SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Side 10

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Side 10
10 14. febrúar 2010 8:00 Vakna við ljúfa tóna vekjaraklukkunnar og finn strax að ekkert verður úr góð- um áformum gærdagsins um að hefja daginn í ræktinni. Ég reyni að fara í ræktina þrjá daga í viku og reyni svo að hlaupa eða fara í góða göngu- ferð um helgar. En það hefur gengið brösuglega að ná góðum takti eftir jólafrí. Það er svo erfitt að byrja aftur. Fljótlega vaknar eiginmaðurinn, þriggja ára sonurinn og unglingurinn. Og þá er dagurinn byrjaður og allt fer á fullt í að næra sig, klæða og koma sé út. 9:30 Mæti í kirkjuna. Eig- inmaðurinn sér um að koma drengnum á leikskólann og sækja hann á mánudögum. Það er töluvert púsluspil að koma lífi okkar saman. Maðurinn minn er prófessor í HÍ og getur unnið endalaust og minn vinnutími er ekkert sérstaklega reglulegur. Við reynum þó bæði og viljum láta fjölskyldulífið ganga fyrir eins og hægt er. Ég byrja á að fá mér langþráðan kaffibolla og staldra við í eld- húsinu í nokkrar mínútur og spjalla við kirkjuvörðinn. Svo er tölvan sett í samband og ég dembi mér í verkefni dagsins. 10:00 Hjónaviðöl. 12:00 Ungir foreldrar komu með þriggja vikna gamlan dreng sem ég skíri um helgina. 12:30 Ætlaði að fá mér eitt- hvað að borða en byrja að svara tölvupósti og vinna í kynningu á kvikmyndasýningu sem verð- ur í kirkjunni á mánudag. Áður en ég veit af er tíminn runninn frá mér. 13:00 Sálgæsluviðtal. 14:00 Loksins er kominn tími til að borða hádegisverð- inn sem ég keypti mér í morgun. Ég fer upp á efri hæðina og kanna hvort þar sé einhver sem hægt er að eiga samfélag við á meðan ég borða. Jú, þarna eru kirkju- vörður og prestur. Ég fæ þau til að setjast hjá mér og við eigum líflegt spjall. 15:30 Nýti tímann áður en fermingarfræðslan byrjar í að fara yfir erindi kvöldsins en ég hef tekið að mér að fjalla um sjálfstyrkingu á fundi hjá Sóroptimistum í Grafarvogi. 15:30 Fyrri ferming- arhópur dagsins kemur. Efni dagsins er fyrirgefning. Við ræðum hana út frá öllum mögulegum hliðum, tökum dæmi og gerum æfingar. Þessi hópur en líflegur og ég þarf að leggja mig alla fram við að halda þeim við efnið. 16:30 Þá er komið að seinni hópnum. Þessi hópur er öllu minni og því er auð- veldara að eiga áreynslu- lausar umræður um fyr- irgefninguna. 17:30 Fer í gegnum tölvupósta og þarf að svara nokkrum bréfum. Nokkuð er um fyrirspurnir varðandi kyrtlamátun fermingarbarna sem verða síðar í vikunni og svo er töluvert um að fólk hafi samband og vilji bóka athafnir, viðtöl eða skrá sig á námskeið í kirkjunni. 18:15 Nú er kominn tími til að fara heim. Ég gríp með mér nokkrar bækur sem gætu gefið mér hugmyndir að efni fyrir helgistund með eldri borgurum sem ég mun leiða á morgun. Ég get litið yfir þær seinna í kvöld. 18:30 Maturinn er næstum tilbúinn þegar ég kem heim. Minn elskulegi maður er búinn að hita upp gúllasið sem hann bjó til í gær. Sá litli er hress og vill ólmur fá mömmu í bílaleik og segja frá upplifunum dags- ins. 20:00 Er mætt í Golfklúbb Reykjavíkur í Grafarholti, þar sem Sóroptimistaklúbbur Graf- arvogs hittist einu sinni í mán- uði. Þær báðu mig að vera með erindi fyrir þær og æfingar, í sjálfstyrkingu kvenna. 