SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 18

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 18
18 14. febrúar 2010 U m allt land sitja framhaldsskólanemar yfir bókum og gagnabönkum og er það þó ekki heimalærdómur. Þeir eru að undirbúa sig fyrir úr- slitin í Gettu betur, en átta skólar eru komnir áfram og verður framhaldið í Sjónvarpinu. Í kvöld, laugardagskvöld, mætast Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Menntaskólinn á Egilsstöðum. Lið ME flaug til höfuðborgarinnar á fimmtudagskvöld og gista allir keppendurnir hjá bræðrum sínum, því Sjónvarpið greiðir aðeins fyrir eina nótt á gistiheimili. Egilsstaðir Í liði ME eru Hrólfur Eyjólfsson, Arnar Jón Guðmundsson og Jóhann Atli Hafliðason. Jóhann varð fyrir svörum og sagði að þeir hittust á hverjum degi, færu yfir hraða- spurningar og ítarefni og skoðuðu ýmislegt sem þeir héldu að yrði spurt um. – Hvenær hófst undirbúningur? „Í byrjun nóvember,“ svarar hann. „Við byrjuðum að hittast tvisvar í viku og höfum hist reglulega síðan, en álagið eykst auðvitað rétt fyrir keppni.“ – Hvernig er valið í lið? „Það voru forpróf, átta hæstu voru teknir inn og síðan velur þjálfarinn þá sem hon- um finnst vera þrír bestu.“ – Sérhæfið þið ykkur? „Já, algjörlega. Sumir eru með útlönd, aðrir tónlist og íþróttir, enn aðrir með Ísland og náttúru, og svo mætti lengi telja. Svo flokkast margt undir heilbrigða skynsemi, nokkuð sem allir vita. Það lærist af því að endurtaka hraðaspurningarnar aftur og aft- ur.“ – Hvar hittist þið venjulega? „Bara í skólanum.“ – En komnir suður æfið þið í framsóknarhúsinu á Hverfisgötu? „Já, þjálfarinn okkar hefur sambönd! Þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem Gettu betur-lið æfir þarna. Við höfum bara keppt í tveimur keppnum í útvarpi og höfum ekki þurft að fara suður.“ – Hvenær náði liðið lengst? „Við komumst tvisvar í undanúrslit. Þá var þjálfarinn okkar í liðinu, Stefán Bogi Sveinsson. Hann er í miðjunni hjá útsvarsliðinu í Fljótsdalshéraði.“ Garðabær Í liði FG eru Hans Marteinn Helgason, Sæþór Pétur Kjartansson og Arnar Gunnarsson. Þeim leiðist ekkert er þeir innbyrða fróðleikinn. „Annaðhvort spyrjum við hver annan hraðaspurninga eða spilum á spil,“ segir Hans Marteinn. – Hvenær hófst undirbúningur? „Í desember.“ – Sérhæfið þið ykkur? „Eiginlega ekki, nei.“ – Hvaðan koma hraðaspurningarnar? „Æ, það er bara allt á milli himins og jarðar. Það er búið að safna í langan lista.“ – Er þetta mikil vinna? „Ekkert voðalega mikil,“ segir hann. „En þá er ég ekkert að tala fyrir þeirra hönd. Ég hef nú ekki talið mig metnaðarfyllstan í liðinu.“ – Hvernig var valið? „Þetta er áfangi í skólanum. Þjálfararnir kenna og láta okkur síðan taka próf. Ég kom vel út úr þeim og komst í liðið.“ – Það hlýtur að vera grunnur að góðri vináttu að taka þátt í svona keppni. „Já, við erum ágætir vinir. Ég var raunar vinur annars fyrir, en hinn þekkti ég lítið þar til ég komst í liðið.“ Garðabær gegn Egilsstöðum Sæþór Pétur og Hans Marteinn velta vöngum á nemendaskrifstofu FG. Hrólfur, Arnar Jón og Jóhann Atli úr ME ígrunda spurningar. Arnar hugsar ekki um hollustuna daginn fyrir keppni. Ein af síðum í „spurningamöppunum“ sem keppendur ME styðjast við. Bak við tjöldin Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir Golli golli@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.