SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 26

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 26
26 14. febrúar 2010 H run bankanna var kjarninn í því efnahagshruni sem varð á Íslandi haustið 2008. Af þeim ástæðum hefði mátt ætla að endurreisn bankanna og hvernig standa ætti að henni yrði til umræðu á vettvangi þjóðmála næstu mánuði og misseri í kjölfar hrunsins. Svo hefur ekki orðið. Í grein hér á þessum vettvangi hinn 12. desember sl. vakti ég athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefði nánast þegjandi og hljóða- laust einkavætt tvo af þremur rík- isbönkum á ný án þess að setja nýja lög- gjöf til þess að koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn. Nú hefur Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, lagt fram á Alþingi nýtt lagafrumvarp um fjármálafyrirtæki. Fyrsta umræða um það fór fram á Alþingi hinn 29. janúar sl. Áður hafði ráðherrann kynnt efni þess á opnum fundi sem al- menningur átti aðgang að og er það til fyrirmyndar. Frumvarp þetta er gott innlegg í um- ræður um endurreisn bankanna. Styrk- leiki þess er sá að þar er tekið á ýmiss konar innri vandamálum í rekstri bank- anna sem hrun þeirra afhjúpaði. Rík við- leitni er til þess að efla lagaheimildir Fjármálaeftirlitsins og er það af hinu góða. Frumvarpinu er ætlað að fylgja eftir ýmsum ábendingum Finnans Kaarlo Jännäri sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde fékk til þess að taka saman skýrslu um ís- lenzku bankana og gera tillögur um úr- bætur. Veikleiki frumvarps Gylfa Magn- ússonar er hins vegar sá að þar er ekki tekið á grundvallaratriði þessa máls. Þar er ekki lagt til að skilja að starfsemi við- skiptabanka og fjárfestingarbanka. Eini þingmaðurinn sem vakti athygli á þessu við fyrstu umræðu var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem spurði ráðherrann „hvort hann telji ástæðu til að löggjöfin kveði skýrar á um aðskilnað viðskipta- og fjárfesting- arbankastarfsemi“. Svar ráðherrans var þetta: „Að mörgu leyti eru þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu mjög í þessum anda þótt ekki sé formlega gengið svo langt að skilja þar á milli.“ Um allan hinn vestræna heim a.m.k. hafa geisað miklar umræður frá haustinu 2008 um starfsemi banka og nauðsyn þess að koma upp nýju regluverki í kringum þá. Lykilatriði í þeim umræðum hefur verið hvort setja eigi á ný löggjöf um aðskilnað á þessum tveimur teg- undum bankastarfsemi. Hvers vegna? Vegna þess að mönnum er orðið ljóst að sú starfsemi að taka við sparifé almenn- ings og ávaxta það með sem minnstri áhættu fer ekki saman við þá gífurlegu áhættu sem er samfara svonefndri fjár- festingarbankastarfsemi. Engum ætti að vera þetta betur ljóst en okkur Ís- lendingum vegna þess að hrun hefð- bundinnar bankastarfsemi á Íslandi byggðist á því að bankarnir voru fyrst og fremst orðnir fjárfestingarbankar. Þrátt fyrir það hafa engar umræður orðið um þetta grundvallaratriði á Al- þingi frá bankahruni sem er umhugs- unarvert í ljósi þess að Alþingi ræddi nánast ekkert stöðu íslenzku bankanna veturinn 2006, haustið 2007 eða árið 2008. Það er ekki hægt að skilja þetta á annan veg en þann að ríkisstjórnin og stjórn- arflokkarnir hafi komizt að þeirri nið- urstöðu í umræðum innan flokkanna að ekki bæri að