SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Side 24
24 14. febrúar 2010
brögðum ríkisstjórnarinnar hafa verið fálmkennt
þá er ég samt þakklát fyrir að ekki eru aðrir flokkar
við stjórnvölinn. Ég tel að ekki sé betri kostur í
stöðunni en samvinna þessara tveggja flokka.“
Á sínum tíma var fremur kalt á milli ykkar
Steingríms og þið háðuð baráttu um formanns-
kjör í Alþýðubandalaginu þar sem þú sigraðir. Þú
virðist samt bera ákveðna virðingu fyrir honum.
„Já, ég hef alltaf gert það. Sem betur fer getur
maður tekist á við fólk en samt borið virðingu fyrir
því.“
Hef þroskast í starfi
Síðustu tvö árin hefur þú verið í nýju hlutverki
sem forstöðumaður á Litla-Hrauni. Áhugi á
fangelsismálum hefur fylgt þér frá barnæsku og
var eitt af helstu áherslumálum þínum í pólitík-
inni. Ertu kannski í draumastarfinu þínu?
„Pabbi var yfirfangavörður og um tíma for-
stöðumaður á Litla-Hrauni þannig að ég komst
ekki hjá því að fylgjast vel með þessum vinnustað.
Þegar ég fór inn í pólitíkina fann ég mjög fljótt að
fangar eru gleymdur hópur. Það er enginn sem
man eftir þeim. Í hugum flestra stjórnmálamanna
eru þeir ekki atkvæði sem þarf að leggja mikið á sig
fyrir. Mér fannst gott að verða á Alþingi ákveðinn
málsvari þessa málaflokks sem svo fáir sinntu og
eiga þátt í því að móta stefnu sem breytti fang-
elsum frá því að vera geymslustaður í betrunarvist.
Siðar varð það eitt af síðustu verkum Björns
gripið til duga engan veginn. Ég veit til þess að fólk
hefur leitað til bankastofnana og komið þaðan
brotið. Ráðstafanir stjórnvalda hafa verið fálm-
kenndar, bútur hér og bútur þar, en heild-
armyndin í bútasaumsteppi ríkisstjórnarinnar fyr-
ir heimilin í landinu er ekki orðin til. Ef ekkert
gerist á næstu mánuðum þá munum við horfa upp
á mjög stóran hóp fólks missa allt sitt og þar á
meðal verður margt ungt fjölskyldufólk, sem eng-
an þátt átti í að skapa þær aðstæður sem þjóðin býr
núna við. Það nýjasta sem við heyrum er að bank-
arnir fá að ákveða að menn, sem áttu stóran þátt í
því að koma okkur þangað sem við erum, fái fyr-
irtæki sín aftur í hendur. Þeir sem komu landinu í
kaldakol eiga sem sagt að stjórna nýrri uppbygg-
ingu. Er það trúverðugt? Ég hitti ekki nokkurn
mann sem skilur þessa ráðstöfun. Sjálf skil ég ekki
eftir allt sem á undan er gengið hvernig nokkur
ráðamaður getur komið fram og sagt: Já, ég er jafn
svekktur og aðrir að heyra þetta í fréttum.“ Það er
eins og ríkisstjórninni finnist að hún geti ekkert
gert í þessu sambandi.
Ég veit starfs míns vegna að menn sem hafa
hugsanlega framið auðgunarbrot upp á einhverjar
milljónir ganga ekki lausir meðan mál þeirra eru
rannsökuð heldur eru þeir settir í einangrun til að
þeir geti ekki á nokkurn hátt skaðað rannsókn-
arhagsmuni. En þeir sem bera ábyrgð á því að
milljarðar hafa horfið ganga lausir á meðan rann-
sókn stendur yfir, sjálfsagt vegna þess að ekki er
talið að þeir muni skaða rannsóknarhagsmuni. Ég
skil þetta ekki. Er kannski eitthvað til í því sem
segir í textanum, að ef þú stelir nógu miklu þá
sleppir þú, annars farir þú á Litla-Hraun?“
Heldurðu að þessi ríkisstjórn lifi?
„Ríkisstjórnin varð til upp úr búsáhaldabyltingu
og henni ber skylda til að klára kjörtímabilið og
standa með því fólki sem háði búsáhaldabylt-
inguna. Jóhanna og Steingrímur eru þannig gerð
að þau gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Al-
veg óháð því hvort fólk er sammála Steingrími eða
ekki þá hljóta allir að virða hvað hann stendur fast
á sínu og hversu þrautseigur hann er. Hins vegar
verður ríkisstjórnin að skipta um vinnubrögð og
áherslur og kannski er það mögulegt þegar Ice-
save-málið er afgreitt. Mér finnst einkennilegt
hvernig Icesave-málið, sem er bara lítill hluti af
skuldastöðu þjóðarinnar, hefur yfirtekið sam-
félagsumræðuna meðan öðrum vandamálum er
nánast sópað undir mottu í umræðunni.
