leikana í Parken.
Gapandi tóm
Loftslagstónleikar
í Kaupmannahöfn
Parken Fámenni á tónleikum.
BÍÓMIÐASALA
í Bandaríkjum
nær nýjum hæð-
um fyrir árslok,
en allar líkur
benda nú til þess
að ársvelta miða-
sölu fari í fyrsta
sinn yfir 10 millj-
arða dala, eða
andvirði um 1.250
milljarða króna á
einu ári. Með því verður slegið met
frá árinu 2007, þegar salan nam um
9,6 milljörðum dala
Þótt ekki séu nema þrjár vikur
eftir af árinu á enn eftir að frumsýna
stórmyndir sem víst þykir að muni
hala inn fúlgur; þar á meðal er
myndin Sherlock Holmes með Ro-
bert Downey Junior, Avatar og
mynd nr. 2 um Alvin og íkornana.
Miðasölumet
Robert Downey
LISTASAFN Íslands býður
gestum að skyggnast á bak við
tjöldin á morgun kl. 14. Ólafur
Ingi Jónsson forvörður safns-
ins fræðir gesti um falsanir og
fjallar um þær í tengslum við
það sem kennt hefur verið við
„stóra málverkafölsunarmál-
ið“. Enn fremur kynnir rithöf-
undurinn og gagnrýnandinn
Ragna Sigurðardóttir bók sína
Hið fullkomna landslag sem
fjallar um íslenskan listheim og þá atburðarás
sem fer af stað þegar falsað verk ratar inn á gólf í
virtu safni. Nú stendur yfir sýning á verkum
Svavars Guðnasonar í safninu og mun Ólafur Ingi
skoða höfundarverk Svavars í þessu samhengi.
Myndlist
Þekkir þú falsanir
frá frumgerð?
Ólafur Ingi
Jónsson
Á AÐVENTUTÓNLEIKUM
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
Háskólabíói í kvöld kl. 19.30
hljómar hátíðleg jólatónlist frá
ýmsum tímum í flutningi Ingi-
bjargar Guðjónsdóttur og
Gissurar Páls Gissurarsonar.
Bach, Handel, Corelli, Mozart,
Adolphe Adam og Sigvaldi
Kaldalóns eiga allir sinn skerf
á jólalegri efnisskránni. Ævin-
týrið um snjókarlinn verður
leikið og Páll Óskar mun bæði segja söguna og
syngja. Tveir ungir og efnilegir fiðluleikarar leika
þátt úr konserti fyrir tvær fiðlur eftir Bach og síð-
an sér Graduale-kórinn um að koma öllum í rétt
skap með jólalögum!
Tónlist
Páll Óskar og Snjó-
kallinn hjá Sinfó
Páll Óskar
NAFN tónlistar- og ráðstefnu-
hússins opinberað í dag, en því
verður gefið nafn við hátíðlega
athöfn á hafnarbakkanum,
Austurbakka við húsið kl.
15.30. Efnt var til samkeppni
um nafn á húsið í febrúar í
fyrra og létu viðbrögð ekki á
sér standa. Nú er komið að því
að kynna hvaða nafn varð fyrir
valinu. Af því tilefni mun Stór-
sveit Samma, Samúels Samú-
elssonar básúnuleikara spila og í tilefni nafngjaf-
arinnar verður boðið upp á, kakó og kleinur á
hafnarbakkanum, Austurbakka, frá kl. 15.30-
16.30. Allir eru hjartanlega velkomnir, en gengið
er inn á svæðið frá Geirsgötu.
Tónlist
Tónlistarhúsinu
gefið nafn í dag
Tónlistarhúsið
við Austurbakka.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„DEYÐU snögglega hjón úr Gríms-
eyju með því móti, að maðurinn datt
dauður niður úti, og kona hans í
sama stað daginn eftir.“
Svo er frá sagt í Djáknaannálum
1779. Líklegt er að fátt annað tíðinda
vert hafi gerst í lífi þeirra hjóna en
sviplegur og samtaka dauðinn.
Í bókinni Ísland í aldanna rás, sem
nú er komin út, skrifar Bjarki
Bjarnason bókmenntafræðingur um
18. öldina, þar sem hann fléttar sam-
an eigin skrif og aðrar heimildir. Á
þeim tíma var hvorki dagblöðum né
tímaritum til að dreifa, hvað þá ljós-
myndum og auðvelt að ímynda sér
að öflun heimilda fyrir svo stóra bók
hafi reynst stórmál.