skilja á milli viðskipta- bankastarfsemi og fjárfestingarbanka- starfsemi. Áður en ráðherra í ríkisstjórn leggur fram frumvarp í hennar nafni er frumvarpið kynnt í þingflokkum stjórn- arflokkanna. Þar hljóta að hafa farið fram umræður um þetta grundvallaratriði málsins. Það er sjálfsögð krafa að báðir stjórnarflokkarnir geri grein fyrir því með hvaða rökum þeir hafa komizt að þessari niðurstöðu. Efnahagsmálaráðherra hefur lagt fram annað frumvarp á Alþingi um innistæðu- tryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjár- festa. Í athugasemdum við það segir: „Rétt er að nefna að ekki er gerð sérstök tillaga um að lántökur tryggingasjóðs njóti ríkisábyrgðar eða að ríkissjóði sé skylt að veita sjóðnum lán þótt gera megi ráð fyrir því að lántaka sjóðsins verði erf- iðleikum bundin án bakábyrgðar rík- issjóðs eða annarar aðkomu hans að lán- töku.“ Hvað eru ríkisstjórnin og stjórn- arflokkarnir að gefa í skyn? Að hefji Ar- ionbanki og Íslandsbanki, sem báðir eru í eigu erlendra banka og vogunarsjóða, nýja útþenslu í krafti EES-samninganna í öðrum löndum verði til staðar bakábyrgð íslenzka ríkisins á slíku nýju ævintýri?! Þetta frumvarp hlýtur líka að hafa ver- ið kynnt í þingflokkum stjórnarflokk- anna. Þessi stefnumörkun snýst um grundvallaratriði. Þar hljóta að hafa farið fram umræður um þetta mál og þing- flokkarnir hljóta að hafa lagt blessun sína yfir þessa stefnumörkun. Er þingmönn- um stjórnarflokkanna ekki sjálfrátt? Í athugasemdum við frumvarp Gylfa Magnússonar um fjármálafyrirtækin seg- ir: „Mikilvægt er t.d. að móðurfélag sem á dótturfélög, annars vegar vátrygginga- félag og hins vegar fjármálafyrirtæki, gæti þess að sömu stjórnarmenn séu ekki tilnefndir til stjórnarsetu í fjármálafyr- irtækinu og vátryggingafélaginu.“ Getur það verið að ríkisstjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna hafi ekki komið til hugar að banna að sömu aðilar eigi bæði banka og tryggingafélag? Og koma þar með í veg fyrir að nýjar fjármála- samsteypur rísi upp á borð við þær sem féllu í október 2008? Hvers konar umræður fara fram í þess- um flokkum um meginmál? Ég skora á fólk með heilbrigða skynsemi í báðum stjórnarflokkunum að taka þessi málefni og önnur til umræðu og rétta af þessa al- varlegu veikleika sem við blasa í frum- vörpum ríkisstjórnarinnar. Og ekki skaðar að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi skoðun á málinu sem þeir hafa ekki lýst til þessa dags. Um bankafrumvörp og grundvallaratriði Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Í nafni Guðs almáttugs. Við tilheyrum Guði og munum snúa aftur til hans. Mig langar að tilkynna öllum hugrökkum múslimum í heiminum að höf- undur bókarinnar Söngvar Satans, sem hefur verið skrifuð, prentuð og gefin út í óþökk við íslam, spá- manninn, og Kóraninn, og þeir útgefendur sem var kunnugt um innihald bókarinnar, eru dæmdir til dauða.“ Þessi orð Ayatollahs Ruhollahs Khomeinis, erkiklerks í Íran, í Útvarpi Teheran á þessum degi 1989 drógu held- ur betur dilk á eftir sér. Yfirvöld í einu landi hafa ekki í annan tíma gefið fyrirmæli um að einstaklingur í öðru landi verði líflátinn, alltént ekki á síðari öldum, og engin bók hefur valdið milliríkjadeilum með sama hætti – nema vera skildi Biblían. 