Þótt ég sé ekki sátt og mér finnist margt í vinnu-
É
g hef ekki saknað stjórnmálanna í eina
mínútu og get ekki hugsað mér að snúa
þangað aftur,“ segir Margrét. „Ég hætti í
stjórnmálum vegna þess að mér var hætt
að líða vel í vinnunni og ég gaf mig ekki lengur alla
í hana. Sá sem er ekki lengur í stjórnmálum af lífi
og sál á að hætta og finna sér eitthvað annað að
gera. Og það gerði ég.“
Af hverju fór þér að leiðast í stjórnmálunum?
„Það er erfitt að svara því. Mér fannst þingið
hafa breyst mjög mikið og áherslurnar ekki vera
nægilega markvissar. Gjáin á milli Alþingis og
framkvæmdavaldsins hafði breikkað mjög frá því
ég kom fyrst inn á þing. Alþingi var orðið fullmikið
kjaftaþing, það var að sumu leyti búið að missa
tökin. Eftir einkavæðinguna, þegar bankarnir voru
nánast gefnir, þá voru þeir sem ráku fyrirtækin
alltaf skrefi á undan löggjafanum og fram-
kvæmdavaldinu, sem voru í því hlutverki að elta
skottið á þeim hvað varðar setningu laga og reglna.
Þetta var afleit þróun.“
Almenningur hefur litla trú á stjórnmálamönn-
um. Finnst þér það skrýtið?
„Nei, mér finnst það ekki einkennilegt. Stjórn-
málamenn hafa boðið upp á það. Í búsáhaldabylt-
ingunni bað fólk svo um nýtt Ísland en fékk ekki.
Það fékk ekkert nýtt með nýju stjórnmálaafli,
Borgarahreyfingunni, þar sem hver höndin hefur
verið upp á móti annarri. Það hefur komið mér á
óvart hversu lítið vinnubrögðin á þinginu hafa
breyst og gargið og heitingar stjórnmálamanna
hafa síður en svo orðið til að auka vegsemd og
virðingu þingsins á þessum erfiðu tímum þegar
þjóðin krefst samstöðu. Þetta á ekki síst við um þá
flokka sem áður störfuðu saman í stjórn, gáfu
bankana og mótuðu handónýtt regluverk sem á
stóran þátt í hruninu. Það varð gífurleg endurnýj-
un í þingliðinu eftir síðustu kosningar, en það
unga fólk sem komst þá inn á þing hefur ekki sýnt
þau nýju vinnubrögð sem krafist var að tekin yrðu
upp á Alþingi.“
Fálmkenndar ráðstafanir
Gerir ríkisstjórnin nóg fyrir fólkið í landinu?
„Nei. Ég er með stóran hóp fólks í vinnu og þetta
er ekki hálaunafólk. Þar er ungt fólk sem hefur
stofnað heimili á síðustu tíu árum, er með lítil börn
og hefur ekki fjárfest um of. Í dag er þetta fólk í
skelfilegri stöðu vegna þess að það á erfitt með að
standa skil á skuldbindingum sínum þrátt fyrir
góðan vilja, og þær ráðstafanir sem stjórnvöld hafa
Viðtal
Kolbrún Berþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Gefandi
tímar á Litla-
Hrauni
Í tvö ár hefur Margrét Frímannsdóttir gegnt embætti for-
stöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni, en áður en hún
tók við því starfi hafði hún unnið ráðgjafastörf við fang-
elsið. Margrét lét af þingmennsku árið 2006 og saknar ekki
stjórnmálanna. Hún segir ráðstafanir stjórnvalda eftir
bankahrunið hafa verið fálmkenndar.
’
Ég veit starfs míns vegna að menn sem
hafa hugsanlega framið auðgunarbrot
upp á einhverjar milljónir ganga ekki
lausir meðan mál þeirra eru rannsökuð held-
ur eru settir í einangrun til að þeir geti ekki á
nokkurn hátt skaðað rannsóknarhagsmuni.
En þeir sem bera ábyrgð á því að milljarðar
hafa horfið ganga lausir á meðan rannsókn
stendur yfir, sjálfsagt vegna þess að ekki er
talið að þeir muni skaða rannsóknarhags-
muni. Ég skil þetta ekki. Er kannski eitthvað
til í því sem segir í textanum, að ef þú stelir
nógu miklu þá sleppir þú, annars farir þú á
Litla-Hraun?
Margrét Frímannsdóttir forstöðukona á Litla-Hrauni.
Mér finnst það stórsigur þegar einstaklingur fer út
frá okkur tilbúinn til að takast á við samfélagið með
öðrum hætti en hann gerði áður.