„Heimildanna þarf að leita alls
staðar, bæði í fræðiritum og víðar,“
segir Bjarki. „Annálarnir svokölluðu
eru samtímaheimildir og sama má
segja um Alþingisbækur Íslands
sem hafa verið gefnar út. Annálarnir
eru gullkista. Þeir eru auðvitað
skrifaðir með þess tíma formerkjum
og maður þarf að lesa þá með gagn-
rýnu hugarfari.“
Annálaritun í tísku á öldinni
Það voru helst menntamenn og
prestar sem skráðu annála, að sögn
Bjarka, sýslumenn og einstaka góð-
bóndi. „Þetta var í tísku á 18. öldinni.
Eftir aldamótin 1800 datt þetta úr
tísku, enda komu þá til sögunnar
annars konar fjölmiðlar eins og t.d.
Skírnir. Flestir rituðu annálana af
fræðilegum áhuga á því að skrá hlut-
ina, árferðið og helstu tíðindi.
Í bókinni hef ég fasta dálka, bæði
„Úr annálum“ og „Frá Öxarár-
þingi“, með textum úr annálunum og
alþingisbókunum. Alþingisbæk-
urnar eru oft svolítið skýrslu-
kenndar; lýstu til dæmis yfir-
heyrslum, en þar var líka lýst eftir
sakafólki. Öldin er svotil myndalaus,
en lýsingar á sakafólki eru mjög
myndrænar. Þar er sagt hvort fólk
sé bólugrafið, hvaða kæki það hefur
og hvað það kann til verka. Þar eru
t.d. tvær lýsingar á Fjalla-Eyvindi,
þar sem verið er að lýsa eftir honum.
Lýsingarnar eru svipaðar; í þeirri
fyrri segir að hann sé farinn að
reykja, en í hinni, alllöngu síðar, er
sagt að hann reyki mikið.“
Bjarki fór yfir ógrynni af heimild-
um við vinnslu bókarinnar, enda hef-
ur verkið tekið tvö ár. Hann líkir vali
á efni bókarinnar við vinnu blaða-
manns sem velur efni til umfjöllunar
og hafnar eftir því hversu bitastætt
það er og áhugavert.
Skúbb frá 18. öld
En hvaða sýn telur höfundurinn
að almenningur fái á 18. öldina við
lestur bókarinnar og er það ef til vill
önnur sýn sem sú sem fékkst af
lestri skólabóka?
„Textinn ber í sér að miklu leyti
sjónarhorn alþýðufólks. Þegar við
lesum Íslandssöguna lesum við um
Skúla fógeta, Magnús Stephensen
og hvað margir dóu í móðuharðind-
unum og bólusóttinni. Fyrir utan
mektarmennina eru andlitin nafn-
laus andlit. Í bókinni eru hins vegar
sagðar margar sögur, örlagasögur
alþýðufólks, sakamál og fleira slíkt.
Þar eru margar sögur sem ég held
að hafi ekki verið á almannavitorði
áður. Það er kannski fullseint að
kalla það „skúbb“ en margar sög-
urnar eru mjög áhugaverðar og lýs-
ingin á kjörum alþýðufólks breið.
Þetta var mikil harðindaöld og ekki
skemmtileg. Réttarfarið var
grimmilegt, dauðarefsingar og rétt-
trúnaður. En þótt það hafi ekki alltaf
verið skemmtilegt að lifa á 18. öld-
inni, þá var mjög gaman að gera
grein fyrir henni á bók.“
Sjónarhorn alþýðufólks
Bjarki Bjarnason sagnfræðingur hefur ritað mikla bók, Ísland í aldanna rás,
um 18. öldina á Íslandi Mikið til af heimildum í annálum og alþingisbókum
Morgunblaðið/RAX
Bjarki Bjarnason „Það er kannski fullseint að kalla það „skúbb“ en margar
sögurnar eru mjög áhugaverðar og lýsingin á kjörum alþýðufólks breið.“
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
BÓKAFÉLAGIÐ Ugla gefur út 21 bók á
árinu. Jakob F. Ásgeirsson útgefandi segir að
oft hafi áhersla Uglu verið á rit um stjórnmál
og sögu, en nú sé hún almennari.