7. mars 1989 slitu Bretar stjórnmálasambandi við Íran. Múslimar höfðu þegar mótmælt Söngvum Satans, sem bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie hafði sent frá sér árið áður, þar sem þeim þótti Múhameð spá- manni sýnd óvirðing í bókinni, en nú kastaði fyrst tólf- unum. Fyrirmælin eða fatwa, eins og múslimar kalla úr- skurð af þessu tagi, voru tekin alvarlega víða um heim og nokkrum dögum eftir að Khomeini kvaddi sér hljóðs hétu yfirvöld í Íran þeim sem réði Rushdie af dögum gulli og grænum skógum. Rithöfundurinn sá sæng sína upp reidda og fór huldu höfði í níu ár á eftir. Hann naut lögregluverndar allan tímann. Fyrstu mánuðina flutti hann búferlum á þriggja daga fresti í öryggisskyni. Rushdie lýsti því yfir að honum þætti miður að hafa móðgað múslima en viðleitni hans, sem sumir túlkuðu sem afsökunarbeiðni, var virt að vettugi í Íran. Það var ekki bara Rushdie sem varð fyrir barðinu á reiði múslima. Hitoshi Igarashi, sem þýddi bókina yfir á japönsku, var stunginn til bana sumarið 1991, og tveir aðrir þýðendur, sá ítalski og sá norski, lifðu naumlega af banatilræði. Þá fór tilræði við tyrkneska þýðandann úr böndunum sumarið 1993 með þeim afleiðingum að 37 manns týndu lífi í svonefndu Sivas-fjöldamorði. Þýð- andann sakaði ekki. Eitt tilræði við Rushdie sjálfan fór út um þúfur þegar tilræðismaðurinn, Mustafa Mahmoud Mazeh, sprakk í loft upp ásamt tveimur hæðum á hóteli í Lundúnum. Víða um hinn múslimska heim var efnt til fjöldafunda þar sem Söngvar Satans voru brenndir á báli. Einnig var kveikt í fjölmörgum bókabúðum. Afstaða stjórnvalda í Íran hefur mildast með árunum enda þótt dauðadómurinn hafi ekki verið afturkallaður. Árið 1998 lýsti þáverandi leiðtogi landsins, Mohammad Khatami, því yfir að írönsk stjórnvöld myndu hvorki letja né hvetja menn til að ráða Rushdie af dögum. Strangtrúaðir í landinu – og víðar – eru aftur á móti á því að dauðadómurinn sé í fullu gildi enda sé enginn þess umkominn að afturkalla hann nema sá sem kvað upp dóminn í upphafi. Sá hængur er raunar á að Ayatol- lah Khomeini andaðist í hárri elli sumarið 1989. Hin síðari ár hefur Rushdie lifað tiltölulega eðlilegu lífi en hefur upplýst að á þessum degi, 14. febrúar, ár hvert fái hann jafnan „einskonar Valentínusarkveðju“ frá Íran, þar sem menn segjast ekki hafa gleymt honum og að honum verði á endanum ráðinn bani. „Þetta er komið á það stig að ég lít frekar á þetta sem orðagjálfur en alvöru hótanir,“ er haft eftir Rushdie. Sala á Söngvum Satans fór rólega af stað en eftir dauðadóminn yfir Rushdie seldist bókin eins og heitar lummur. Náði metsölu á undraskömmum tíma. Í Banda- ríkjunum seldist hún fimmfalt meira en næsta bók árið 1989, Star eftir Danielle Steel. Leitun er að frægari bók í heiminum og sess hennar er tryggður um ókomna tíð í heimi bókmenntanna. Söngvar Satans eru ævarandi tákn um ritskoðun og málfrelsi, menningarlegan mis- skilning og ólík gildi. orri@mbl.is Rushdie dæmdur til dauða Salman Rushdie með bókina frægu, Söngva Satans. ’ Rithöfundurinn sá sæng sína upp reidda og fór huldu höfði í níu ár á eftir. Hann naut lögregluverndar allan tímann. Fyrstu mánuðina flutti hann bú- ferlum á þriggja daga fresti. Ayatollah Khomeini Á þessum degi 14. febrúar 1989 Hitoshi Igarashi

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.