SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 22

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 22
22 14. febrúar 2010 F innur, þú hættir sem forstjóri Sparisjóðabanka Íslands í árslok 2007 og hafðir gegnt því starfi frá því 2002. Haustið 2008 var Sparisjóðabankinn kominn í þrot. Finnst þér óréttmætt, þegar því er haldið fram að þú hafir verið þátttakandi og gerandi í hruninu? „Ég var starfandi á þessum markaði í þessi ár og það er staðreynd. Ég get auðvitað ekki afmáð þá fortíð og ætla alls ekki að afneita því að ég hafi starfað á fjármálamark- aðnum á því tímabili sem þú tiltekur. En þegar það urðu breytingar á eignarhaldi á Sparisjóðabankanum í nóv- ember 2007 og nýir fjárfestar komu inn, þá komst ný stjórn bankans að þeirri niðurstöðu að minna starfskrafta væri ekki óskað lengur og ég var látinn fara. Auðvitað ber ég ábyrgð á starfsemi Sparisjóðabankans fram að þeim tíma sem ég hætti, en ég kom hvergi við sögu í því sem gerðist í bankanum eftir áramótin 2007 og 2008.“ – Finnur, er ekki dýrmætasta eign hvers banka og fjár- málastofnunar traust viðskiptavinanna? „Jú, það er þannig. Hin sígildu bankafræði snúast ein- mitt um traust viðskiptavinanna. Banki þrífst á því að taka við innlánum fjármagnseig- enda og afla sér fjármuna með öðrum hætti, eins og út- gáfu skuldabréfa og þess háttar, og nota síðan þá fjármuni sem aflað hefur verið til verkefna sem gefa tekjur. Ef banki nýtur ekki trausts, þá verður þetta mjög erfitt og viðskiptavinirnir leita annað með peningana sína og þar af leiðandi er grundvellinum kippt undan starfseminni.“ – Fyrst þú telur svo vera, hvernig má það vera að banki eins og Arion banki geri ítrekað þær reginskyssur, ég vil segja mistök, að taka ákvarðanir, sem beinlínis verða til þess að draga úr tiltrú almennings og trausti á Arion banka? „Þetta er þín lýsing, ekki mín. Við höfum í þessum banka lagt mikla áherslu á að starfa samkvæmt skýrum verklagsreglum sem við setjum okkur, þar sem lögð er áhersla á atriði eins og gegnsæi, jafnræði og fagmennsku. Við teljum okkur vera að vinna samkvæmt því, en okkur er alveg ljóst, að ýmsar af þeim ákvörðunum sem við höf- um tekið hafa mælst misjafnlega vel fyrir. Við erum að reyna að vinna úr öllum þessum málum sem taka þarf á, afleiðingum hrunsins, og það erum við að gera eftir bestu getu.“ – Hafið þið orðið vör við það í miklum mæli að und- anförnu, að fólk flytti viðskipti sín frá ykkur? „Nei.“ Haldlitlar tryggingar fyrir láni til Samskipa – Að afgreiðslu bankans á Samskipum. Nú hafið þið skýlt ykkur á bak við erlendan banka í þeim efnum og sagt að þetta væri þeirra ákvörðun, alveg eins og gert var þegar S-hópurinn var að kaupa Búnaðarbankann, að vísa til er- lends banka, sem reyndist svo ekki vera neitt. Telur þú einhverjar líkur á því að almenningur kaupi þennan málatilbúnað bankans? „Arion banki er ekki að skýla sér bak við annan banka. Mál Samskipa eru einfaldlega svona vaxin. Samskip eru með tvíþætta starfsemi. Starfsemi erlendis er í Sam- skipum Holding og dótturfélögum þess. Starfsemin hér á landi er í Samskipum hf. sem einnig er dótturfélag Sam- skipa Holding. Starfsemin erlendis er miklu meiri en hér innanlands. Það eru tveir bankar sem fjármagna Sam- skip. Annars vegar er það Arion banki og hins vegar belg- ísk-hollenski bankinn Fortis. Arion banki var í erfiðari stöðu í máli Samskipa en Fortis. Staðreyndin er sú, að þær tryggingar sem bankinn hafði voru haldlitlar. Helsta von okkar hér í Arion banka, til þess að fá skuldir Samskipa greiddar til baka, er sú að taka þátt í þeirri lausn sem lögð var til. Ef við hefðum neitað því og sett fyrir okkur frekari viðskipti við stjórn- arformanninn, Ólaf Ólafsson, þá áttum við það á hættu að innlend starfsemi félagsins legðist af og við fengjum lítið sem ekkert upp í skuldirnar.