„Af barnabókum er fyrst að nefna nýja út-
gáfu á Öddubókunum eftir Jennu og Hreiðar
með teikningum Halldórs Péturssonar; Kvöld-
sögur handa börnum, þar sem Gunnar Dal vel-
ur og þýðir þrettán bestu ævintýri allra tíma
og Jólaævintýri Dickens í afbragðsþýðingu
Karls Ísfeld með upprunalegum myndum.“
Kvæðaúrval Kristjáns Karlssonar er fyrst
þeirra skáldverka sem Jakob nefnir og svo
kiljuútgáfa af Hinum mikla Gatsby og frum-
útgáfa af meistaraverki Elie Wiesel, handhafa
friðarverðlauna Nóbels, Nótt; áhrifamikil lýs-
ing á veru í útrýmingarbúðum nasista. Tvær
bækur eftir Agöthu Christie koma út hjá Uglu
á þessu ári, en önnur þeirra er ein þekktasta
bók hennar, Minning um morð, sem ekki hefur
komið út áður á íslensku.
„Þá gef ég út merkilega sögu sem heitir
Freyjuginning eftir bandarískan höfund,
Christinu Sunley, sem er af íslenskum ættum.
Í vissum skilningi má segja að bókin sé um
menningarheim Vestur-Íslendinga en sögu-
hetja hennar leitar á vit forfeðra sinna á Ís-
landi með óvæntum endalokum. Bókin kom út
í Bandaríkjunum fyrr á árinu og fékk mjög
góðar viðtökur.“
Bókafélagið Ugla gefur út æviminningar
Einars Benediktssonar sendiherra og Alfreðs-
saga og Loftleiða eftir Jakob sjálfan er endur-
útgefin í tilefni af því að nýlega var gerð heim-
ildamynd um Alfreð Elíasson. Jakob er einnig
höfundur bókar um Aung San Suu Kyi og bar-
áttu hennar fyrir mannréttindum og lýðræð-
isumbótum í Búrma.
„Jólaminningar er vönduð og hugljúf bók
sem Jónas Ragnarsson hefur tekið saman um
jólahald og jólasiði Íslendinga. Í fyrsta hlut-
anum eru minningar frá fyrri tíð, í öðrum hluta
samtöl við tólf þjóðþekkta Íslendinga og loks
er rifjaður upp margvíslegur fróðleikur um
jólahald á 20. öld.“
Fjármálasaga heimsins er rakin í met-
sölubók heimsþekkts sagnfræðings, Nialls
Ferguson, Peningarnir sigra heiminn.
„Þá hefur Óli Björn Kárason tekið saman
skemmtilega bók sem hann kallar Þeirra eigin
orð, og hefur að geyma fleyg orð auðmanna,
stjórnmálamanna, álitsgjafa og embættis-
manna í útrásinni.“
Fyrr á árinu kom út bók Þorkels Sig-
urlaugssonar Ný framtíðarsýn, um nýja
stjórnarhætti við endurreisn Íslands eftir
hrunið, bók Björns Bjarnasonar, Hvað er Ís-
landi fyrir bestu, um tengsl Íslands við Evr-
ópusambandið, og reyfari eftir Patriciu Corn-
well. „Loks er að nefna fjórðu bókina í
gagnmerkum bókaflokki Ólafs Teits Guðna-
sonar þar sem fjallað er um vinnubrögð á fjöl-
miðlum. „Þú sérð að hér kennir ýmissa grasa.“
Fjölbreytni hjá Uglu
Morgunblaðið/Golli
Jakob Skrifar bók um Aung San Suu Kyi.
Jólasaga Dickens með upprunalegum myndum
Frá Öxarárþingi:
„Sama dag [12. júlí] féll solátandi dómur í barneignar-máli Bárðar
Hávarðssonar:
Bárður Hávarðsson hefur so vel fyrir héraðs sem þessum lögþingis-
rétti fríviljuglega meðkennt sig begengið hafa fjögur frillulífis-brot með
liðugum kvennpersónum og það fimmta með sínu þá verandi konu-efni,
Þorkötlu Jónsdóttur, áður en þau trúlofuð voru, hvörs vegna sýslumanns-
ins Arnórs Jónssonar á Kjalardals-þingi næstliðinn 25. Junij yfir hönum
gegninn dómur, hvar inni hann eftir innihaldi forordningarinnar af 3. Jun-
ij 1746, 10. art., er dæmdur til að erfiða í Kaupenhafnar tugt-húsi sína
lífstíð, er hér með aldeilis confirmeraður.“
Frillulífisbrot með liðugum kvennpersónum
Raunverulegt líf
Waits er í raun
afskaplega vel varðveitt
leyndarmál. 42
»