22:10 Ek í hlaðið heima hjá mér. Löngum vinnudegi er lokið. Ég er sátt við fundinn með Sóroptimistum. Erindið gekk vel og það var gaman að hitta þessar flottu konur sem eru að sinna mikilvægum störfum. Ég kíki á Facebook eftir gott spjall við eiginmann- inn. 00:30 Er ég lögst upp í rúm með Karlsvagninn. Þakklát fyrir góðan dag. Dagur í lífi sr. Guðrúnar Karlsdóttur prests í Grafarvogskirkju Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þakklát fyrir daginn Guðrún Karls- dóttir prestur í Grafarvogi. T ekið var á móti íslensku ólympíuförunum með pomp og prakt við komuna til landsins 1956, en þá hafði Vilhjálmur Einarsson nælt í verðlaun á þeim vettvangi fyrstur Íslendinga. Vilhjálmur varð annar í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu. Fjöldi fólks var á Reykjavíkurflugvelli sunnudaginn 9. des- ember, að sögn Morgunblaðsins, þegar áætlunarvél Flug- félags Íslands kom frá Hamborg og Kaupmannahöfn. „Við erum hingað komin til þess að bjóða velkomna heim þrjá landa okkar, fulltrúa Íslands á Olympíuleikunum í Melbourne, íþróttamennina Vilhjálm Einarsson og Hilmar Þorbjörnsson og fararstjóra þeirra, Ólaf Sveinsson,“ sagði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra þegar hann ávarpaði viðstadda. Gylfi sagði ennfremur, að sögn Morgunblaðsins: „Við erum hingað komin til þess að þakka þeim, að þeir urðu landi sínu til sóma, – að þeir sönnuðu það í sólskininu á suðurhveli jarðar, að hér norður við nyrztu höf býr dugmikil þjóð, sem þrátt fyrir smæð sína er hlutgeng meðal stórþjóða. Íslenzki hópurinn á Olympíuleikunum var fámennastur og kominn lengst að. En orðstír sá, sem hann gat sjálfum sér og landi sínu, hefði sæmt hvaða stórþjóð sem væri. Sérstaklega bjóðum við velkominn Vilhjálm Einarsson. Við óskum honum til hamningju með glæsilegt afrek hans, mesta afrek Íslendings í frjálsum þróttum. Þjóðin öll kann honum þakkir, ekki eingöngu fyrir það að hafa skipað sér á bekk með beztu íþróttamönnum heims, – ekki aðallega fyrir það, að hafa orpið frægð á Ísland, heldur fyrst og fremst fyrir hitt, að hann hefur sannað okkur sjálfum, ekki síður en umheim- inum, að Ísland er gott land, því að það er gott land, sem elur slíka syni, – sú þjóð, sem eignast afreksmenn, á sér framtíð. Engum er það brýnni nauðsyn en þeim, sem búa afskekktir og við örðug skilyrði, að trúa á land sitt, treysta sjálfum sér. Afrek Vilhjálms Einarssonar hefur glætt trú okkar á Ísland, traust okkar á íslenzkt þjóðerni. Þess vegna hefur það. sem gerðist suður í sólheitri Ástralíu varpað birtu inn í skamm- degið hingað norður undir heimskautsbaug. Afreksmenn í íþróttum inna af höndum verðmæta þjónustu í þágu þjóðar sinnar með því að vera æskulýðnum fagurt fordæmi. Mikil afrek verða ekki unnin í krafti neinnar náðargáfu einnar saman, heldur jafnframt fyrir þrotlaust starf og sterkan vilja. Fordæmi afreksmanna í íþróttum auka starfið og styrkja vilj- ann. Á hvoru tveggja er ungu fólki höfuðnauðsyn. Iðkun heilbrigðra íþrótta er leið að því marki.“ „Það er gott land sem elur slíka syni“ Vilhjálmur Einarsson ásamt foreldrum sínum, Sigríði Vilhjálmsdóttur og Einari Stefánssyni, á Reykjavíkurflugvelli við heimkomuna. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúson Vilhjálmur ræðir við Sigurð Sigurðs- son, fréttamann Ríkisútvarpsins, við komuna til Reykjavíkur. Úr myndasafninu

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.