“ – En þessar 600 milljónir sem Ólafur Ólafsson er að leggja inn í Samskip, til þess að halda 90% yfirráðum í fé- laginu, eru náttúrlega bara smáaurar, miðað við það sem félög í hans eigu, að hluta eða öllu leyti, skulda Arion banka, yfir 200 milljarðar króna, ekki satt? „Það er auðvitað ekki í mínum verkahring að staðfesta þessar tölur. Stjórn þessa banka þurfti að standa frammi fyrir hluthöfum, sem er annars vegar almenningur á Ís- landi og hins vegar kröfuhafar gamla Kaupþings, og rétt- læta að við tækjum ekki þátt í þessu og töpuðum að öllum líkindum milljörðum króna.“ – En kom það aldrei til greina að selja einhverjum öðr- um Samskip fyrir þessa smáaura, eða jafnvel eitthvað hærri upphæð? „Það getur vel verið að það hefði komið til greina, en við í Arion banka réðum einfaldlega ekki þessari nið- urstöðu. Við vorum víkjandi aðili í þessari ákvörðun.“ – Er það ekki einkennilegt að bankinn segi ítrekað að Ólafur Ólafsson skuldi ekki neitt, þegar fyrir liggur að fé- lög á hans vegum skulda yfir 200 milljarða í Arion banka? Eignir hans, eru þær ekki að uppistöðu til vegna stöðu- töku gegn íslensku krónunni, sem margir líta á sem eitt allsherjar skemmdarverk gagnvart íslenskum almenn- ingi? Reynum að finna bestu lausnina í hverju máli „Það sem við stöndum frammi fyrir er að taka á málum, einu af öðru, og reyna að finna bestu lausnina út frá hags- munum bankans, í hverju máli. Aðstæður eru auðvitað mismunandi og því mismunandi lausnir í hverju máli. En mér sem aðalstjórnanda bankans og stjórn bankans er treyst fyrir því að hafa hagsmuni bankans að leiðarljósi og reyna að hámarka þau verðmæti sem um ræðir í end- urheimtum bankans.“ – Er það kostur, að þínu mati, að viðskiptamaður sé ekki í neinum persónulegum ábyrgðum? Nú taka menn eftir því að meðhöndlun Arion banka á þeim Björgólfs- feðgum og Ólafi Ólafssyni er mjög ólík. Björgólfur Thor hefur boðist til þess að greiða helming skuldar feðganna við bankann, en honum hefur verið stefnt, en Ólafur Ólafsson greiðir lítið sem ekkert og hann hefur þar að auki stöðu grunaðs manns vegna markaðsmisnotkunar, hjá sérstökum saksóknara. Er slíkt til þess fallið að auka traust bankans á manninum? „Aftur verð ég að nefna, varðandi málefni Samskipa, að Arion banki er í þeirri aðstöðu að geta ekki ráðið ferðinni og við getum því ekki leitt mál til lykta, eins og okkur sýnist. Við verðum að reyna að gera það besta í þeirri stöðu sem þar er uppi. Í tilviki Björgólfsfeðga erum við sömuleiðis að reyna að gera það besta sem við getum í stöðunni og þannig er það í hverju málinu á fætur öðru. En aftur að spurningu þinni um persónulegar ábyrgðir, þá vil ég almennt segja það, að ég mér finnst, a.m.k. hvað almenning varðar, neytendalán og þess háttar, að það eigi í hverju tilviki að vega og meta greiðslugetu einstaklings- Ekki hagstætt að búta Haga niður Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, segir að ef bankinn hefði bútað Haga niður í einingar hefði hann fengið mun minna upp í skuldir, ferlið tekið mun lengri tíma og rekstri fyrirtækisins um allt land verið stefnt í tvísýnu. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.